Tíminn - 27.03.1979, Qupperneq 11
Þriöjudagur 27. mars 1979
11
GUNNLAPGDR FINNSSON:
■JVIikil kokhrevsti”
— að telja sig málsvara 90% þjóðarinnar
Hér á eftir fer ræða Gunnlaugs
Finnssonar, er hann flutti viö
þingrofsumræöurnar i þinginu i
vikunni sem leiö.
Sjálfskipaðir launþega-
flokkar
Hér eru i raun og veru ekki
efnahagsmál á dagskrá, heldur
þingsályktunartillaga um þingrof
og nýjar kosningar, en ég vil ml
leyfa mér að gera slikt hið sama
og margir ræðumenn hafa gert
undir þessum dagskrárlið að
minnast nokkuð á efnahagsmál
og þá stöðu, sem nú er upp komin
— og ekki er sist ástæða til, þar
sem þessi tillagaer einmitt fram
komin vegna umræðna um efna-
hagsmál.
Ég vil i þvi sambandi leyfa mér
að hverfa ofurlitiö til baka, minn-
ast á forsendur fyrir þvi að sú
staða er uppi, sem nú er komin.
Ég vil aðeins leyfa mér að rifja
það upp, að á s.l. sumri i
kosningabaráttunni voru það
ákveðnir flokkar, sem töldu sig
vera flokka og fulltrúa launþeg-
anna i landinu. Fyrir utan það að
Sjálfstæðisflokkurinn hefur jafn-
an kynnt sig sem fulltrúa allra
stétta, þá voru það núverandi
samstarfsflokkar Framsóknar-
flokksins i rikisstjórn sem töldu
sig vera sérstaka málsvara láun-
þeganna.
90% þjóðarinnar laun-
þegar
En það er athygli vert að leiða
aö þvi hugann, hve stór hópur
þjóðarinnar launþegarnir eru.
Hér er um að ræöa alla þá, sem
eru innan vébanda ASI, ekki aö-
eins verkafólkið heldur og ýmsa
aðra, svo sem hinir svonefiidi
uppmælingaraðall, margir há-
tekjuhópar, sem eftir sérstökum
leiðum hafa komist undir það
visitöluþak, sem ákveðið var á
liðnu ári. Undir skilgreiningu
launþega falla lika allir, sem eru
starfandi innan BSRB, allir rikis-
starfsmenn, allir starfsmenn
sveitarfélaganna i landinu, allir
sem eru undir hatti BHM, þ.e.a.s.
nánast tilgreint, allir þeir sem
taka laun hjá öðrum en sjálfum
sér. Og ef viö litum á þetta nánar,
hvaðætli þetta séu mörg prósent
þjóðarinnar? Það kann að fara
nokkuð eftir þvi hvort bændur I
landinu eru skilgreindir, sem at-
vinnurekendureða launþegar. En
burtséð frá þvíhvar sú skilgrein-
ing fellur, þá hygg ég, að hér sé
um yfir 90% þjóðarinnar að ræða.
Og ég tel að það hafi verið býsna
mikil kokhreysti, enda ekki nema
i samræmi við önnur áróðurs-
brögð, að telja sig vera sérstaka
málsvara svo stórs hluta þjóðar-
innar.
Sigurstrangleg
kosningamál
Hins vegar var vitanlega vit-
andi vits ruglað saman i öllum
umræðum launþegasamtökunum
annars vegar og verkalýðsbarátt-
unni hins vegar, þar sem verka-
lýðshreyfingin er aðeins hluti af
launþegasamtökunum. Ég efast
ekki um það, að enn þann dag i
dag telja þessir samstarfsflokkar
Framsóknarflokksins i rikis-
stjórninni sig vera fulltrúa laun-
þeganna. En þá hljótum við að
koma að þeirri spurningu hvernig
stendur á þvi aö það greinir svo
mjög á hjá þessum tveim flokk-
um um það, hvernig þeir geti
staðið við sinar fyrri yfirlýsingar
meö það að vera áfram fulltrúar
þeirra. Þessirftokkar tveir höfðu
tvö meginatriði á oddinum, þau
atriði, sem eflaust færðu þeim
þann kosningasigur, sem raun
varð á. Það var annars vegar að
berjastfyrir því, að samningarn-
ir tækju gildi og hins vegar var
þaðtalið nauðsynlegt að vinna að
hjöðnun verðbólgu, bæði málin
voru vinsæl og sigurstrangleg. Þá
var hins vegar ekki gerð tilráun
til þess að brjóta þaö til mergjar,
hvernig saman gæti farið að ná
tökum á verðbólgunni annars
vegar og að láta samningana taka
fullt gildi, enda alls ekki til þess
ætlast, að hinnalmenni kjósandi i
landinuhefðimöguleika á að kafa
svo djúpt i' máliö að hann gerði
sér þetta ljóst eða bryti þaö til
mergjar.
