Tíminn - 09.06.1979, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.06.1979, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 9. Júni, 1979 FI — Jafnréttisráð gekkst fyrir ráöstefnu með aöilum vinnu- markaðarins föstudaginn 18. mai sl. og sóttu ráðstefnuna 100 manns, þar af 27 karimenn. Mjög margar gagniegar upplýsingar komu fram og vörpuðu ljósi á þá staðreynd, að launamisrétti og aðstöðumunur rikir milli karla og kvenna I þjóöfélaginu. Einnig virðast konur ekki gæta eins réttar sins á vinnustaö vegna niikils álags heima fyrir, en heimiiisstörf lenda að langmestu leyti á konum, hvort sem þær vinna úti eða ekki, og má likja vinnudegi margra þeirra við ástandið fyrir vökulögin. ,,Það er ekki von, að kona, sem þarf kannski að vaka yfir ungum börnum ein, vakni bráðhress dag- inn eftir til þess að taka mikil- vægar ákvarðanir á vinnustaö”, sagði Guðrún Erlendsdóttir for- maður Jafnréttisráðs á blaða- mannafundi, þar sem þessi mál voru reifuð. Hún sagði einnig aö þetta ástand myndi ekki breytast fvrr en jafnréttishugsjónin yrði að veruleika á þeim stað, þar sem hún skipti e.t.v. mestu máli, það er á heimilunum. Siðan var á fundinum komið inn á afleiðingar þessa tvöfalda vinnuálags kvenna, sem er launa- misrétti og sljóleiki fyrir sjálf- sögðum stöðuhækkunun . Tekiö var sem dæmi, að i bönkum, þar sem konur skipa meirihluta starfsliðsins, sækja þær helst ekki um efstu stöðurnar undir þvi yfir- skini, ,,að þær hafi nóg með sitt”, Konur gæta ekkí réttar síns á vinnustað — vegna mikils álags af heimilisstörfum — eiga þá við vinnuálagið af þær, eða þá þær segjast ekki dirf- heimilinu, sem kemur oft óskipt á ast að sækja um: Karlmenn fái svo sem allar stöður. önnur afleiðing af vinnuálaginu er litið baráttuþrek kvenna til þess að gera kaupkröfur á við karlmenn, og hafa ýmis störf, sem talist hafa hefðbundin kvennastörf, þvi alltaf verið lægst i launastigunum. Ef fleiri konur fengjust i áhrifastöður og samn- inganefndir myndi svona nokkuð vafalaust breytast. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir formaður Sóknar minnti á blaða- mannafundinum, á að i félögum innan ASl eru konur yfir 40% fé- lagsmanna, en i 15 manna mið- stjórn eru aðeins 3 konur. i siö- ustu samninganefnd ASI voru 3 konur i 37 manna nefnd. Þá verður að geta þess, að i BSRB eru konur yfir 50% félagsmanna, en i samninganefnd BSRB voru konur aðeins 26%. Það háir kon- um mjög i stjórnum og nefndum, hvað þær eru i miklum minni- hluta. Oft á tiðum er aðeins ein kona i nefnd. Og Aðalheiður, sem sjálfsagt hefur bitra reynslu af sliku, sagði, að það vildi oft bera við, ef koma ætti annarri konu i nefndina, að þeim tveim væri hreinlega att saman. Sameiginleg baráttumál dyttu þá upp fyrir. Fæðingarorlof er heill kapituli út af fyrir sig og kemur ekki á óvart, að engin heildarlöggjöf er til um slikt orlof. Meö fæðingar- orlofi er átt við að barnsburðar- leyfi og foreldraleyfi. Fæðingar- orlof er mismunandi langt eftir þvi hvar viðkomandi aðili vinnur. Rikisstarfsmenn og bankastarfs- menn hafa 3ja mánaöa barns- burðarleyfi á fullum launum. Raunar gildir það aðeins fyrir konur. Ýmis stéttarfélög hafa samið um barnsburðarleyfi, og er það yfirleitt mun skemmri timi en hjá rikis- og bankastarfsmönn- um. Þá er greitt fæðingarorlof úr atvinnuleysistryggingasjóði, sem er háð ýmsum skilyrðum sjóðs- ins, en timalengd þess er 4 1/2 mán., þ.e. 90 bótadagar á skert- um launum annars taxta Dags- brúnar. Voru allir ráðstefnugestir á einu máli um það, að fæðingaror- lof ætti ekki að fara i gegnum at- vinnuleysistryggingasjóð heldur ætti það að vera til staðar i trygg- ingakerfinu og þess ættu konur almennt að njóta meðan þær væru að jafna