Tíminn - 11.05.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.05.1979, Blaðsíða 6
l'll'l Hili Föstudagur IX. mal 1979 Ctgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigur&sson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Si&umóla 15. Sfmi 86300. — Kvöldsimar bla&amanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Ver& i lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kl. 3.000.00 — á mánu&i. Bla&aprent Öfugsnúíð hugarfar 1 leiðara Þjóðviljans sl. þriðjudag varð misskiln- ingur á einu orði tilefni til furðulegs heilaspuna um samvinnuhreyfinguna, fyrirtæki samvinnumanna og forstöðumenn þeirra. Yfir þessu eina orði steypir leiðarahöfundur Þjóðviljans sér ofboðslegan koll- hnis með tilheyrandi gauragangi. Þetta eina orð er „einkaabilar”, sem Vilhjálmur Jónsson forstjóri bar sér i munn i sjónvarpsþætti i liðinni viku. Þetta orð hentar leiðarahöfundi Þjóð- viljans að skilja á þann veg að aðeins sé átt við persónuleg einkafyrirtæki einstakra auðmanna, og hleypur svo i hringi um sjálfan sig yfir þeirri furðu að forstjóri fyrirtækis i eigu samvinnuhreyfingar- innar skuli telja „einkaaðila” betur færa um atvinnurekstur en rikisvaldið. Misskilningur Þjóðviljans er fáránlegur og óþarf- ur. Rangtúlkun blaðsins er gagnsæ og kemur þvi fyrir ekki. Þegar talað er um rekstrarform hefur það um langa stund tiðkast að tala um opinbera að- ila annars vegar og einkaaðila hins vegar, og er þá átt við hvers konar aðila aðra en hið opinbera. Er þá átt við samvinnufélög og annað félagslegt framtak, einkafyrirtæki, fjölskyldurekstur, hlutafélög, sameignarfélög og sjálfseignarstofnanir hverju nafni sem nefnast. Það hefur alla tið verið afstaða samvinnumanna um allan heim, að atvinnureksturinn eigi að vera i höndum fólksins sjálfs i frjálsum samtökum þess, en ekki i höndum embættismanna eða stjórnmála- manna rikisins. Það hefur einnig verið afstaða samvinnumanna, að eðlilegast sé að samvinnu- fyrirtækin starfi við hlið — og ekki sist i samkeppni við fyrirtæki annarra einkaaðila á jafnréttisgrund- velli. Hér á landi tengjast samvinnufyrirtækin bein- linis mjög einkarekstri bændanna i landbúnaðinum, og ætti það dæmi að nægja til skýringar. Hins vegar sýnir þessi fráleita rangtúlkun Þjóð- viljans þann ásetning blaðsins að rægja atvinnu- reksturinn og um fram allt samvinnufyrirtækin i landinu, þá löngun að sá illgresi tortryggni og úlfúð- ar i þjóðfélaginu, og það hugarfar að grafa beri undan vinnuvilja fólksins og áhuga þess á virkri þátttöku i atvinnufyrirtækjunum. Þessi rangtúlkun sýnir ekki siður, að i þessum herbúðum er hvert tækifæri notað til að sækja gegn frjálsu atvinnulifi en auka hvers kyns rikisihlutun um alla hluti. Er þá ekki sist hamast að hinu frjálsa félagaframtaki i þvi skyni að greiða veginn til alræðis. Áróðursaðferðirnar má enn fremur lesa á siðum Þjóðviljans i ótrúlegum skrifum Lúðviks Jóseps- sonar um þessar mundir. Og þá er ekki siður lærdómsrikt að hlusta á ráðherra Alþýðubanda- lagsins, sem tala hvað mest um kjör launafólks, en standa svo i þvi dag frá degi að knýja fram hækkan- ir á þjónustu opinberra stofnana. Almenningur hef- ur orðið áþreifanlega var við áhuga þessara manna á þvi að halda i við verðhækkanir nú að undan förnu. Lægst leggst þó Þjóðviljinn þegar hann fer fá- heyrðum og yfirgengilegum rógi um þá menn persónulega sem vinna við fyrirtæki samvinnu- manna og veita þeim forstöðu. Sá skætingur er satt að segja með öllu óskiljanlegur, en leiðari Þjóðvilj- ans sl. þriðjudag var enn eitt dæmið um þetta öfug- snúna hugarfar. JS 35 stunda vinnuvika nú í Efnahagsbandalagslöndum — „Minni vinna, allir vinna” A sama tíma og vi& lslendingar höfum mestan höfuöverk af óöaver&bólgunni.stafa vandræöi flestra Efnahagsbandalagsrikj- anna i Evrópu einkum af at- vinnuleysi. Þar er og veriö a& ræöa þá leiö Ut Ur vandanum aö stytta vinnuvikuna og skapa þar meö atvinnutækifæri handa fleirum. A vettvangi Efnahags- bandalagsins kemur aö sjálf- sögöu sU spurning efst upp i hugann af þessu tilefni og mest er um þaö deilt hvort vikulaunin eigi aö lækka viö þessar aögerö- ir. Og i hinum einstöku löndum Efnahagsbandalagsins stendur einnig mikil umræða um þessi mál og fær hUn þar á sig sterk- ari blæ kjarabaráttu en á hinum viröulegu sölum höfuöstööva Efnahagsbandalagsins i Bruss- el og vlðar. Slagorö kjarabar- áttunnar á ttaliu um þessar mundir er til dæmis: „Minni vinna, allir vinna”. í V-þýskalandi fóru stáliönaö- armenn I langt verkfall i vetur til aö bera kröfuna um 35 stunda vinnuviku fram