Tíminn - 25.03.1979, Side 29
Sunnudagur 25. mars 1979.
29
bamatíminn
Umsjón: Sigrún Björnsdóttir
Þú hefur skrökvað
Það var morgunn Sólin skein
glaðlega inn um svefnher-
bergisglugga á litlu húsi utar-
lega I þorpinu og brosti við
tveim systkinum, sem enn þá
vorui fastasvefrii. — Helgu litlu
virtist dreyma vel, þvi andlit
hennar var svo broshýrt: hún
haföi sofnaö með spentar
greipar frá því að hún var að
lesa kvöldbænirnar sfnar. Það
var auðséð á drengnum, sem
hét Jón, aö hann hafði ekki
dreymt vel: hann hafði ekki
heldur góða samvisku, þvi að
kvöldiö áður hafði hann sagt
ósatt. Orsökin til þess að hann
geröi þaö var sú að móöir hans
hafði farið til afa sins, sem lá
veikur, oggaf hann henni fulla
skál af hunangi. Þegar hún kom
heim setti hún skálina I glugg-
ann og lét disk yfir hana, til þess
að flugurnar færu ekki I hana.
Svo sagði hún við börnin: „Þiö
megiö ekki borða af hunanginu i
kvöld þvi að á morgun er sunnu-
dagur og þá eigiö þið aö fá hun-
angskökumeð morgunkaffinu”.
Börnin urðu mjög glöö við að
heyra þetta ogdönsuðu um alla
stofuna. Jóni litla fór þvl að
þykjaþaðnokkuðlangur tlmi aö
biöa til morguns með að bragða
á hunanginu og þegar móöir
hans fór fram I eldhús til að búa
til kvöldveröinn læddist hann
meöhálfum hug að glugganum,
tók diskinn ofan af skálinni og
drap fingrunum f hunangið.
Hann ætlaöi að eins aö bragða á
þvi einu sinni, bara einu sinni.
En þaö var svo sætt, aö hann
vissi ekki af fyrr en mikiö var
búið úr skálinni. Þá roðnaöi
hann, lét diskinn yfir skálina og
flýtti sér burt svo að hún skyldi
ekki freista hans aftur. Kvöld-
verðinn bragðaði hann ekki og
þegar hann var háttaöur var
honum ómögulegt að lesa bæn-
irnar sinar. Móðir hans kom aö
rúminu til hans og spurði hvort
hann hefði etið af hunanginu en
hann neitaði þvi og snéri sér upp
að þili.
Um nóttinagathann litið sofið
og dreymdi illa og þess vegna
leit hann svo óánægjulega út um
morguninn.
Nokkru eftir sólaruppkomu
kom móöir barnanna inn til
þeirra og vakti þau.
Börnin klæddu sig I flýti,
borðuðu morgunverð og fóru
svo út i skóg að safna brenni.
Helga var glöð og ánægð og
söng morgunvisur. Þaö gladdi
hana að skoða marglitu blómin
og sjá og heyra til fallegu smá-
fuglanna sem hoppuðu syngj-
andi þúfu af þúfu til að leita sér
fæðu. Hún gat ekki skilið I þvi
hvernig Jóngæti verið svo fálát-
ur ogþögull, þegar náttúran var
svona brosandi og yndisleg.
Leið þeirra lá gegnum full-
sprottinn kornakur og bærðust
kornöxin_fyrir morgungolunni.
Jóni heyröist þau vera að hvlsla
einhverju og fór að hlusta eftir
hvað það væri: honum heyröist
þau þá hvlsla hvert aö ööru:
„Hann hefir skrökvað, hann
hefir skrökvaö”. — „Við skulum
flýta okkur héðan”, sagði Jón og
fór aö greikka sporiö: Helga
vildi eigi dragast aftur úr og
hraöaði sér þvl llka.
Rétt á eftir komu þau inn I
fagurgrænan skóg. Þar stóöu
trén svo alvarleg og ibyggin og
hreyföu ofurlitið blaöakrónurn-
ar og það var eins og blöðin
væru að hvlsla einhverju
leyndarmáli hvert að öðru. Jón
lagði hlustirnar við og
heyröist honum þau þá segja?
„Hann hefir skrökvað hann
hefir skrökvað”. — „Við skulum
faralengrainnl skóginn”, sagöi
Jón „það er ekki vært hérna I
skóginum.
„Hvaö segiröu, Jón? Ekki
vært hérna í skóginum?” sagði
Helga og fór að hlæja: „séröu
ekki þessi ágætu ber þarna? Við
skulum tina dálítið af þeim”.