sig eftir barnsburð. Aðalheiður sagði á blaðamanna- fundinum, að ýmsar konur t.d. i fiskvinnslu uppfylltu ekki kröfur atvinnuleysistryggingasjóðs, vegna þess að vinna þeirra félli ekki undir dagvinnU, og nytu þær þar af leiðandi ekki fæðingar- orlofs. Skipakomur á nóttunni eru skv. þessu konum mjög i óhag og ætti frekar að miða við tekjur, þegar um fæðingarorlof er að ræða. Aðalheiður upplýsti það einnig, sem ekki ætti að koma neinum á óvart, að nálega enginn verka- maður eða verkakona væri á öðr- um taxta Dagsbrúnar, sem fæð- ingarorlof og ellilifeyrir eru mið- uð við, og væri þvi miður enn litið á fólk i þessum áðstæðum sem nokkurs konar sveitarlimi. Halldór Kristjánsson: I sömu holuna Jónas Guðmundsson Laugardaginn 2. þ.m. birti Timinn grein eftir Jónas Guö- mundsson oghefur hún að fyrir- sögn: „Stórtemplar fær sér neö- an i þvi um helgi”. „Uppflosnaður” stýrimaður Þegar þessi grein er lesin kemur i ljós, að höfundur kallar mig stórtemplar aftur og aftur. Svo sem mörgum er kunnugt er landssamband góðtemplara kallað stórstúka og formaður þess hefur embættistitilinn stór- templar. Núverandi stórtempl- ar okkar heitir Sveinn og er hann að visu Kristjánsson eins og ég. Hann er verslunarmaður norður á Akureyri. Ég er ekki stórtemplar frem- ur en Jónas Guðmundsson er skipherra. „Reiður ertu nú frændi” Reiður ertu nú frændi og skal ekki marka reiös manns orö, sagði Sighvatur Sturluson forö- um við Þórð bróður sinn. Með þessari tilvitnun er ritgerö Jón- asar raunar nægilega svarað. Þó mun ég fara hér um fleiri orðum. „Hann sendist með dyn upp i loft” 1 sambandi viö blaðaskrif Jónasar minnti ég fyrr á kvæöi Hannesar Hafstein: Við Geysi. Nú stilli ég mig ekki um að birta eitt erindi úr kvæði hans: ,,Þá hló úr fjallinu háösrödd flá: „Sko hvað hendir á Fróni oft!” Til Geysis I vetfangi sama ég sá. Hann sendist með dyn upp i loft, og hátt við gráfölan himin bar og heljar reykmökkum vatt, en brast að ofan og bugaðist þar, hver bunan annarri hratt, uns máttlaust, sifrandi soövatn I sömu holuna datt”. Ekki vantaði hávaðann og fyrirganginn. Hver bunan ann- arri hratt. En þetta brast að of- an og niðurstaðan varð sú að máttlaust, sifrandi soðvatn i sömu holuna datt. Fuglabjörg og veiðileyfi Ekki nenni ég aö eltast við alla hugaróra og rugl Jónasar svo sem það, að ég hafi haft ráö á fuglabjörgum. Hirði ég aldrei hvort hann ímyndar sér heldur að þau heyri undir afdalabænd- ur eða stórtemplar. En þar sem hann spyr hver væri liklegastur útgefandi leyfa til aö menn mættu fara skjótandi um afrétt- arlöndog búfjárhaga þá eruþað vitanlega landeigendur og leiguliðar þeir sem umráð hafa yfir landinu. Um þetta hélt ég raunar aö Jónas þyrfti ekki að spyrja, en fyrsthann spuröi skal fúslega svarað. Aftur hverfur lygi Ég sagði I grein minni 27. mai: „Jónas heldur að það sé fullkomin nýjung, að reynt sé að selja svona blaðagreinar tvis- var”. Þessa ályktun dró ég af þeim oröum hans sem nú skal greina: „Nýmæli er það, aö nú er i fyrsta sinn gerð tilraun til að selja þessi skrif oftar en einu sinni”. Þetta voru orð Jónasar 20. mai. Ég held hann vaxi ekkert af þvi aö bera mér ósannindi á brýn á þennan hátt. Þar breytir enguhvaö oft hann æpir um lygi og örgustu lygi. Bókstafurinn blifur, og ber honum vitni. Það er svo annað hvort flumbru- skapur eða ósvifni — nema hvort tveggja sé, — að bera sig að sanna fölsun á mig með þvi að birta eitthvað annað úr grein hans. Fyrir hverja er hann að skrifa? Jónas segist ekki leggja það i vana sinn „að tala við menn i blöðunum”. Þetta var fróðlegt að heyra. En við hverja er hann þá aðtala? Fyrir hvaða skepnur skrifar hann? Eigum við að ræða bótaskyldu? Jónas endurprentar fyrri skrif um