Tíminn - 11.05.1979, Blaðsíða 15

Tíminn - 11.05.1979, Blaðsíða 15
Föstudagur 11. mat 1979 ('('l ll( l( ll 1(11 15 oooooooo Bikarúrslitaleikurinn á Wembley: Brady vill kveðja Arsenal með sigri [ — og Gordon McQueen hjá Manch.United segir að nú sé hans tími runninn upp — Nú er komið að mér að hrósa sigri eftir bikarúr- slitaleik/ sagði Gordon McQueen, skoski landsliðsmið- vörðurinn hjá Manchester United, sem mætir Arsenal íbikarúrslitaleiknum á Wembley á morgun. McQueen hefur hingað til verið óheppinn í sambandi við bikar- úrslitaleikí — hann var meiddur og gat ekki leikið með Leeds gegn Sunderland 1973 á Wembley, þegar Leeds tapaði óvænt 0:1. Stuttu síðar kom hann inn á sem varamaður i úrslitaleik Evrópukeppni bikarhafa í Aþenu í Grikklandi, þar sem Leeds tapaði 0:1 og hann var í leikbanni þegar Leeds lék úrslitaleík Evrópu- keppni meistaraliða 1975, en þá tapaði Leeds einnig 0:2. — Ég mun leggja mig allan fram i leiknum gegn Arsenal fyrir áhangendur United, sem eru stórkostlegir. Ég er á- kveðinn að gera laugardaginn 12. mai 1979 að degi Gordon Mc- Queen — það getur fólk lagt á minnið, sagði hinn sterki mið- vörður. Þegar McQueen var spurður um Arsenal, sagði hann: „Við vitum allir, að „Chippy” Brady er stórhættulegur og frábær knattspyrnumaður. Þegar hann nær sér á strik, leikur Arsenal mjög góða knattspyrnu og þá er erfitt að leika gegn leikmönnum liðsins. i Vörn Arsenal með þá David O’Leary og Willie Young er mjög öflug. Já, allir leikmenn Arsenal eru mjög góðir. Þó er einn leikmaöur sem ég hræðist mest — Alan Sunderland sem má aldrei fá að leika lausum hala, þá er búið að bjóða hætt- unni heim”. Vil kveðja með sigri Liam Brady, hinn frábæri miðvallarspilari Arsenal, lét hafa það eftir sér, að hann vilji kveðja Arsenal með sigri. Brady leikur að öllum likindum sinn slðasta leik með Arsenal á Wembley, þar sem hann hefur fengiö nokkur tilboð frá liðum I V-Þýskalandi og Spáni og hann hefur hug á að taká einhverju þeirra. —-Ég reikna þó ekki með að fara frá Arsenal, ef ég fæ ekki viöunandi tilboð, sagði Brady, sem sagðist litinn áhuga hafa á að leika með öðrum lið- um I Englandi — eins og Liver- pool, Everton eða Manchester United. — Það var algjör martröð þegar við töpuöum fyrir Ipswich á Wembley I fyrra og ég var þá niðurbrotinn leikmaður inni I búningsklefa á efíir. — Þá kom Terry Neill (framkvæmdastjóri Arsenal til min og hughreysti mig — hann sagði þá við mig: „Ekki láta hugfallast, við kom- um hingaö aftur næsta ár”. Nú erum viö komnir aftur á Wemb- ley — og við erum ákveðnir að láta sömu söguna ekki endur- taka sig. Við vitum að Man- chester United er gott liö, sem leikur opna knattspyrnu, eins og viö — við mætum til leiks til að sigra, og ég get lofað þvi aö úr- slitaleikurinn verður mjög góð- ur, sagöi Brady. Stóra spurningin er — hvort verður þaö United eða Arsenal, GORDON McQUEEN... hinn sterki miövörður Man.Utd. sem hampa bikarnum eftir leik- inn. Flestir hallast að þvi, að það verði Liam Brady og félag- ar sem taka á móti bikarnum — og hinn 23 ára Brady taki þá við lyklinum, sem kóngur knatt- spyrnunnar I Englandi. Þess má geta, að 9 leikmenn Arsenal, sem léku gegn Ipswich I fyrra, leika gegn United á morgun. Brian Talbot, maður- inn sem skóp sigur Ipswich þá, leikur nú með Arsenal og óneit- anlega væri það skemmtilegt ef hann leiddi nú Arsenal til sig- urs. Með þvi myndi hann brjóta blað i sögu bikarúrslitaleikja i Englandi. —sos LIAM BRADY... hinn frábæri miðvallarspilari Arsenal. Blikarnir mæta Selfossi — I fyrsta leik íslandsmótsins I kvöld Fyrsti leikur Islandsmótsins