Tíminn - 09.06.1979, Blaðsíða 3

Tíminn - 09.06.1979, Blaðsíða 3
Laugardagur 9. Júnl, 1979 3 Olíureikningurinn tvöfaldast i ár: Verður 50 milliarðar kr. Kás — „Á árinu 1978 greiddum við um 20 milljarða kr. fyrir inn- flutt eldsneyti en i ár eru horfur á að oliureikningurinn verði sam- tals um 50 milljarðar króna, eða meira en tvöfaldist milli ára, að visu mælt i verðminni krónum. Þessi útgjaldaauki þjóðarbúsins i erlendum gjaldeyri nemur þann- ig um eða yfir 1/2 milljón króna umreiknaðá fjögurra manna fjöl- skyldu,” sagði Hjörleifur Gutt- ormsson, orkuráðherra, á aöal- fundi Sambands Isl. rafveitna. „Þrátt fyrir miklar orkulindir i landinu erum við algjörlega háðir innflutningi á eldsneyti enn sem komið er, og að magni til vegur innlend og innflutt orka nokkurn veginn salt með 50.4% innflutta orku á móti 49.6% á árinu 1977, ef miðað er við nýtingu jarövarma niður I +5 gráður C. Þvi hafa verðhækkanir á innfluttri orku gifurleg áhrif á atvinnurekstur og afkomu heimila og einstak- linga, þótt i mjög misjöfnum mæli, se, og er það misvægi ekki Stokkseyrarbnminn siður áhyggjuefni en sá hnekkir, sem þjóðarbúiö I heild verður fyrir,” sagði Hjörleifur viö sama tækifæri. Frá upphafi vorfundar ETC á Hótel Sögu, er Heimir Hannesson formaöur Feröamálaráðs Islands og einn af varaforsetum samtakanna flutti ávarp. Tlmamynd GE. Vorfundur ETG I Reykjavfk: Markaðsmálin efst á baugi FI — Arlegur vorfundur Europ- ean Travel Commission, ETC, er nú haldinn I Atthagasal Hótel Sögu, en ETC er samstarfsnefnd opinberra feröamálaaöila 23 landa i Vestur-Evrópu. Aðaluniræðuefni fundarins verða markaðsmál, og munu um- ræður einkum beinast að þremur þýðingarmiklum löndum, Banda- rikjunum, Kanada og Japan. ETC ver nú talsverðum fjármunum til sameiginlegrar kynningar- og auglýsingastarfsemi á þessum mörkuðum. Búist er við 6% ferða- mannaaukningu frá Bandarikj- unum til Evrópu árið 1979 miðað við árið 1978. — þó hefur banda- riskum ferðamönnum til Evrópu lítillega fækkað sé litið á þrjá fyrstu mánuði ársins. Einnig mun verða lögð mikil áhersla á að opna nýja markaði I Suður- Ameriku, Ástraliu og Miðaustur- löndum. Forseti samtakanna, Georges Hauserner, stjórnar vorfundin- um, en forystumenn ETC koma saman til fundar tvisvar á ári, vor og haust. Slikur fundur er nú I fyrsta sinn haldinn hér á landi, en formaður Ferðamálaráðs Is- lands, Heimir Hannesson, er einn af varaforsetum samtakanna. Játaði íkveikju gæsluvarðhaldið framlengt um mánuð GP — Stokkseyringurinn tvitugi, sem grunaður var um að hafa orðið valdur að stórbrunanum i frystihúsinu á Stokkseyri i siðustu viku, hefur játað á sig sökina og hefur gæsluvarðhald hans veriö framlengt til 4. júli n.k. Fulltrúi sýslumannsins á Sel- fossi, Karl Jóhannsson en hann stjórnar rannsókninni i samvinnu við Rannsóknarlögreglu rikisins. sagði i samtali við Timann i gær að rannsókninni yrði enn haldið áfram jafnvel þó að játning liggi fyrir. Aðrar upplýsingar vildi hann ekki gefa. Maðurinn hafði unnið i frysti- húsinu en verið sagt upp störfum. Mun það hafa verið ætlun hans aö gera stjórnendum frystihúsins smáskráveifu sem siöan breyttist i stórtjón og illbætanlegt. Starf kaupfélagsstjóra við Kaupfélag Þingeyinga Húsavik er laust til umsóknar. Umsóknir sendist fyrir 1. júli til formanns kaupfélagsstjórnar Teits Björnssonar á Brún, sem veitir nánari upplýsingar. Stjórnin Um þessar mundir