Þau fóru nú aö tlna berin og
boröuðu sum, en létu sum I húfu
sina. Þegar þau höfðu veriö að
þvi nokkra stund leit Jón upp.
Sá hann þá geit sem stóö par
skamt frá þeim ogstarði áhann
shk-um augum. Jón leit undan
og roðnaöi. Hann skildi vel, af
hverju hún var að horfa á hann.
Þá heyröi hann fugl syngja I
næsta tré ogþaö var enginn vafi
á hvaö hann söng: „Þú hefir
skrökvað!” Jón missti alla lyst
á berjunum og hætti aö tina
þau: hann ráfaði lengra inn i
skóginn.
Nú var komið miödegi og
börnin fóru að búa sig til heim-
ferðar. Þegar þau voru komin
litinn spöl heimleiöis fór aö
hvessa og veðrið óx svo að á
svipstundu var komið ofsarok:
það hvein i skóginum og visnu
blöðin á skógargrundinni fuku
til og þyrluðust fram og aftur.
Dimm ský dró upp á loftiö og
einstöku kráka flaug gargandi
milli trjánna. Helga litla settist
undir tré og spenti greipar en
Jón lagði höfuö sitt I kjöltu
hennar og faldi andlitið I hönd-
um sinum. Eldingum laust
niður og klufu þær trén að endi-
löngu.þrumurnar dundu og Jón
heyröi mjög vel að þær kölluöu
til hans: „Þú hefir skrökvað!”
Það þoldi hann ekki: hann faldi
hendur sinar og mælti: ,,Já,
Guð minn góöur ég gerði þaö, —
það var ég sem át hunangið —
það var svo sætt”. Þá létti hon-
um fyrir hjartanu og hann var
nú ekki lengur hræddur. Það
birti I lofti og sólin skein glatt
eins og áöur gegnum blaðhverf-
ingu trjánna.
Börnin stóðu þá upp og héldu
áfram heimleiðinni. Þegar þau
komu út úr skóginum var regn-
boginn á loftinu fegurri en hann
haföi nokkru sinni áöur verið.
Bráöum sáu þau móöur slna
koma á móti sér. Jón hljóp I
faðm hennar og mælti: „Þaö
var ég sem át hunangið — ég
hefi skrökvað”. Hann gat ekki
tára bundist en móðir hans
klappaöi honum á kinnina og
sagöist fyrirgefa honum þaö.
Svo fóru þau öll glöð og ánægð
heim. Regnboginn fylgdist með
þeim, kornöxin beygðu sig þegj-
andiog blómagrundirnar brostu
við litla drengnum, sem nú var
svo glaöur af þvl aö hann hafði
sagt satt. E.S. þýddi
Landsmenn athugið
Borgarbilasalan hefur aukið þjónustuna.
Höfum opnað bilaleigu, undir nafninu
Bílaleigan Vík s.f.
Erum með árg. 1979 af Lada Topas 1600 og Lada Sport 4x4.
Verið velkomin að Grensásvegi 11.
Borgarbílasalan s.f.
Bílaleigan Vík s.f.
Grensásvegi 11, simar 83085 — 83150 eftir lokun 37688 — 22434.
Opiö alla daga 9-7 nema sunnudaga 1-4.
-IH --
Þér er boöið að hafa samband við verkfræði-
og tæknimenntaða ráðgjafa Tæknimiöstöðvar-
innar ef þú vilt þiggja góð ráð i sambandi
við eftirfarandi:
Vökva-og
loftstrokkar
Eitt samtal við ráðgjafa okkar, án
skuldbindingar, getur sparað þér stórfé hvort
sem um er að ræða vangaveltur um m
eða vandamál við endurnýjun eða
viðgerð á þvi sem fyrir er.
VERSLUN - fíÁÐGJÖF- VIÐGEfíÐAfíÞJÓNL
T/CHyiUIACTAXIIU LIF
I v/i/m nr
Smiójuveg66. 200 Kópavogi S:(91)-76600
l\lú er boðið upp á luxusinnréttingu á Trabant
Allur gjorbreyttur að innan. Nýtt mælaborð, bakstilling á framsætum og
hægt að leggja þau niöur og allur frágangur mjög vandaður. Komið og
kynnið ykkur ótrúlega vandaðan bil á því sem næst leikfangaverði
TRABANT/WARTBURG UMBOÐIÐ
Vonar/sndi vid Sogaveg SÍmar 8-45-10 & 8-45-11
Nýleg trilla til sölu
3.15 tonn, 18 ha Sabb, Soló eldavél, Furuno
dýptarmælir, 2 rafmagnsfærarúllur.
Upplýsingar i sima: 91-73764 á kvöldin og
96-21820 á daginn.