Gleyminn Alþýðuflokk-
ur
Atvinnuleysi var þá talið vera
eins og umræöa um einhvern
hitabeltissjúkdóm úti I hinum
stóra heimi sem kæmi ekki par
við hið islenska þjóðfélag. Og
þegar minnst var á, að ýmsar að-
gerðir hefðu verið gerðar og
kostaðverðbólgu til þess aö koma
iveg fyrir atvinnuleysi, þá var litt
á það hlustað. Ef við athugum svo
i framhaldi af þessu söguna eins
og hún er nú, þá erþað þannig, að
fyrra atriðinu, þ.e.a.s. samning-
ana i gildi virðist Alþýðuflokkur-
inn hafa gleymt og hann hefur
raunar ekki minnst á þennan þátt
baráttunnar frá liðnu sumri. Og
það hefur jafnvel verið viður-
kennt opinberlega að i raun og
veru hafi það ekki legiö ljóst fyrir
i flokksherbergi Alþýðuflokksins
hver þróunin væri fram undan i
efnahagsmálum. Hins vegar
hefur Alþýðuflokkurinn nú iagt
höfuðáherslu á hjöðnun verðbólg-
unnar. Og ég verð að segja það að
mér þykir það á margan hátt
virðingarvert, að hann skuli nú
vera reiðubúinn til þess að taka á
sig óvinsældir, þar sem hann
hefur horfið frá hinum fyrri
stefnumiðum i kosningabarátt-
unniað þvl er varðar samningana
I gildi og staöiö við hitt atriðið að
leggja áherslu á hjöðnun verð-
bólgu. Mérhefur að visu oft fund-
ist i þeim umræðum að þeir
nálguðust aðgerðir eða sjónarmið
sem uppi voru höfð þegar at-
vinnuleysið heimsótti okkur á ár-
unum 1967-1968 og við verðum
vissulega að gjalda fullan varhug
við, að við lendum aftur i þeirri
gryfju sem islenska þjóðfélagið
lenti i þá.
Óskhyggja dugir ekki
Afstaöa Alþýðubandalags hins
vegar hefur verið sú að það hefur
haldið fast við þá túlkun að fá
samningana i gildi þar sem
mögulegt hefur verið, en hins
vegar hefur ekki a.m.k. að minu
mati þar sem ég hef kynnst mál-
um verið nein fótfesta varðandi
þaðmarkmið að ná verðbólgunni
niður fyrir 30%.
Alþýöubandalagið hefur gjarn-
an túlkað hugmyndir sinar um
samráð við launþegasamtökin á
þann veg, að það bæri að hlita
þeirri forskrift sem launþega-
samtökin hafa sett fram. Viö
verðum að athuga það aö þegar
við erum að takast á við slik mál
verðbólgumálin, þá dugar I raun
og veru ekki nein óskhyggja. Við
vitum þaö að enginn læknir sker
burtu magann aö öllu leyti úr
magasjúklingi. Hann reynir að
nema burt þær meinsemdir sem
hann telur sér fært að taka en
læknahitt. Og alveg á sama hátt
er með þennan sjúkdóm. Ég held
að það sé óskhyggja að gera ráð
fýrir öðru en að hjöðnun verð-
bólgu verði að eiga sér staö i
áföngum, þannig að það sé keppt
Gunnlaugur Finnsson
að vissu marki en þaö taki ekki
1-2 ár, þaö gæti jafnvel verið 3-4
ára markmið aö ná þvi takmarki,
að við séum á svipuðu stigi eins
og nálægar þjóðir.
