Tíminn - 27.03.1979, Page 5

Tíminn - 27.03.1979, Page 5
5 Þriðjudagur 27. mars 1979 Sjómannasamband íslands svarar ávitum Sjómannafélags Reykjavikur ..Slæmt innlegg i ^ ^ fyrir samstöðu barattuna Sjómanna” AM — „Hérerá æði ósmekklegan hátt og aigerlega að tilefnisiausu vegið aö samherjum f forystu sjó- mannastéttarinnar i þeim aug- Ijósa tilgangi að grafa undan trausti hennar meðal Islenskra sjómanna, órökstuddar dyigjur og rangfærslur af þessu tagi, hljóta að teljast slæmt innlegg I baráttuna fyrir samstöðu sjó- manna i kjara- og hagsmunamái- um þeirra”. Svo segir i yfirlýsingu, sem stjórnarmenn Sjómannasam- bands Islands hafa sent frá sér, vegna yfirlýsingar frá fundi Sjó- mannafélags Reykjavlkur þann 17. mars s.l. þar sem fundurinn „lýsir vanþóknun sinni á afstöðu meirihluta stjórnar Sjómanna- sambands Islands til ýmissa kjara- og hagsmunamála sjó- mannastéttarinnar og afskipta- leysis i öruggismálum þeirra, en legið er á umsögnum um öryggis- mál sjómanna langtimum saman”. Þá segir áfram i ályktun Sjó- mannasambands Islands vegna þessa: „Ef stjórn og trúnaðarráð Sjó- mannafélags Reykjavikur hefur talið sig i einhverju atriði ósam- mála stefnu og starfi Sjómanna- sambands Islands, heföi það sem heiðarlegur samstarfsaðili átt að koma þeim ágreiningi á framfæri i gegnum fulltrúa sinn I stjórn Sambandsins, en þvi miður var það ekki gert, heldur er gefið i skyn, að meirihluti stjórnar Sam- bandsins hafi haft aðra afstöðu til kjara- og hagsmunamála sjó- manna en minnihluti. Hið sanna er að innan stjórnar Sambandsins hefur ekki veriö ágreiningur um eitt einasta atriði sem lýtur að kjara- og hagsmuna- málum sjómanna.Heil og óskipt hefur stjórnin kappkostað að framfylgja samþykktum er gerðar voru á kjaramálaráð- stefnu Sjómannasambands ís- lands i desember 1978. Aðeins i einu tilfelli hefur verið um meirihlutaákvörðun stjórnar- innar að ræða gegn minnihluta, en það mál var sérhagsmunamál ákveðinna stofnana sjómanna i Reykjavik og Hafnarfirði og óvið- komandi kjara- og hagsmuna- málum sjómannastéttarinnar i heild. Þá ber sérstaklega að harma að svo viðkvæm mál og mikilvæg, sem öryggismál sjómanna, skuli vera notuð með þessum hætti, munum við óhikað leggja það undir dóm sjómanna og lands- manna allra hvort dylgjur um af- skiptaleysi stjórnar Sambands- ins, varðandi öryggismál sjó- manna eigi við rök að styðjast”. Kardimommu- bærinn í Miðgarði í þýðingu Helgu Valtýrsdóttur Leikfélag Skagfíröinga frum- sýndi sl. laugardag hinn vinsæla gamanleik. Fólk og ræningjar i Kardemommubæ, eftir Torbjörn Egner i þýðingu Helgu Valtýs- dóttur og Kristjáns frá Djúpalæk. Leikstjóri er Sólhild Linge, sem jafnframt gerði leikmyndina. Undirleikari og stjórnandi tón- listarinnar á sýningunni er Einar Schwaiger, eiginmaður Sólhild Linge, en þau hjón eru nýlega flutt til Varmahliðar frá Noregi og er Einar kennari viö Tónlistar- skóla Skagafjaröar. 