til sigurs en töp- uðuorrustunni þeirri. Hins veg- ar hefur kanslari V-Þýskalands, Helmut Schmidt, lýst þvi yfir, að 35stunda vinnuvikan komi en meðgöngutiminn sé ekki li&inn. Meö nýrri stjórn Wilfried Martens I Belglu er þaö oröin stjórnarstefna þar í landi aö 36 stunda vinnuvika veröi tekin upp fyrir áriö 1981. Ljóster, aö baráttan er rétt a&- byr ja og að máliö veröur ofar- lega á baugi á næstunni, ekki sist á vettvangi Efnahags- bandalagsins. Sérfræöingr þess segja, aö sty ttri vinnuvika til að draga ttr atvinnuleysi sé næst besta lausnin og viðurkenna jafnframt, aö besta lausnin aö þeirra mati, þaö er aö segja aukiö framboö atvinnutæki- færa, sé alls ekki i sjónmáli og veröi þaö óliklega. Þeir gera ekki ráö fyrir nema i mesta lagi 3,5% árlegum hagvexti i löndum bandalagsins á næstu árum og ekki meiri hagvöxtur geti meö engu móti haldið i viö mann- fjölgunina auk þess aö ganga á skara hinna atvinnulausu sem nú telur aö minnsta kosti 6 milljónir i löndum Efnahags- bandalagsins. Með þessu eru raunar sérfræöingarnir aö segja, aö meö sömu tekjuskipt- ingu veröi fremur aö gera ráö fyrir minnkandi velmegun en aö kaupmáttur vaxi i náinni fram- tiö. Flestir sérfræöingar Efna- hagsbandalagsins eru þó and- vi’gir hugmyndinni um styttri vinnuviku og óttast aö afleiöing- ar hennar verði enn til aö skerða kjör alls þorra vinnandi fólks. Benda þeir á aö iönaöur I lönd- um Efnahagsbandalagsins skili aöeins um 80% fullrar afkasta- getu sinnar og mestar likur séu á þvi aö stytt vinnuvika myndi f Evrópuþing Efnahagsbandalagsins. aðeins hvetja atvinnurekendur til aöná betrinýtingu í stað þess aö ráöa til sin fleira starfsfólk. Og þaö sem verra er, segja sér- fræöingarnir, væri gengiö að kröfum launþeganna um sömu laun fyrir styttri vinnuviku mundi framleiöslugetan minnka en vöruverö hækka og þar meö væri hjól verðbólgu- þróunarinnarkomiö á fulla ferö á nýjan leik. Þessar röksemdir hrina þó ekki á verkalýðsfélögunum flestum hverjum, en hitt er jafnvist, aö þeir sem hafa vinnu eru ekki nærri allir ginnkeyptir fyrir hugmyndinni um styttri vinnuviku. Þá grunar aö sjálf- sögöu, að erfitt yröi aö halda sömu launum fyrir 35 stundir á viku og fyrir 40 stundir á viku sem nú er almenn regla. Aður hefur veriö greint frá þessari stefnu belgisku stjórn- arinnar aö keppa aö 36 stunda vinnuviku fyrir áriö 1981 og eru umræöur atvinnurekenda og verkalýösfélaga einmitt að hef j- ast um þau mál. En hin mánaö- argamla stjórn Belgiu hefur þegar rekið sig á stóran þröskuld á leiöinni, sem er aö launþegar i Belgiu, þaö er aö segja þeir sem þegar hafa vinnu, eru hugmyndinni al- mennt fjandsamlegir. Þar og I fleiri löndum Evrópu er þegar fariö aö ræöa um málamiölun- artillögur og til dæmis er 38 stunda vinnuvika aö veröa regla I V-Þýskalandi, þó farin hafi verið önnur leið en sú aö stytta hverja vinnuvikuum 2 stundir. 1 áðurgreindu verkfalli stáliðnaö- armanna i V-Þýskalandi nú i vetur mun ofmælt aö þeir hafi tapaö orrustunni. Þeir fengu að visu ekki 35 stunda vinnuviku viöurkennda, en þess i staö 6 vikna orlof, sem i raun gefúr 38 stunda vinnuviku á ársgrund- velli þegar orlofsbótinni er deilt niöur á vinnuvikurársins. Hefur þessi regla siöan veriö tekin upp i kjarásamninga hjá fjölmörg- um öörum launþegum V-Þýska- lands. En enda þótt stjórnir verka- lýösfélaga séu almennt harö- skeyttar f baráttunni fyrir styttri vinnuviku, þrátt fyrir stundum takmarka&an stuöning og jafnvel fjandskap launþeg- anna, eru þó ófáir verkalýös- leiötogar I löndum Efnahags- bandalagsins sem beinlinis og opinberlega hafa mælt á móti þessari baráttu. Og sums staöar háttar svo til, eins og til dæmis I Bretlandi, aö verkalýösleiötog- ar hafa ekki tima til aö sinna baráttu fyrir 35 stunda vinnu- viku þar sem þeir eru enn mjög uppteknir af þvíað berjast fyrir almennum launahækkunum. En baráttan mun enn standa og rökin meö og á móti veröa varla tiunduö. Einn af leiðandi vinstrisinnuöum hagfræöingum á Italiu, Paolo Sylos-Labini, er til dæmis andvigur styttri vinnuviku vegna þess sem hann kallar „dulið atvinnuleysi”. Segir hann, aö á Italiu hafi I rauninni fleiri atvinnu en mark- aöurinn ræöur við, og yrði enn bætt á þennan f jölda, myndi al- menningur meö einhverju móti veröa aö borga brúsann. A sama hátt mættu Islendingar vist hyggja aö þvi hverjir borga yfirvinnuna sé gengið út frá þvi a& „dulbúiö atvinnuleysi” sé til staöar hér á landi ekki siöur en á Italiu. Verkamenn I Frakklandi hlaupa heimleiöis viö vaktaskiptin.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.