Sundurleit sjónarmið
En svo að ég viki aftur að af-
stöunni til launþegasamtakanna
þá hljóta þar að vera býsna
sundurleit sjónarmiö. Eins og ég
gat um áöan þegar ég taldi upp
hver eru launþegasamtökin i
landinu i raun og veru, þá eru inn-
an þeirra vébanda bæði hátekju-
hópar og lágtekjumenn. Og viö
höfum heyrt það ekki sist i um-
ræðum um svokallað visitöluþak,
að þar eru skiptar skoðanir og
þess vegna hlýtur það að vera er-
fitt verk og kom raunar fram,
þegar átti aö leita til launþega-
samtakanna i heild, að þau gátu
ekki komið sér saman og þaö
þurfti helst að ræða fyrir hvern
hóp út af fyrir sig.
Ég held að það sé rétt lika að
minnast á það að hin vonda hægri
stjórn setti lög um láglaunabætur
og ég efast um, aö það hafi nokk-
ur reiknað með þvi að við með-
ferð áframhaldandi samninga við
launþegasamtökin mundu lág-
launabæturnar verka alla leið
upp i gegnum launaflokkana og
veröa til þess að laun þingmanna
hækkuðu. Aftur eru sett lög, lög
sem voru sprengd upp nú fýrir
eitthvað tveimur dögum eða svo
með kjaradómi ogviö stöndum nú
aftur frammi fyrir þvl að hlutur
láglaunastéttanna 1 landinu
verður miðaður viö óbreytt visi-
töluform og miðað við þá verð-
bólgu sem nú er i dag, hlýtur hlut-
ur þeirra enn að versna i þessari
samkeppni og þvi heröa á um, að
tökum verði náð á verðbólgunni.
Visitöludansinn
Miðað við hin sundurleitu
sjónarmið sem hljóta aö koma frá
launþegasamtökunum, þá hlýtur
rikisvaldið aö verða aö meta til
hvers það tekur tillit og hverju er
hafnað. Ég vil leyfa mér I þessu
sambandi að minna á það og kem
aðeins þá aftur að þvi sem sagt
var þegar talað var um samning-
ana í gildi að eitt af þeim árásar-
atriðum, sem voru mjög uppi
gagnvart fyrrv. rikisstj. flokkum
var sú hugmynd aö taka óbeinu
skattana út úr visitölunni. Ég
verð lika að vekja athygli á þvi að
þaðvar vegna samráðs við laun-
þegasamtökin, að þetta ákvæöi
var fellt út. En það var ekki metið
að neinu. Ég vil lika varpa fram
þeirri spurningu til þeirra, sem
að rikisstjórninni standa, hvort
þeirá liðnuhausti hefðu ekki haft
rýmri möguleika til þess að
ákvarða tekjur rikissjóðs fyrir
árið 1979 ef þetta ákvæði hefði
verið lögfest og komiö til fram-
kvæmda 1. jan. s.l. Ég vil varpa
þvi fram, hvort' þaö hefði ekki
einfaldað þann dans, sem stiginn
er, ekki aðeins af þessari rikis-
stjórn heldur af öllum rikisstjórn-
um, þann dans, sem stiginn er i
kringum visitölukerfiö. Alþýðu-
flokkur hafði lýst þvi yfir, aöhann
vildi jafnvel afnám beinna skatta.
Ætli þaðsé ekkiliðuri þviað hann
hefur horfið frá þvi að þaö var
þröngt um vik aö marka tekjur
rikissjóðs fyrir árið 1979, vegna
þess að þessi ákvæði voru ekki
gengin i' gildi.
Fáránlegur útreikning-
ur
Það væri út af fyrir sig langt
mál að tala um visitöluleikinn og
ég vil leyfa mér i þvi sambandi
aðeinsaðvekjaathygli á þvihér á
Alþingi aö eitt af þeim atriðum
sem nauðsynlegt er að endur-
skoða þar i' forsendum út-
reiknings fyrir visitöluna er þaö
að taka þar inn fleiri þætti heldur
en nákvæmlega það sem gerist
hér i Reykjavik. Mér hrýs t.d.
hugur við þvi að á sama tima og
setið er á hækkunum hitaveitu-
gjalda iReykjavik vegna visitölu
þá kemur ekki til svo mikið sem
brot af prósentuhækkun visitöl-
unnar eöa til hagsbóta launþeg-
um út um landiö vegna hækkunar
fyrir þá, sem kynda meö oliu. Ég
nefni þetta aðeins um eitt atriði i
þessu dæmi.
