Tíminn - 09.05.1979, Side 6

Tíminn - 09.05.1979, Side 6
6 Miðvikudagur 9. mai 1979 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigur&sson. Augiýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Si&umúla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar bla&amanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð I lausasölu kr. 150.00. Áskriftargjald kl. 3.000.00 — á mánuði. Bia&aprent Og það strax Getur það verið að Svavar Gestsson viðskipa- ráðherra ætli að fresta framkvæmd ákvæða efna- hagslaganna um banka, peningamál og raunvexti fram eftir öllu sumri? Getur það verið að forysta Alþýðubandalagsins ætli með þessu að koma i veg fyrir að unnt verði að taka föstum tökum á fjármagnsmarkaðinum i landinu nú þegar og áður en ný verðbólguskriða fellur á þjóðina? Getur það verið að enn eigi að lengja grið þeirra aðila sem ganga i fjármagn þjóðarinnar án þess að þurfa að greiða það i raunvirði aftur? Getur það verið að með slikum hætti eigi að halda áfram að ala þjóðarlikamann á þvi eiturlyfi sem sifelldar verðbólgusprautur eru, i stað þess að setja sjúklinginn á gjörgæslu? Það er alveg ljóst að framtið rikisstjórnarinnar og heill þjóðarinnar er undir þvi komin að tekið verði nú þegar fast um taumana. Það er ekki nóg að lita aðeins á launamálin, þvi að ástandið á fjár- magns- og lánamarkaðinum hefur úrslitaáhrif á framvindu efnahagsmálanna. Sigur yfir verðbólg- unni er ekki sist i þvi fólginn að skuldakóngar og braskarar komist að þvi fullkeyptu, i orðanna réttu og eiginlegu merkingu. Þessi rikisstjórn átti að verða rikisstjórn alþýðu og launafólks, en með þvi að fresta framkvæmd efnahagslaganna, að þvi er lýtur að vaxtamálum og verðtryggingu lánsfjár er verið að halda hlifi- skildi yfir þeim sem sist skyldi, um leið og fjár- magni er haldið frá hinum sem vilja nýta það til þjóðþrifa og eðlilegrar ávöxtunar. Með slikri frestun er jafnframt verið að slá á frest þvi stórkostlega umbótamáli sem er nýtt húsnæðislánakerfi, þar sem rauntryggð lán eru veitt til langs tima i samræmi við endingu hús- næðisins og afborganir verða með þeim hætti sem almenningur getur staðið undir. Það væri óskynsamlegt að binda allar vonir við peningalegar aðgerðir, þvi að meira þarf til. Að þvi leyti skjátlast hægrimönnum, bæði i þessu landi og öðrum, sem einblina á úrræði Miltons Friedmans ein saman. Hitt komast menn ekki hjá að viður- kenna að fjármagnsmarkaður, lánskjör og að- staða sparifjáreigenda eru forsendur eðlilegs ástands i efnahagslifinu, heilbrigðra atvinnuhátta og framfara i þjóðfélaginu. Ekki á þetta sist við um efnahagslif Islendinga, sem um árabil hefur einkennst af mikilli slagsiðu vegna verðbólgunnar. Nú þegar þrýstingurinn eykst stöðugt i efnahagslifinu með nýjum og nýj- um launakröfum, er það brýnna en nokkru sinni að taka ærlegt tak á fjármagns- og lánsfjármálunum i þvi skyni að hindra nýja holskeflu og tryggja að tekjur fólksins verði raunverulegur afrakstur en ekki falskur, upploginn kaupmáttur verðlausra seðlabunka. Af öllum ástæðum má framkvæmd efnahagslag- anna að þvi er snertir raunvexti og verðtryggingu ekki dragast lengur. Hafi viðskiptaráðherra ekki áttað sig á þessu stórmáli, verður að