Tíminn - 09.06.1979, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.06.1979, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 9. Júni, 1979 Ellefu manns sækja um starf dagskrárstjóra lista- og skemmtideildar AM — Ljóst er nú aö ellefu manns hafa sótt um stööu dagskrár- stjóra lista og skemmtideildar sjónvarps. Umsækjendur eru þessir Bryndis Schram, fædd 1938. Bryndis hefur numið lista og leik- húsfræði erlendis og innanlands og starfað við Þjóðleikhúsið um árabil og enn við kennslu og blaðamennsku. Erlingur G. Gislason fæddur 1933, Erlingur hefur lagt stund á leiklistarnám he'rlendis og er- lendis og verið fastráðinn leikari við þjóðleikhúsið um árabil. Erlingur E. Ilalldórssonfæddur 1930. Nam leikhúsfræöi i Frakk- landi og Austurriki og hefur lagt stund á kennslustörf, ásamt leik- stjórn og ritmennsku. Eiinborg Stefánsdóttir Fædd 1947, nam bókmenntir og kvik- myndafræði i Frakklandi. Störf að fararstjórn og kennslu, fast- ráðinn dagskrárgerðarmaður i lista- og skemmtideild frá 1975. Hinrik Bjarnason fæddur 1934. Hefur starfað við æskulýðsmál, kennslu og enn að gerð margvis- legs sjónvarpsefnis. Hrafn Gunnlaugsson, fæddur 1948. Leiklistarfræðinám i Svi- þjóð, ásamt námi i sjónvarps og kvikmyndagerö. Störf við útvarp, sjónvarp og leikhús, fastráðinn leiklistarráðunautur hjá sjón- varpi frá 1978. Jens Pétur Þórisson, fæddur 1949. Próf i þjóðfélagsfræðum 1974. Störf að kennslu, skrifstofu og rannsóknastörfum. Jón örn Marinósson, fæddur 1946. Lögfræðingur frá Hl. Störf að kennslu, blaðamennsku og fréttamennsku við útvarp. Ragnar Jónsson, fæddur 1956. Nám við Tónlistarskóla Rvk. Tónmenntakennari við MK og Tl. Fastráðinn dagskrármaður i tón- listardeild útvarps frá 1978. Ragnhildur óskarsdóttir, (Róska) fædd 1947. Listnám við skóla á Islandi, Prag, og Paris. Lektor við Rikisháskólann i Milanó og störf við iðnaðarráðu- neytið i Róm og italska sjónvarp- ið Hefur unnið sjálfstætt við lista- verkasýningar og kvikmyndir. Tage Ammendrup.fæddur 1927. Menntun frá Tónlistarskólanum i Reykjavik. Störf við eigið fyrir- tæki i 23 ár og fastráðinn dag- skrárgerðarmaður hjá stjónvarpi frá stofnun þess. Undanfarin ár fulltrúi núverandi dagskrárstjór og staðgengill i fjarveru hans. RÍKISSPÍTALARNIR Lausar stöður KLEPPSSPÍTALINN Staða SÁLFRÆÐINGS við áfengis- deildir Kleppsspitala er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 16. júli n.k. Umsóknir er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 9. júli n.k. Upplýsingar veitir yfirsálfræðingur Kleppsspitalans i sima 38160. KÓPAVOGSHÆLI Staða SÁLFRÆÐINGS við Kópa- vogshæli er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. sept. n.k. Umsóknir er greini frá aldri, menntun og fyrri störfum sendist Skrifstofu rikisspitalanna fyrir 1. ágúst n.k. Upplýsingar veitir yfir- sálfræðingur Kópavogshælis i sima 41500 Reykjavik, 10, júni 1979. SKRIFSTOFA RSKISSPÍTALANNA Eiriksgötu 5 — Sími 29000 Frá Héraðsskólanum á Laugarvatni Umsóknarfrestur um skólavist er til 30. júní. í skólanum