i knattspyrnu fer fram á grasvell- inum i Kópavogi I kvöld kl. 20 — þá mæta Blikarnir liði Selfoss. Breiöabliksliðið, undir stjórn Jóns Hermannssonar, hefur stað- ið sig mjög vel að undanförnu — leikmenn liðsins eru flestir mjög ungir og efnilegir knattspyrnu- menn. Það má búast við að Breiðablik ogFH komi til með aö berjastum 1. deildarsæti i sumar. „Opiö hús” að Hliðarenda Valur 68 SIGURÐUR DAGSSON... kominn á fulla ferð. Siggi Dags. á fulla ferð klæðist hann aftur Valspeysunni f 1. deild? Sigurður Dagsson, fyrrum landsliðsmarkvöröur úr Val i knattspyrnu, hefur nú tekið fram skóna að nýju eftir eins árs qarveruaf knattspyrnuvell- inum. Siguröur, sem hefur æft vel aö undanförnu, mun aö öll- um likindum veröa varamark- vöröur Valsliösins i byrjun 1. deildarkeppninnar, þar sem Sigurður Haraldsson á við meiösli að striða — hann meiddi sig á fæti í leik gegn Keflavik fyrir stuttu I Meistarakeppni KSL Nú I vikunni tóku þessi meiðsli sig upp á æfingu. Sigurður mun þvi þurfa að taka sér fri frá æfingum fyrst um sinn — 3-4 vikur, en á meðan mun hinn efhilegi 20 ára Guð- mundur Asgeirsson ver ja mark Valsmanna og gamla kempan Sigurður Dagsson mun veröa varamarkvörður, en hr.nn hefur staðið sig vel með 1. flokki Vals að undanförnu i Reykjavikur- mótinu. -SOS DEILDAKEPPNIN í BADMINT0N — I Laugardagshöllinni um næstu helgi Hin árlega deildakeppni Badmintonsambands tslands verður um helgina I Laugardals- höllinni. Hefst keppnin með setningarathöfn kl. 10 á laugar- dagsmorgun, en á sunnudag lýk- ur keppninni með verðlaunaaf- hendingu. Þátttakendum er skipt I tvær deildir. í fyrstu deild eru KR, ÍA, Valur og þrjú lið frá TBR. Tennis- og badmintonfélag Reykjavikur hefur ávaUt sigrað hingað til, og við þvi er lika búist að svo verði raunin á núna, en allt getur gerst i badminton. Til dæmis má geta þess að liðsskipan þeirra TBR-inga er með þvi móti að Jóhann Kjartansson, Kristin Magnúsdóttir og Kristin Berglind eru í A-liði TBR, Sigfús Ægir Arnason Sigurður Kolbeinsson, Lovisa Sigurðardóttir og Hanna Lára Pálsdóttir eru I B-liði, og Broddi Kristjánsson og Haraldur Korneliusson i C-liði. Þetta er til þess að gera keppnina jafnari og meira spennandi. 1 annarri deild keppa Gerpla, Badmintonfélag Hafnarfjarðar, Tennis- og badmintonfélag Vest- mannaeyja, B-lið KR og D-lið TBR. Þar er aldeilis óvist hver sigrar. Deildakeppni BSÍ hefur hingað til verið eitt alfjölmennasta bad. mintonmótiðá hverjum vetri. S.l. haust var reglum keppninnar breytt. Liðin hafa verið minnkuö úr 10 manns f 6. Einnig er keppnin haldin um eina helgi, i stað þess að henni var dreift um hálfan vet- urinn áður. Þetta er gert til þess að auðvelda minni félögunum þátttöku ogtil að einfalda skipu- lagningu keppninnar I heild. ára í dag Knattspyrnufélagið Valur er 68 • ára I dag 11. mai I tiiefni dagsins verður „opið hús” að Hlföarenda kl. 15-17. Allir félagar og velunn- arar félagsins eru velkomnir að mæta og rabba yfir kaffisopa. Timinn óskar Valsmönnum til hamingju með daginn. Hver tryggir sér sigur? — Knattspyrnumót milli trygginga- félaga i kvöld t kvöld gengst Brunabótafélag ts- lands fyrir innanhússknatt- spyrnumóti milli tryggingafélag- anna, Keppt verður I Iþróttahús- inu Ásgarði Garðabæ og hefst keppnin kl. 20.00. Sex liö taka þátt I keppninni, Brunabótafélag ts- lands, Tryggingamiðstöðin, Al- mennar Tryggingar, Ábyrgð, Samvinnutryggingar og Trygg- ing. Búast má við harðri keppni og spennandi. Keppt veröur um veglegan bikar til eignar, sem gefinn er af Brunabótafélagi ts- lands.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.