koma vitinu fyrir hann — og það strax. JS Tapa ísraelsmenn svo lokaorrustunni? ÞRÖUN mála I Mi&austurlönd- um frá þvi friöarvi&ræöur Egypta og ísraelsmanna hófust hefur veriö mjög hröö og miklar sviptingar oröiö i flestum lönd- unum þarna su&urfrá. Raunar má segja aö upphaf þessarar ólikindaþróunar sé aö rekja til októberstriösins 1973 og vopna- hiéssamninga Egypta og lsra- elsmanna fyrir milligöngu Henry Kissingers utanríkisráö- herra Bandarikjanna er undir- ritaöir voru 1975 og marka á flestan veg upphafiö aö þeirri atburöarás er leiddi til friöar- samninganna sem nýlega hafa veriö undirritaöir. En enda þótt svo eigi aö háta, a& stri&sástandi milli Israels og Egyptalands, sem varaö hefur i 30 ár, sé nú lokiö, er ekki þar meö sagt aö Israelsriki þurfi ekki lengur aö óttast Arabaþjóö- irnar, sem raunar aldrei féllust á þá ákvöröun Sameinuöu þjóö- anna aö úthluta Gyöingum land- skika i Palestinu né stofnun ísraelsrikis 14. mai 1948. En stö&ug barátta Arabaþjó&anna hefur raunar skilað þeim lengra aftur á bak en fram á veginn, þvi I upphafi var Gyöingum aö- eins úthlutaö 5500 fermilum lands, sem þeir hafa si&an margfaldaö i átökum sinum viö Arabaþjóðirnar. Aftur hefur friðarsamningurinn viö Egypta- land þaö i för meö sér aö Isra- elsmenn afhenda þeim stóran hluta þessa unna landsvæöis á nýjan leik. En Israelsmenn eru- aftur á móti ófáanlegir til aö viöurkenna riki Palestinu- manna viö landamæri sin og viö svo búiö geta þeir ekki vænst friöar af Arabaþjóðunum. Meö friöarsamningum viö Egypta hafa Israelsmenn þó unniö þaö að mesta herveldiö meöal Arabaþjóöa er væntan- lega úr leik sem árásaraöili gegn Israelsriki, en þaö er aö sjálfsögöu Egyptaland. En þaö sem gert hefur Arabaþjóðunum erfitt um vik viö aö vinna sigra á Israel hefur löngum veriö illa samhentur herafli, samgöngu- leysi vegna vanþróunar og illa búnir herir. 1 októberstrföinu, hinum siöustu stóru átökum milli Arabaþjóðanna og ísraels, var þó greinilegar framfarir aö merkja i striöshæfni Arabaþjóö- anna, og siðan þá hefur oliuauö- urinn og miklar veröhækkanir á oliu gert Arabaþjóöunum enn betur kleift að búa sig til átaka. En þar vegur þó á móti, aö meö aukinni velmegun þegnanna samtimis kann aö veröa erfiö- ara aö etja þeim út i striö sem háö er fyrir „bræöur” þeirra fremur en þá sjálfa. En sú þróun sem augljós hefur veriö frá þvi Egyptar gengu til vopnahléssamninga 1975, er siöan hafa leitt til friö- ISRAEL. OAMASCUS israei og nágrannarlkin. Dökka svæ&iö er vesturbakki Jórdan. arsamninga og siaukinnar ein- angrunar Egypta, er á hinn bóg- inn stööugt vaxandi frumkvæöi Sýrlendinga I herbúöum Araba. Og nú er svo komiö aö hugmynd um sameiginlegan her Araba- rikja til striösreksturs gagnvart Israel er ekki lengur ólikleg hugsjón, heldur er svo aö sjá, aö likurnar á aö henni veröi hrint i framkvæmd vaxi meö hverjum deginum. Raunar má þó telja næsta liklegt aö Sadat sé van- trúaöri miklu á framkvæmd þessa heldur en nokkurn tima Begin. Af ýmsum sögulegum ástæö- um var sambúö Sýrlendinga viö flestar aðrar Arabaþjóöir fyrr á árum oftast mjög stirö, en sföan Sadat geröi vopnahléssamning- inn 1975 hafa Sýrlendingar beitt sér mjög fyrir þvi aö bæta sam-. búö