eignarrétt og skaða- bótakröfur. Út frá þeim h'ugleið- ingum er ef til vill eðliíegt að spyrja hvernig hann haldi að eigendum Kirkjubæjar i Vest- mannaeyjum hefði gengið að inna af höndum þær greiðslur sem Viðlagasjóður annaðist? Það er ekki alltaf nóg aö gera einhvern ábyrgan. Menn ri'sa ekki takmarkalaust undir á- byrgð. Þaðer á sinn hátt eins og við segjum að oröhákar beri á- byrgð þess er þeir segja. Hver er sú ábyrgð? Kannski á ég að draga i land Jónas segir, að það séu auð- vitað „örgustu lygar” er ég segi, að hann telji „sér hag- kvæmt að hafa hylli þessara klikubræðra sinna oftar en við prófkjör”. Þarna hef ég kannski sagt meira en ég er maður til að standa við. Kannski hirðir Jón- as ekki um hylli og þokka þess- ara manna nema þegar kjósa skal. Hann veit það sjálfsagt betur en ég. Hvað var þetta guðlast? Mér finnst Jónas gera heldur litið úr bókmenntunum þegar hann segist ekki þurfa á trúar- bókum að halda, þar sem hann sé kristinn maður. Mér hefur fundist, að enda þótt maður teldi sig hafa fasta og fullmót- aða skoðun v æri gott að hafa að- gang að bókmenntum i sam- ræmi við það. En Jónas er eng- inn miðlungsmaöur. Hins vegar tel ég það eins og hvert annað reiðiraus er hann sakar mig um guðlast. Ég veit hann hafði eins konar fyrirvara þegar hann talaði um eilifðar- gildið i grednum Svarthöfða, en hann talaöi samt um eilift gildi. Það er kannski ekki lofsvert að tala í kerskistón um þá svart- höföana, en ofmetnaður finnst mér hjá þeim, ef þeir kalla það guðlast. Það vona ég að fleirum finnist. Að skipta sér af skoðunum annarra Jónas segir, — og mér skilst hann telji sér það til kosta, — að hann skipti sér ekki af skoðun- um manna er hann skrifar list- dóma. í fyrsta lagi held ég, að þetta sé ekki rétt með farið. 1 öðru lagi veit ég, að þetta væri alls ekki lofsvert. Ritdómarar eru meira en frjálsir aö þvi að ræða skoöanir, sem fram koma I bókum sem þeirfjallaum. Þeim ber að gera þaö. Menn eru friálsir að þvi að hafa skoðanir i Hér stendur Sveinn Kristjánsson stórtemplar. Meö honum á mynd inni eru sr. Björn Jónsson á Akranesi og Hilmar Jónsson bókavörð ur i Keflavik. Halldór Kristjánsson fyrir þvi. En þegar menn setja skoðun sina á bók eða i blaöa- grein þá er hún ekki lengur einkamál þeirra. Menn eiga að skiptast á skoðunum. Kjarni allra nýtilegra bókmennta er skoðun, — lifsskoðun. Fram- sefningin er umbúðir — en um- búðir geta verið listaverk. Hins vegar veit ég ekki á hverju Jónas byggir eða hvað hann á við þegar hann segir: „Er fróðlegt fyrir höfunda landsins að vita það, að stór- templarinn lítur skoðanir manna ekki sem þeirra mál heldur Framsóknarflokksins og Góðtemplarareglunnar ”. Sennilega á Jónas hér viö rit- höfunda en ekki skapara lands- ins, en ummælin eru jafn fráleit hvort heldur er. Það er engin skoðanakúgun I þvi að menn verji sina skoðun og reyni að hrekja annarra skoöanir eins og allir ágætustu menn veraldar hafa gert frá þvi sögur hófust. Ég er hræddur um að Jónas hafi vérið undir áhrifum Svart- höfða þegar hann bullaði þessa siðustu tilvitnun mina. Svart- höfði var með einhvern vaðal um opinbera rödd Framsóknar- flokksins. Honum fannst illa gert að andmæla Jónasi þegar hann væri að opna fallega mál- verkasýningu. Það væri ljótt að vera ósammála sltkum manni. t sömu holuna Hannes Hafstein talaði um heljar reykmökk sem bar við gráfölan himin. Ég held að Jón- asi finnist sjáKum, aö þessar greinar sinar beri við himin hvað sem öðrum list. En þegar forsendur skortir verður allt rökleysur. Og þá fer allt á eina leið. Efttir allan hamaganginn og lætin réynist flaumurinn máttlaust, sifrandi soövatn sem fer I sömu holu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.