Tíminn - 06.06.1979, Blaðsíða 6

Tíminn - 06.06.1979, Blaðsíða 6
6 Miðvikudagur 6, júni, 1979 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Jóhann H. Jónsson. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og auglýsingar Siðumúla 15. Sfmi 86300. — Kvöidsimar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir ki. 20.00: 86387. Verð I lausasölu kr. 150.00. Askriftargjald kl. 3.000.00 — á mánuði. Blaðaprent Fleira en krónurnar Um fátt er nú meira talað manna á meðal en þær vinnudeilur sem geisað hafa siðustu vikur og standa enn. Ef til vill má segja að almenningur hafi ekki orðið verulega var við verkföllin enn sem komið er, en hjá þvi getur ekki farið að þau komi alvarlega við allan almenning i daglegu lifi ef ekki nást samningar innan tiðar. Segja mætti að það séu nægilegir örðugleikar á þvi að ná samningum i þeim deilum farmanna og mjólkurfræðinga sem þegar eru hafnar, þó að það bætist ekki við að svo að segja allir kjarasamning- ar i landinu eru lausir og hafa verið það um óvenjulega langan tima. Þetta er þó staðreyndin sem stjórnvöld og allur almenningur standa frammi fyrir. Það sem er að gerast er með öðrum orðum það, að i skugga farmanna- og mjólkurfræðingadeiln- anna eru gervöll kjaramálin i landinu i athugun og kröfugerð hagsmunasamtakanna i mótun. Við- brögð vinnuveitenda i þeim deilum sem nú standa verða ekki skilin réttilega nema þetta sé haft i huga, þvi að hvaða afstöðu svo sem menn taka til málstaðar vinnuveitenda þá er það rétt metið að niðurstaða deilnanna sem nú standa mun hafa mótandi áhrif á áframhaldið. Þvi miður er það svo að i verkföllum verða ein- att út undan margvisleg hagsmunamál launþeg- anna vegna þeirrar áherslu sem lögð er á kröfur um hækkaða krónutölu i kaupi. Með þessu er alls ekki verið að halda þvi fram að kaupkröfur séu litils virði enda þótt þær hafi ekki reynst varan- legar kjarabætur á undan förnum árum. En það eru ýmisleg önnur hagsmunamál sem ástæða er til að ætla að hafi setið á hakanum allt of oft og allt of lengi i hita krónutöluslagsins. Eitt þessara mála eru öryggi og hollustuhættir á vinnustöðum. Nú i vor urðu alvarleg vinnuslys til þess að vekja menn rækilega til umhugsunar um það hve mikilvægt þetta svið er. Það fer auðvitað ekki á milli mála að litið er unnið við það að knýja fram kauphækkanir ef þær verða aðeins til þess að vinnuhraðinn verður svo óskaplegur að menn geta ekki gætt sin við störfin eins og skyldi. Annað atriði sem mun valda hreinum um- skiptum i islensku þjóðlifi, ef það nær fram að ganga er ný tilhögun og skipulagning vinnutim- ans i þvi skyni að stytta vinnudag fólksins, greiða fyrir sveigjanlegum vinnutima, gera fólki auðveldara að helga heimili sinu meiri tima en verið hefur og til þess að fjölga tómstundum fólks- ins. Af slikri breytingu atvinnuhátta mun leiða meiri og heillavænlegri breytingu i islensku þjóðlifi, félagslifi og menningarlifi en menn geta gert sér grein fyrir nú. Það er varla nokkur vafi á þvi að þetta er eitthvert hið stærsta hagsmunamál laun- þeganna en jafnframt sameiginlegur hagur allrar þjóðarinnar. Það er ærin ástæða til þess að itreka mál sem þetta nú þegar fram undan eru ákvarðanir um flestalla kjarasamninga i landinu. JS Erlent yfirlit Clark virðist vera gætinn íhaldsmaður Gerald Ford er fyrirmynd hans Clark og kona hans, Maureen McTeer JOE CLARK, hinn nýi for- sætisráöherra Kanada, náöi þvi aö veröa forsætisráöherra áöur en hann varö fertugur. Hann varö forsætisráöherra í fyrra- dag, en átti fertugsafmæli i gær, 5. júni. Hann er yngsti maöur- inn, sem veröur forsætis- ráWierra I Kanada. Þegar Joe Clark var kosinn formaður Ihaldsflokksins á þingi hans fyrir þremur árum, mátti heita aö hann væri óþekktur i Kanada og blöðin vörpuðu þvifram spurningunni: Hvaöa Jói? (Joe who?) Þetta reyndi hannlika aö hagnýta sér ikosningabaráttunnimeö þviaö gefa út bækling, þar sem hann var kynntuijen heiti bæklingsins var: What’sajoeclark? (Hvaö er Joe Clark?) En þrátt fyrir bæklinginn og þrátt fyrir aö Clark sé búinn að vera for- maöur ihaldsflokksins i þrjú ár, geta Kanadamenn enn litla grein gert sér fyrir þvi, hvernig hann muni reynast sem for- sætisráöherra. Joe Clark hefur lýst yfir þvi að hann ætli sér ekki neinar stórbreytingar. Utanrikisstefn- an muni veröa I höfuödráttum óbreytt. 