Tíminn - 27.03.1979, Side 24
HU
Sýrð eik er
sígild eign
► CiQC.il
TRÉSMIDJAN MEIDUR
SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822
Gagnkvæmt
tryggingafélag
Skipholti 19, R.
simi 29800, (5 linur)
Verzlið
buðTn1' sérverzlun með
litasjónvörp
og hljómtæki
Þriðjudagur 27. mars 1979 72. tölublað — 63. árgangur
GUÐMUNDUR J. GUDMUNDSSON:
Visitalan álíka
flókin og kjarn-
orkuvisindi
— „Varla nema um
50 manns hafa á
henni fullt
vald og skilning”
HEI — ,,Það er nú ekkert mark
sett, en ætli það megi ekki reikna
með að þetta næði til hinna al-
Guðmundur J. Guðmundur —
„Hvað mundu sólarlandaferðir
vega þungt i nýjum visitölu-
grundvelli? Ætli það yröi ekki að
setja sérstaka rfkisskrifstofu til
að haida verði þeirra niðri, svo
þær sprengdu ekki vísitöluna?”
mennu taxta frá 160-200 þús. á
mánuði. Annars er þessu öllu
haldið opnu” svaraði Guðmundur
J. Guðmundsson, þegar hann var
spuröur við hvaða mark væri
miðaö I hinni almennt oröuðu
ályktun Verkamannasambands-
ins um sérstaka launauppbót.
Það var auðheyrt á Guðmundi
að hann vildi hafa allan varann á.
Sumir vildu miða við 200 þús. aðr-
ir 210 eða 220 jafnvel 250 þús.eöa
eins og og Guðmundur sagði að ef
nefnd væri einhver gikkföst tala,
færu menn að rifast.
Að sögn Guðmundur er alhæsti
taxti Dagsbrúnar fyrir vinnu á
Blaðburðor
iólk óskast
Timann vantar fólk til
blaðburðar i eftirtalin
hverfi:
Hagamelur
Grenimelur
Bogahllö
Bólstaöahllö
SÍMI 86-300
stórum vinnuvélum, eftir mörg ár
og sérstakt þjálfunarnámskeið
rétt innan við 200 þús. kr.
En eins og hann sagði, eru
launataxtarnir orðnir slik voða-
leg flækja og margir þeirra af-
vegaleiddir duldir, og snúnir, að
erfitt væri við þetta að eiga.
Þá var Guðmundur spurður um
brennivins- og tóbaksvisitöluna,
sem mörgum gengur erfiðlega að
skilja.Hann kvað það algengan
misskilning að verkalýðshreyf-
ingin færi fram á að fá þessar
vörur inn i visitöluna,þvert á móti
vildi hún að þetta yrði alfarið tek-
ið út og kæmi hvergi nærri neinni
visitölu. En eðlilegt væri að fólk
skildi ekki allar þessar visitöl-
ur,sem væru orðnar alika flóknar
og kjarnorkuvisindi.
Varla nema um 50 manns I
þjóðfélaginu, hefðu á þessu fullt
vald og skilning og liklega ekki
helmingur alþingismanna.
Guðmundur setti upp einfaldað
dæmi á áhrifum brennivins og
tóbaksverðs á visitölu, með þvi að
það sé i visitölugrunninum, en
hækkun þessi sé ekki reiknuð inn
i. Ef við hugsuðum okkuð aðeins
10 liði inni i visitölunni og allir
mundu hækka um 20% áfengið
lika, hækkunin væri siðan lögð
saman og deilt i með 10, þá kæmi
ekki út nema 18% hækkun, vegna
þess að hækkun áfengis og tóbaks
vegur ekkert
Guðmundur sagðist þvi sam-
mála, að visitölugrunnurinn væri
rangur, vegna breyttra neyslu-
venja siðan 1974, en hins vegar
sagðist hann ekki viss um að nýr
grunnur yrði láglaunafólki hag-
stæðari. Hvað mundu t.d. sólar-
landaferðir vega þungt i visitölu-
grunni sem gerður yrði núna?
Um það hvort samningar
muni takast innan rikisstjórnar-
innar svaraði Guðmundur. „Þeir
eiga aðgeta njörvað þetta saman,
ef ekki væri fyrir eintóma
þrjósku. Þetta er orðið eins og
vitaspyrnukeppni, þar sem deilt
er um hvern staf, hvern punkt og
hverja kommu.”
íbúðarhús
brann
engu tókst að
bjarga
GP — ibúöarhúsiö að Vestur-
götu 21 á Akranesi brann i
gærmorgun er taliö ónýtt.
Húsið, sem gekk undir nafninu
Indriðastaöir, var tvilyft
timburhús, nálægt hálfrar
aldar gamalt.
Að sögn lögreglunnar á
Akranesi var tilkynnt um eld-
innkl. 7 i gærmorgun.en vakt
lýkur hjá þeim kl. 4:30 og
verðuraðhringja heim til lög-
reglumannanna eftir það.
Þegar á staöinn var komið var
húsið alelda og tók um tvo
tima að ráöa niðurlögum
eldsins. Plastklæöning á hús-
inu viö hliöina skemmdist og
einnig einangrun, og var
mesta mildi aö ekki fór verr,
en logn var þegar eldurinn
kom upp.