1 aðalhlutverkum eru: Knútur Ólafsson/Bastian bæjarfógeti, Kristján E inarsson/Tobias gamli, Soffia frænka/Inda Indriðadóttir, Frú Basti'an/ Guðrún Oddsdóttir. Ræningjana leika: Kristján Sigurpálsson, Kasper, Pálmi Jónsson, Jesper og Pétur Sigfús- son, Jónatan, en alls koma fram milli 30 og 40 manns I söngvum og dönsum leiksýningarinnar. Sýn- ingargestir áttu góða stund á þessari frumsýningu Leikfélags Skagfirðinga og hinu glaöa og áhyggjulausu lifi i Karde- mommubæ. „Þar sem allir dagar liða hjá i kyrrö og ró ogspekt” og samskipti fólksins eru siöareglur Bastíans. „Maður á ekkiað niðast á öðrum. Maður á að vera ljúfur og góður, að öðru leyti má maður vera þaö sem maður vill”. Það er vissulega hvild frá stressi nútim- ans að skemmta sér um stund I Kardemommubæ. Húsfyllir var á leiksýningunni og leikstjóra og leikendum vel fagnaö. Meðal fyrirhugaöra sýn- inga á Kardemommubænum eru 4 sýningar á Sæluviku Skag- firðinga eftir næstu helgi. Leik- félag Skagfirðinga var stofnað 1968 og er Kardemommubærinn 10. verkeftii félagsins og er þetta ieikverk valiö meö tilliti til þess aðnú er ár barnsins. xstjórn leikfélags Skagfirðinga eru: Knútur Ólafsson formaöur, Helga Friðbjörnsdóttir vara- formaöur, Pálmi Jónsson gjald- keri,Kristján Sigurpálsson ritari. Eggert Ólafsson meðstjórnandi. G.Ó. Æ is fm - f |l «1 > ot A \~Mi ... Bastfan bæjarfógeti (Knútur ólafsson) Frú Bastian (Guðrún Oddsdótt- ir) Ræningjarnir: Kasper, Jesper og Jónatan, (Kristján Sigurpálsson, Pálmi Jónsson og Sigfús Pétursson.) Alls er nú búið að safna 10-15 milljónum i byggingu sundlaugar Sjálfsbjargar. 7,5 milljónir hafa komið frá Lionsmönnum en hitt eru frjáls framlög. 14-15 milljónir komnar inn [„Ljúkumverkinu” AM — „Viö hófumst handa þann 11. mars við söfnunina„Ljúkum verkinu" í sam- starfi við Lionshreyfinguna, en sem kunnugt er er söfnunin til þess gerð að standa straum af kostnaði við byggingu sundlaugar Sjálfsbjargar," sagði Guðmundur Einarsson hjá Hjálparstofnun kirkjunnar í stuttu viðtali fyrir helgina. Guðmundur sagöi að nú væru komnar 10-15 milljónir í þessari söfnun og þar af hefðu þeir Lions- menn aflað 7,5 milljóna. Hitt væru frjáls framlög. Hann kvaðst hafa oröiö var við mikinn og ein- læganáhuga fólks á árangri þess- arar söfnunar, en enn heföi árangurinn ekki verið I samræmi við þennan áhuga og kvaðst Guð- mundur því eiga von á að margir ættu eftir að láta nokkuð af hendi rakna. Þá sagði Guðmundur Einars- son, að áætlað væri að kostnaður við byggingu sundlaugarinnar yrðu 120 milljónir,muni erfða- fjársjóður greiða helminginn, en 600 milljónir kæmu annars staðar að. Sagðist hann vonast til að nást mundu inn i söfnuninni nú um 30- 40 milljónir, sem ætti aö nægja til að ná saman endum, og sagðist bjartsýnn á að það myndi takast. Af öðrum verkefnum sagöi Guðmundur það að frétta.aö sú söfnun, sem hrint var af stað fyrir jólin, að tilmælum utanrlkisráðu- neytisins, heföi gengið vel og safnast um 40 milljónir. Nú væri verið að kaupa skreið fyrir um það bil 10 milljónir, en það fé sem eftir væri rynni til starfs Lútherska heimssambandsins I Suður-Súdan. Er þar unnið mikið starf i sambandi við brunna og á- veitur, auk þess sem fólki þarna er kennd veiðarfæragerð. Giróreikningur Hjálparstofn- unar kirkjunnar er 25000. Sambandið auglýsir: Politex Plastmálning Rex Olíumálning Uritan Gólflakk E-21 Gólfhúð Gólftex Flögutex Met Hálfmatt lakk Met Vélalakk Texolin Viðarolíur Rex 9 Trélím Rex 33 Trélím Rex 44 Dúkalím Rex 55 Vatnshelt dúkalím Rex 66 Flísalím Penslar allar stærðir Málningarrúllur Málningarbakkar MUNIÐ ÓSKALITINA SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR SUDURLANDSBRAUT 32

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.