eru 25 ár liðin frá þvi aö Skálatúnsheimiliö i Mosfellssveit tók til starfa og efndi stjórn heimilisins af þvi til- efni til kaffisamsætis fyrir vel- unnara þess og aöra gesti. Viö þaö tækifæri afhenti Magnús Kristinsson og dætur hans tvær, Ágústa Kristin og Soffia heimil- inu höggmyndina „Samspil” geröa af Helga Gislasyni, og stendur hún nú viö aöalinngang nýrra vistmanna hússins. Einnig bárust góöar peningagjafir. Skálatúnsheimilið 25 ára Ljóðabók Steinunnar Sigurðardóttur Út er komin ljóðabókin Verks- ummerki eftir Steinunni Sigurð- ardóttur skáldkonu. Verksum- merki er þriðja ljóðabók Stein- unnar. Fyrsta bók hennar, Slfell- ur, kom út 1969, og árið 1971 gaf hún út bókina Þar og þá. Steinunn hefur hlotið mikla viðurkenningu fyrir ljóð sln og þykir I fremstu röð meðal yngri skálda. Verksummerki er 76 blaðsiður og skiptist I sex þætti: Dagar og svo framvegis, Oti og inni, Komdu, Gróöur himins og jarðar, Þjóðsögur, Fullyrðingar. Bókin er prentuð I Prentsmiðj- unni Hólum. Erna Ragnarsdóttir gerði kápu, en á baksiðu er ljós- mynd sem Friðþjófur Helgason hefur tekið. Ctgefandi er Helga- fell. Steinunn Sigurðardóttir fæddist I Reykjavik árið 1950. Hún lauk prófi I sálarfræði og heimspeki I Dyflinni árið 1972, en hefur siðan starfað sem fréttamaður. A myndinni eru frá hægri: Magnús Kristinsson, stjórnar- maöur heimilisins, Einar Hólm Helgason, forstööumaöur þess, Soffia Magnúsdóttir, Siguröur Jónsson, húsasmiöam., Agústa Kristin Magnúsdótt- ir, Jón Sigurösson, stjórnarform: og Páll Kolbeins, stjórnarm. Á Skálatúnsheimilinu dveljast nú 57 vistmenn á aldrinum 5-51 árs, af báðum kynjum, en þeir voru 17 I upphafi rekstrarins. Heimilinu er skipt I þrjár vistir eftir þroska vistmanna. Daglega koma 46 vistmenn til þjálfunar og •kennslu I hið nýja vinnu- og þjálf- unarhús, sem starfrækt er frá kl. 9.15 virka daga. Reynt er aö raða nemendum I hópa eftir getu og þroska, og einstaklingsmeðferö veitt eftir þvi sem hægt er. Um þennan þátt starfsins sjá 16 manns. Talkennari veitir tal- kennslu og sumir nemendur fá bóklega kennslu. Handavinnu- kennslan er rikur þáttur I starfinu og smiðakennsla hefur verið frá sl. hausti. Ýmis verkefni fyrir fyrirtæki eru unnin I vinnustof- unni. Þá hefur og verið nokkur kennsla I matreiðslu. Átta af vistmönnunum hafa verið þjálfaöir til aö ferðast sjálf bjarga með almenningsvögnum og fara þeir daglega til Reykja- vikur I skóla og vinnu. Reynt er aö gæöa Ilf hvers einstaklings þeirri fyllingu sem auðið er og opna þeim, sem getu hafa, leiö úr Skálatúni út i þjóðfélagið. Arkitektar Verkfræðingar Byggingariðnaðarmenn Sérfræðingur frá danska fyrirtækinu Hot- aco verður til viðtals um TAKODEK-þak- einingar, TACOFLEX-þakpappa og TARNIT-eldvarnarplötur og fleiri þakefni á skrifstofu vorri þriðjudaginn 12. og mið- vikudaginn 13. þessa mánaðar. Vinsam- legast hafið samband við skrifstofu vora Holtagörðum simi 81266, Samband ísl. samvinnufélaga Innflutningsdeild Holtagörðum Rvík Sími 81266 Erindi F Norræna húsinu: Þróun iðntaekni þjónustu í Danmörku Forstjóri Jydsk Teknologisk Institut i Árósum, Jörgen Ladegaard, mun halda erindi i Norræna húsinu nk, fimmtudag 14. júni kl. 16:00 um þróun iðntækniþjónustu i Danmörku. Allir, sem áhuga hafa á þróun islensks iðnaðar og iðntækniþjónustu hér á landi eru velkomnir. Iðntæknistofnun íslands

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.