Nánast engu tókst að bjarga
úr húsinuogerþaðtalið ónýtt,
eins og áður sagöi.
Hafis úti fyrir Norðausturlandi I slðustu viku.
Timamynd Róbert.
Húsavfk:
FJÖGDR SKIP
FARIN AÐ HEIMAN
Þ.J. Húsavik — A föstudaginn var
Skjálfandaflói fullur af is eftir
þvi sem séð var úr landi. Helga-
fell, hið nýkeypta skip Skipa-
deildar SIS var þá á Húsavik og
algerlega inniiokað þar vegna
Issins. A laugardagsmorguninn
hafði á orðið mikil breyting. tsinn
var þá að mestu horfinn af innan-
verðum flóanum en nokkur
hundruð metra breiður Ishroði lá
þó enn fyrir höfninni. A ellefta
timanum á ' iaugardaginn fór
Helgafell frá bryggju og var um
þrjá fjórðu stundar að brjóta sér
leiö út á auðan sjó.
— vegna Iss
Margir Húsvlkingar fylgdust
með siglingu skipsins I gegnum
isinn-Frá Húsavik hélt Helgafell
til Blönduóss. Siðdegis á laugar-
daginn kom Litlafell til Húsavlk-
ur með oh'u og fór héðan aftur um
kvöldið til Akureyrar. A sunnu-
daginn var mjög bjart og fallegt
veður á Husavik og hafði þá enn
losnað dálítið um isinn viö landið.
Húsavikurbátar, sem átt höfðu
Bankarnir
netísjó þegar isinn lagði að, fóru
þá að leita þeirra. Þeir fundu
nokkuð af netunum, en nokkuð er
enn ófundið. Rauðinúpur, togari
Raufarhafnarbúa, kom til Húsa-
vikur á sunnudaginn, þar sem
hann komst ekki til heimahafnar
sinnar vegna issins. Fiskinum úr
honum verður ekið á bilum til
Raufarhafnar.
Þótt innanverður Skjálfandi sé
að mestu leyti fslaus þessa stund-
ina er mikill Is norður i flóanum.
Veður hefur aftur snúist til
norðanáttar og er mjög lfklegt að
meö henni komi isinn aftur inn i
flóann.
Húsavikurbátarnir Aron ÞH og
Kristbjörg ÞH fóru frá Húsavik
aðfaranótt sunnudagsins og eru
þá alls fjögur HUsavikurskip far-
in að heiman og verða gerð út frá
höfnum sunnan ogvestan lands á
meðan isinn liggur fyrir Norður-
landi.
snara
FI — „Þetta er óneitanlega
skerðing á þjónustu, en bankarnir
hafa verið gagnrýndir fyrir of
mikla eyðslusemi og þessar ráð-
stafanir eru m.a. svar við þeirri
gagnrýni”, sagði Jóhann Agústs-
son afgreiðslustjóri Landsbank-
ans I Austurstræti i samtali við
Timann, en Samband Isl. við-
skiptabanka og Samband isl.
sparisjóða hafa ákveðið að breyta
opnunartimum innlánsstofnana i
tveimur áföngum, 2. april n.k. og
1. sept.
Fyrri breytingin er léttvæg að
sögn Jóhanns, en þá veröa bankar
opnaðir kl. 9:15i stað 9:30 og jafn-
framt verður öllum afgreiðslu-
stöðum lokað i siðasta lagi kl.
18:00. Eftirvinna i útibúunum
styttist þar með um hálftima, en
þau hafa verið opin til kl. hálf sjö
siðdegis.
Siðari breytingin tekur gildi 1.
september og verður afgreiðslu-
timi allra innlánsstofnana þá
Aðalbreytingar
að vænta 1. sept.
samræmdur. Verður hann þá kl.
9:15-16:00 mánudaga til föstu-
daga. Auk þess munu flestar inn-
lánsstofnanir hafa siðdegisaf-
greiðslu opna á fimmtudögum kl.
17:00-18:00.
Jóhann sagðist ekki geta sagt
um hve mikill sparnaðurinn af
þessu nýja fyrir komulagi myndi
verða og hann sagöi eftirvinnu-
málin ófrágengin ennþá, en
bankamenn hafa fengið 13.
mánuðinn greiddan sem eftir-
vinnukaup. Nú, þegar vinnutim-
inn lengist hjá bankafólki t.d. I
gjaldeyrisdeildinni, má búast við
mikilli vinnu fram yfir venju-
legan tima, en þau mál eru sem
sagt ófrágengin enn.
Jóhann var ekki svo mjög
svartsýnn á að vinnan fram-
lengdist von úr viti, þrátt fyrir
lengingu vinnutimans. Bankarnir
tölvuvæddust óðum og flýtti það
mjög fyrir afgreiðslu.
Töluverður órói var I borginni
um helgina. Þessi árekstur
átti sér stað á Hringbrautinni
um kl. þrjú aöfaranótt sunnu-
dagsins. Bifreiðin á myndinni
ók á kyrrstæðan bil sem stóð
úti I kantinum. ökumaður bif-
rciðarinnar var fluttur á
slysadeild en báöir bilarnir
skemmdust það mikið að
flytja þurfti þá burtu með
kranabiL — Tímamynd GE.