Tíminn - 09.06.1979, Blaðsíða 4

Tíminn - 09.06.1979, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 9. Júni, 1979 í spegli tímans Afþakkaði launahækkun er því atvinnulaus! Það kann ekki góðri lukku að stýra að neita að taka við kauphækk- un þegar manni er rétt hún. Það fékk hann að reyna hann Andy Bavas ráðgjafi hjá heilbrigðis- og mennta- málaráðuneytinu bandariska. Fyrir sex mánuðum ákvað Andy sem þá hafði 43.000 dollara árslaun að hann hefði enga þörf fyrir þá 1272 dollara kauphækkun sem hon- um bar. Hann skrifaði því yfirmanni sínum og tjáði honum ákvörð- un sína. Yfirmaðurinn varð sem steini lostinn, hafði aldrei lent í siíku fyrr og sagði Andy að það væri andstætt lög- um að taka ekki á móti launahækkun. En þar með var málinu ekki lokið. Þrem mánuðum siðar var Andy Bavas tjáö að hann yrði flutt- ur úr starfi sínu í Chicago til Phila- delphia í starf sem væri mörgum launa- flokkum neðar en það starf sem hann hafði gegnt í Chicago. Sam- kvæmt reglum má lækka menn i tign og launum innan ráðu- neytisins. Þessu undi Andy illa enda litur hann á Chicago sem sinn heimabæ og þar á hann vinkonu sem hann hefur verið með i 16 ár. Hann hefur því beðið lögfræðing sinn að athuga hvort ekki séu einhverjar stöður við hans hæfi lausar i Chicago en án árangurs svo að hann sagði hreinlega upp. Afleiðingin af þessu brölti hans varð sem sagt sú að nú situr hann uppi atvinnulaus. bridge Fyrir u.þ.b. 30 árum lék meiri ljómi um bestu bridgespilarana en gerir nú á tim- um. Menn fylltust hálfgerðri lotningu við að lesa um snilld Culbertsons, Gorens eða S.J. Simons og um þá sköpuðust ýmsar þjóðsagnir. Litrikasti spilarinn á þessum árum var ef til vill Austurrikismaðurinn Karl Schneider. Hann þótti með af- brigðum hugmyndarikur og um hann hefur verið sagt að hann hafi verið eini maðurinn i heiminum sem tókst að kom- ast niður á spilum i bestu legu, þvi hann spilaði alltaf upp á þá verstu. Spilið hér á eftir sýnir að það er sitthvað til i þessu en það spilaði Schneider á heimsmeistara- mótinu 1953. Norður S K76 H DG102 T A6 L AG32 Vestur S A85 H 4 T 953 L K109865 Austur S G94 H 3 T KDG10872 L D7 Suður S D1032 H AK98765 T 4 L 4' Schneider spilaði sex hjörtu i norður og fékk út tigulkóng. Eins og sést liggur vel i, spilinu: spaðagosi er réttur og spaðinn 3- 3. En Schneider fann leið sem var meira fyrir augað en einhver hversdagsleg spaðasvining. Hann tók fyrsta slag á ás- inn og trompaði tigul. Siðan tók hann lauf- ás og trompaði lauf, spilaði trompi á drottningu og trompaði meira lauf, spilaði enn trompi á gosann og trompaði siðasta laufið. Nú spilaði hann spaðadrottning- unni sem vestur drap á ásinn. Og nú átti vestur að vera endaspilaður samkvæmt útreikningum Schneiders. en honum til mikillar furðu reyndist það vera austur en ekki vestur sem átti spaðagosann. A hinu boröinu voru Amerikanarnir litt frjóir. Fyrir utan að vera aðeins i fjórum hjört- um unnu þeir meira að segja sex. krossgáta dagsins Lárétt 1) Maður. 6) Alasi. 8) Keyra. 9) Tek. 10) llát. 11) Grænmeti. 12) Máttur. 13) Stök 15) Fuglinn. Lóörétt 2) Ófriö. 3) Leit. 4) Yfirgefinn. 5) Tuðra 7) Fjárhirðir. 14) Þófi. Ráðning á gátu No. 3034 Lárétt 1) Astar. 6) Tón. 8) Ala. 9) Der. 10) LIV. 11) Nál. 12) Auð. 13) Urr. 15) Fráir. Lóörétt 2) Stallur. 3) Tó. 4) Andvari. 5) Barns. 7) Gráöa. 14) Rá. — Hér hefur ekkert breyst, elskan, ég verö aö vinna frameftir f kvöld.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.