Ég vil leyfa mér I framhaldi af
þessu aö benda alþýðubanda-
lagsmönnum á það þar sem kem-
ur mjög fram, að þeir vilji standa
viö eða taka fullt tillit til afstöðu
launþegasamtakanna að eitt af
þvi sem kemur fram þar af hálfu
Alþýðusambands tslands er það
að þeir halda við það að óbinir
skattar verði ekki teknir út úr
visitölunni, en vilja gjarnan aö
beinir skattar veröi teknir inn i
hana. Ég hygg, að þeir geri sér
ljósa grein fyrir þvi að það er ekki
stætt á þvi aö hafa hluta af skatt-
tekjum rikisins bundnar vísitölu
en annan hluta utan við. Og það
kemur lika i veg fyrir þaö aö
stjórnvöld hverju sinni geti
markað ákveðna stefnu I skattá-
málum.
Ég vil benda á það að ef beinu
skattarnir verða nú lika teknir
inn i visitöluna, hvaða áhrif hefur
það ef við einföldum hlutinn fyrir
okkur. Það þýðir það bókstaflega
að ef samdráttur verður i rikis-
umsvifum, ef við drögum saman
félagslegar framkvæmdir og aö-
gerðir, hvað þýöir það,það þýðir
lækkun á kaupi. I hvert einasta
skipti sem samþykkt er fjárveit-
ing fyrir sjúkrahús,skóla eða dag-
heimili eða hvaða nöfnum sem
við nefnum það, þá erum við að
samþykkja hækkun á almennu
kaupi I landinu. Þetta tel ég vera
algerlega ófært.
Sjálfsskoðun nauðsynleg
Ég leyfi mér að benda á þessi
atriði og að siðustu þá vildi ég
segja það að mér finnst að sam-
starfsflokkar okkar i rikisstjórn
þurfi nú að framkvæma nokkra
sjálfsskoðun. Þar á ég nú ekki
við neina naflaskoðun en ég á þar
við að þeir þurfi raunar að kanna
þaö a.m.k. sumir aðilarnir þar.
hvort þeir kunni að hafa kok og
maga til þess að kyngja ýmsum
þeim stóryrðum sem fallið hafa á
milli þessara samstarfsflokka
okkar framsóknarmanna I rikis-
stjórná undanförnum dögum ogá
undanförnum vikum. Og ég vona
þaðsannarlega að þeir komist að
þeirri niðurstöðu að þeim veröi
það kleift og á þann veg stuðlað
að þvi, að þessir þrir flokkar sem
hafa það sameiginlegt að vera
félagshyggjuflokkar og vilja
koma fram mörgum félags-
hyggjus jónarm iðum og að-
gerðum, setjist við eitt borð og
stuðli að þvi að ýmis þau stefnu-
mál ái fram að ganga, sem
stjórnin hefur einsett sér að vinna
að.
í fótspor Khomeinis?
SS — ,,Þaö er sem mér finnist
við feta i fótspor manns sem
ræður rlkjum i tran og heitir
Ayatuliah Khomeini ef við sam-
þykkjum þessa breytingu”,
sagöi Bragi Nielsson (A) um
frumvarp Þorvaldar G.
Kristjánssonar (S) þess efnis að
fóstureyöingar vegna félags-
legra ástæöna veröi óheimilar.
Efnislega sagöi Bragi enn-
fremur:
,,Við getum ekki farið aftur I
timann. Við getum lagfært
okkar verk, en ég get ekki sam-
þykkt þetta.
Ef við samþykkjum þessa
breytingu, þá munu aftur koma
upp sögurnar um ólöglegar
fóstureyðingar. Þá munu aftur
koma upp sögurnar um dætur
efnaðri manna, sem fara til út-
landa til að láta gera þessa að-
gerð. Þá byrja læknar aftur að
ýkja og ljúga I skýrslum sinum
til landlæknis um andlegt
ástand viðkomandi til að fá að-
geröina heimilaða.
Ég veit mig sekan um að
svikja Hippókratesareiö meö
þvi að hjálpa til viö löglegar
fóstureyðingar. En ég sætti mig
við það vegna þess að ég lifi i
öðrum tima”.
nordÍíIende
nnnnnn
w-ií k-J L.J lj Lj
f~l n n n r3Uir!
nn n n n t
LITASJONVORPIN
mæla
með sér sjálf
sérstök vildarkjör
35% út
og restin á 6 mán.
BUÐIN
Skipholti 19sími 19800 — '