Tíminn - 25.03.1979, Side 27
J8SE
Sunnudagur 25. mars 1979.
|ll'1l l'l'l 'l'{{
27
ERINDI 06 STUTTAR
HEIMILDARKVIK-
MYNDIR
á vegum M.Í.R.
Á næstu vikum i mars
og aprfl gengst MÍR,
Menningartengsl ís-
lands og Ráðstjórnar-
rikjanna, fyrir flutningi
nokkurra erinda í
MíR-salnum, Laugavegi
178. Stuttar heimildar-
kvikmyndir verða sýnd-
ar með hverjum fyrir-
lestri.
Nýr
Samúel
tJt er komið aprfl/maí
hefti timaritsins Samúel
og að vanda kennir
ýmissa grasa i blaðinu.
Blaöið er 32 siður að stærð,
prentað á góðan pappír og meðal
efnis má nefna frásagnir af
hljómleikum SuziQuatroog David
Bowie, grein um stjörnumerki
þingmanna okkar, sagt er frá
feita félaginu auk þess sem að
siðasti keppandinn um titilinn
ungfrú Hollywood er kynntur.
Samúel kostar 600 krónur.
MALASKOLI
HALLDÓRS
Kennir spænsku
í Madrid
SkólastjóriMálaskóla Halldórs,
Halldór Þorsteinsson hefur i
hyggju aö fara með hóp spænsku-
nemenda til frekara tungumála-
náms i Madrid. Ætlunin er að
fljúga héðan i lok mai og setjast á
skólabekk i 4 vikur i einum þekkt-
■ asta málaskóla Spánar, Estudio
Internacional Sampere .
í gjaldinu sem skólinn býöur
nemendum, er þetta innifaliö:
námsgjald, kennslubækur, fullt
fæði og húsnæði, 3 dagsferðir
(með nesti) til Escorial/Valle de
los Caidos, Segovia og Toledo,
auk skoðanaferöa á söfn og sögu-
staði i höfuðborginni sjálfri.
Rétt er að geta þess, að for-
stööumaður skólans Alberto
Sampere kemurhingað ogkennir
væntanlegum þátttakendum (og
ef til vill fleirum) á degi hverjum
I heila kennsluviku (þ.e. 7.-11.
mai) i Málaskóla Halldórs og er
það m.a. gert I þvi skyni að búa
þá betur undir ferðina, skipa
þeim i flokka eftir kunnáttu eða
með öðrum oröum aö bæta einni
viku við námskeiðiö. öllum er
heimil þátttaka og er þá lika átt
við nemendur sem stundaö hafa
spænsku annars staðar en i Mála-
skóla Halldórs.
Auglýsið
Tímanum
Þegar hafa nokkur erindanna
verið ákveöin og verður hið fyrsta
þeirra n.k. fimmtudag,en þá mun
Georgi Farfonov sendiherra gera
grein fyrir sovéskum viðhorfum á.
sviði utanrikismála i ljósi hinnar
nýju stjórnarskrár Sovétrikjanna
sem tók gildi I október 1977.
Þá hafa einnig verið ákveðin
erindi næstu fjóra laugardaga og
hefjast þau öll klukkan 15.
Siðar verður tilkynnt um
erindaflutning fyrirlesara sem'
væntanlegur er hingað til lands
frá Sovétrikjunum á vegum MÍR i
vor.
MIR hefur I vetur sýnt sovéskar
kvikmyndir fullrar lengdar hvern
laugardag i salnum að Laugavegi
178, nú að undanförnu t.d. nokkr-
ar gamlar sovéskar barna-
myndir, og veröur þessum
sýningum haldið áfram fram á
vor. Þær falla þó niður þá laugar-
daga sem fyrirlestrar verða. Um
páskana verða sýndar nokkrar
styttri heimildarkvikmyndir um
ýmis efni og eru allmargar
myndannameð skýringatali á is-
lensku. Þessar sýningar veröa á
ski'rdag, 12. april, laugardaginn
14. april og annan i páskum 16.
april kl. 15.
Aðgangur að fyrirlestrum MIR
og kvikmyndasýningum er
ókeypis og öllum heimill meðan
húsrúm leyfir.
Mannlífsmyndir „Á næstu grösum”
Um siðustu helgi
opnaði Kristján Ingi
Einarsson ljósmynda-
sýningu á matsölustaðn-
um ,,Á næstu grösum”
Laugavegi 42.
Á sýningunni sem hann nefnir
Siesta á næstu grösum sýnir hann
30 svart/hvitar mannlifsmyndir
teknar á Ibiza og Formentera,
þar sem hann reynir aö túlka i
myndum lifsmynstur innfæddra á
þessum stöðum. Myndirnar eru
allar teknar I ágúst slðastliðnum
og eru allar til sölu. Sýningin er
opin alla virka daga frá kl. 11-22.