er 8. og 9. bekkur og fram- haldsdeildir. Upplýsingar hjá skólastjóra. Simi: 99-6112. Frá Tónlistarskóla Borgarfjarðar Kennara i pianóleik og tónmennt vantar að skólanum i haust. Organistastarf i Borgarnesi einnig laust til umsóknar. Upplýsingar i sima 93-7021. Kosningar til Evrópuþings: Fáfræði og áhuga- leysi meginástæða fyrir dræmri kjörsókn Haag/Reuter —Hollenskir fjöl- miðlar lýstu yfir I gær, að þeir teldu aö litil vitneskja og áhuga- leysi, sérstaklega meðal yngra fólks, væru helstu ástæöur fyrir þvi hversu dræm kjörsókn var i gær i kosningunum til Evrópu- þings. Dagblaðið de Telegraaf i Amsterdam útskyrði að hin lé- lega kjörsókn I Hollandi (u.þ.b. 58%), og öðrum löndum væri á- fall fyrir þróun sameiningar Evrópu. Málgagn frjálslyndra i Rott- erdam, „Algemeen dagblad”, sagði, að hin dræma kjörsókn sannaði, að evrópsk samvinna siðan 1952 hefði ekki vakið á- huga kjósenda. Blaðið segir einnig, að upplýsingaherferðin, sem kostaði offjár, hafi mistek- ist og pólitiskum flokkum hafi ekki tekist að virkja stuðnings- menn sina með þvi að gefa þeim ekki nógu góða mynd af evrópsku samfélagi. Alþjóðleg flugvélasýn- ing í Rarís Paris/Reuter — i dag hefst í París alþjóðleg flug- tfélasýning þar sem amerískir og evrópskir flug- vélaframleiðendur sýna og þetta sölusýning. Á sýningunni verða meira en 250 farþega- og herflugvélar á ,,Le Bourget” flugvellinum i Paris, til sýnis ýmist á lofti eða á jörðu niðri. Engar DC-10 þotur verða á sýningunni. kynna flugvélar sínar. Er Sýningin stendur yfir i 10 daga og mun Giscard d’Estaing for- seti opna hana. Búist er við meira en milljón gestum á sýninguna, þeirra á meðal er Hússein Jórdaniukon- ungur. Valery Giscard d’Estaing, for- seti Frakklands, mun á morgun opna alþjóölegu flugvélasýning- una I Paris. Carter Flugfreyjur yfirbuguðu flugræningja Astralia/ Reuter — Fjórar ung- ur flugfreyjur yfirbuguöu vopn- aðan flugræningja, sem hélt þeim sem gislum I flugvél á Brisbane-flugvelli í Astraliu I gær. Stúlkurnar, sem allar eru um tvitugt, réðust á flugræningjann eftir að hann hafði haldið þeim i farþegarými flugvélarinnar I u.þ.b. klukkustund. Tókst þeim að halda honum þangað til hjálp barst. Aður hafði flugræninginn leyft 41 farbega að yfirgefa vélina. Ræninginn, sem er af skosk- um uppruna, er i gæsluvarð- haldi. Carter leyfir fram- leiðslu á nýrri kj arnorkueldf laug Washington/ Reuter — Tilkynnt var i Hvita hús- inu í gær, að Carter for- seti haf i ákveðið að leyfa framleiðslu á fyrstu nýju kjarnorkueldflauginni/ sem framleidd er á þess- um áratug. Haft er eftir áreiöanlegum heimildum, að Carter muni kynna þessaákvörðun sína fyrir Leonid Brésnjéf, þegar þeir hittast i Vin 15. júni til að undir- rita Salt II samninginn. Starfsmenn varnarmálaráðu- neytisins sögðu, aö ákvörðunin mundi valda þingmönnum von- brigðum, en aftur á móti auð- velda stjórninni að vinna aöra þingmenn til fylgis við Salt II. Erlendar fréttir Umsjón: Gunnhildur Oskarsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.