1 innanlandsmálum veröi ekki nein bylting. Reynt veröi aö þoka veröbólgunni úr 9.8%, eins og hún er nú, niður I 5% á næstu fimm árum og at- vinnuleysinu úr 7.815.5%. Stefnt veröi aö 3-5.2% hagvexti. Til þess aö ná þessu marki veröi m.a. beitt skattalækkunum, en i hófi. Mikil áherzla veröi lögö á, aö næsti áratugur einkennist af aögeröum iorkumálum og veröi jöfnum höndum stefnt aö þvi aö auka orkuframleiöslu og orku- sparnaö. Reynt veröi meö öllum ráöum öörum en valdbeitingu aö koma i veg fyrir að Quebec segisigúr lögum viö önnur fylki Kanada. STJORN CLARKS, sem tók viö völdum i fyrradag er minni- hlutastjórn. A þingi Kanada eiga sæti 282 þingmenn. Af þeim hefur ihaldsflokkurinn 136 og vantar þvi sex þingmenn til aö hafa meirihluta. Frjálslyndi flokkurinn hefur 114 þingsætir nýdemókratar hafa 26 og- Sósial- kredit-flokkurinn hefur‘6, Clark getur þvi samiö viö hvern þessara flokka sem er. Litlar likur eru til þess, aö hann semji við Frjálslynda flokkinn og veröur hann þvi aö leita stuönings annars hvors hinna flokkanna eöa beggja. Eins og er, mun Clark ekki leita stuön- ings neins flokks, heldur láta at- kvæði ráöa i þinginu. Hann þarf ekki aö kalla þingiö saman fyrr en I september og getur þvi gefiö sér góöan tima til undir- búnings. Erfiöasta mál hans verður Quebec-deilan. Hann segist muni gera sitt ýtrasta til aö leysahana á þann veg, aö Que- bec veröi áfram f kanadiska rik- inu. Bent er á, aö hann hafi veika aöstööu aö þvi leyti, aö flokkur hans reyndist fylgislitill i Quebec. Hann fékk þar aöeins tvö þingsæti af 25 alls. En hins ber aögæta aö Ihaldsflokkurinn hlaut mikiö fylgi I ensku fylkjunum og fer meö fylkis- stjórn i sjö þeirra. Clark hefur þvimeirimöguleika en Trudeau myndi hafa haft til þess aö fá enskumælandi Kanadamenn til tilsiökunar viö Quebec-búa. CHARLES Joseph Clark er fæddur og uppalinn I kaupstað i Alberta, High River, þar sem faðir hans gaf út og ritstýröi blaöi sem var helgaö fréttum og málefnum byggöarlagsins. Clark byrjaöi ungur aö vinna viö þaö og hefur þvi talsveröa reynslu af blaöamennsku. Hann stundaöi siöar nám viö háskól- ann í Alberta og lauk þar fyrsta BA-prófi i sögu og siðar meistaraprófi i félagsfræöi. Hann þótti ekki námsmaöur nema i meöallagi,enda tók hann jafnhliöa náminu mikinn þátt i ýmsum félagsstörfum, einkum þó I félagsskap ungra Ihalds- manna. Aö loknu námi starfaöi hann viö blaö fööur sins, en stjórnmálin uröu I sivaxandi mælihelztaáhugamálhans. Ro- bert Stanfield, sem þá var for- maður ihaldsflokksins, fannst mikið til um áhuga Clarks og réöi hann þvi aöstoöarmann sinn 1969. Þvi starfi gegndi hann til 1972, en þá náöi hann kosningu til þings. 1 kosninga- baráttunni kynntist hann ung- um lögfræðinema, Maureen McTeer, sem var formaöur samtaka ungra ihaldsmanna i kjördæminu, þar sem hann náöi kosningu. Hún vann fyrir hann af kappi. Þau giftust ári siöar, enhúnhélt áfram lögfræöinám- inu og lauk þvi meö sóma. Hún tók mikinn þátt i kosningabar- áttunninú.Þaueiga eina dóttur. Þegar Stanfield sagöi af sér forustu íhaldsflokksins 1976, varö ekki samkomulag um eftirmann. Þaö þurfti þvi aö kjósa ekki sjaldnar en fjórum sinnum. Þá voru allir þeir falln- ir, sem höföu þótt liklegastir áöur en Clark naut þess, aö minnstar deilur höföu veriö um hann. Clarksegir, aö hann vilji sem stjórnandi helzt likjast Ford forseta sem hafi veriö traustur, heiöarlegur og varfærinn. Kosningabaráttan benti til þess, aö hann sé gætinn og hygginn. Hann lofaði ekki miklu, eins og Thatcher, og beindi einkum máli sinu til þeirra kjósenda sem hvorki teljast til hægri eöa vinstri, heldur vilja fara bil beggja. Þaö reyndist honum sigurvænlegt. Þ.Þ. Charles Joseph Clark fagnar sigri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.