sina viö Arabarikin meö sameiginlega baráttu viö Israel i huga og hefur þeim farnast vel á þessari braut. Fyrst var leitaö samstarfs viö Jórdani og Liban- on og má heita mjög liklegt aö svo snemmbornar aögeröir Sýr- lendinga hafi mjög stuölaö aö þvi aö hvorki ísraelsmönnum, Egyptum né Bandarikjamönn- um hefur tekiö aö fá Libanon, Jórdaniu eöa önnur „frjals- lynd” Arabariki til samninga- viöræðna né viöurkenningar á þeim. Samt stiga Jórdanir ennþá I vænginn viö báöa aöila og Sýr- lendingar hafa lika rekiö sig á aö frá Líbanon er meira a& vænta vandamála en styrks I viöleitni þeirra, og hafa Israels- menn meira aö segja komiö svo vel ár sinni fyrir borö I þeim staö, aö hershöföingi, þeim mjög hliöhollur, hefur lýst yfir frjálsu og sjálfstæöu Libanon i suöurhluta landsins meöfram landamærum Israels. Hentugri stuöpööa gætu Israelsmenn varla óskaö sér. En biölun ísra- elsmanna til stjórnarinnar I Beiut ber hins vegar engan ár- angur, enda þar viö múslima aö eiga og ekki kristna hægrimenn. Sýrlenskt gæsluliö er auk þess fjölmennt i landinu sem þó ork- ar tvimælis fyrir Sýrlendinga, þar sem þeir geta ekki notaö sömu hermennina á tveimur stööiun I einu og þessi her nýtist ekki viö landamæri Sýrlands og lsraels þar sem Sýrlendingar hafa I hyggju aö koma upp mikl- um sameiginlegum her Araba- rikja. En af þvi stuöningur Jórdaniu og Libanons var ekki nógur gengu Sýrlendingar til samn- inga viö erkióvininn, Irak. Þeir samningar gengu svo vel, aö löndin tvö vinna nú aö samein- ingu og fyrst og fremst samein- uðum herafla. Og til að her&a enn á þróun- inni hefur þaö gerst á þessu ári, aö frjálslynd riki á borö viö Saudi-Arablu og Kuwait hafa tekið sér stööu meö stefnu Sýr- lendinga en gefiö Egyptaland upp á bátinn. Ennfremur hefúr Palestinuaröbum bætst nýr liös- maður lengra f-austri sem er íran undir stjórn herskárra múslima. Má raunar fullyröa, aö Arabaþjóöirnar hafa aldrei sta&i&eins samhuga gegn hags- munum Israels, a& Egyptalandi undanskildu, eins og einmitt núna, hvaö svo sem veröur. Missir Egyptalands úr her- búöunum skiptir þó miklu þó þess beri jafnframt aö gæta aö samanlagöur herstyrkur áður- nefndra rikja er miklu meiri en herstyrkur Arabarikjanna sam- anlagöur (ásamt Egyptalandi) var I októberstriöinu. Þessi riki ráöa nú yfir mjög fuilkomnum vopnum frá Sovétrikjunum, Bandarikjunum og Frakklandi. Einkum hefur flughers- og skriðdrekabúnaöur þeirra eflst stórlega og stórbættar sam- göngur milli landanna og innan þeirra bæta hernaöarstööu þeirra margfalt, gefa kost á stórauknum hreyfanleika og hraða. Má segja, að dæmiö hafi alveg snúist viö frá þvi I októ- berstriöinu er Israelsmenn unnu sigur á fullkomnum vopnabúnaöi sinum, hraöa og hreyfanleika. Nú hefur aftur þrengt verulega aö þeim er þeir hafa skilaö Sinaiskaganum, og i striöi kynnu þeir aö verða aö beita herafla sinum á mjög litlu svæöi sem tvimælalaust væri Arabarikjunum I hag, en strax á landamærum Israels og Sýrlands eru þau komin i fyrir- taks skotfæri viö þéttbýlustu svæði ísraels. En hvaö sem veröur hafa ísraelsmenn vissulega ástæ&ur til aö ugga aö sér. —KEJ Sýrlenskt gæsluliö i Beirut I Libanon.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.