Tíminn - 09.06.1979, Blaðsíða 11

Tíminn - 09.06.1979, Blaðsíða 11
Laugardagur 9. Júni, 1979 11 HaHHslHHRHHHHHHHuOOOOOQO© Frá Malaga til Þingvalla, með viðkomu I Madrid, London, Glasgow og Reykjavik ... Ásgeir á ferð og flugi í 38 klukkutíma tll að geta leikið með íslandi gegn Sviss á Laugardalsvellinum i dag SOS — Reykjavik. — Þetta er eitthvert hið erfiðasta ferðalag, sem ég hef lent i, enda er ég dauðþreyttur, sagði Ásgeir Sigurvinsson, hinn kunni landsliðs- kappi i knattspyrnu, sem kom heim til íslands, i gærkvöldi eftir 38 klukkutima ferðalag frá Spáni. Ásgeir hefur svo sannarlega verið á ferð og flugi siðan á fimmtudagsmorguninn, þvi að hann hefur haft viðkomu i Malaga, Madrid, London og Glasgow. TÍMINN — kynnir landsliðið TtMINN.. mun kynna landsliðið i knattspyrnu sem leikur gegn Sviss og segja frá ýmsum frdð- ieiksmolum i 33 ára landsleikja- sögu tsiands i 8 siðna aukablaði, sem mun fylgja Sunnudagsbiaði Timans. Sunnudagsblaðið verður selt fyrir landsleikinn gegn Sviss á Laugardalsvellinum i dag. Þá hefur veriö ákveöiö aö kynna 1. deildarliðin I knattspyrnu á svip- aðan hátt i sumar. — SOS Landsleikn- um gegn Sviss — ekki sjónvarpað Knattspyrnusamband islands sendi frá sér eftirhljööandi fréttatilkynningu i gærkvöldi: Að undanförnu hafa staðið yfir viðræður milli Rikisút- varpsins/sjónvarp annarsvegar og Knattspyrnusambands ís- lands hinsvegar varðandi út- sendingar af knattspyrnulands- leikjum þeim, sem h áðir e ru hér á landi I sumar. Fyrir landsleikinn gegn Vest- ur-Þjóðverjum 26. maí s.l. bauð sjónvarpið kr. 1.300 þús fyrir réttinn til að sýna leikinn I heild sinni samdægurs. KSl taldi það tilboð of lágt, miðað við þá f jár- hagslegu áhættu sem þvl var samfara að standa fyrir þeim landsleik, ogþau áhrif, sem það kynni að hafa á aðsókn. KSÍ settialdrei fram ófrávikjanlega kröfu um neina lágmarksupp- hæö, en þegar af þeirri ástæðu, aö sjónvarpið var ekki tilbúið til að hækka tilboð sitt fram yfir k.r 1.300 þús. tókust ekki samn- ingar. A morgun, laugardag, fer fram landsleikur milli íslands og Sviss, en þaö er leikur i Evrópukeppni landsliða. KSl hefur boðið sjónvarpinu rétt til útsendingar fyrir kr. 1.400 þús enda sér leikurinn ekki sendur út samdægurs. Þessu tilboði hefur verið hafnaö af sjónvarps- deild Rikisútvarpsins og út- varpsráði. Það er þvi ljóst að leiknum verður ekki sjónvarpað, en það liggur jafnframt fyrir, að þar er ekki við Knattspyrnusamband Islands að sakast. Timinn náði sambandi við As- geir seint I gærkvöldi á Þingvöll- um, en þá var hann nýkominn úr gönguferö um Almannagjá með félögum sinum i landsliöinu. — Hvernig stóð á þessu erfiöa feröalagi? — Þetta var ein hringavitleysa — ég fór frá Malaga i gærmorgun til Madrid, þar sem ég átti að taka flugvél til London og þaöan heim. Þegar ég kom til Madrid, urðu nokkrar tafir, þannig að ég missti af fluginu til London. Þá voru góð ráð dýr — eftir smáorða- skak, fékk ég það uppgefið, að ég myndi geta náð flugvei frá Malaga til London. Það var þvi ekkert annað að gera en að fara aftur frá Madrid til Malaga — til að ná fluginu til London, Það tókst, en ekki tók betra við — eftir tafir I London, var haldið til Glasgow, en á leiðinni sá ég aö ég var búinn að missa af flugvélinni heim. Þaö var svo aðeins vegna velvilja Flugleiða, sem létu flug- vélina i Glasgow biða eftir mér, að ég er hingað kominn. Ef Flug- leiðir heföu ekki gert það, þá heföi ég misst af landsleiknum, sagði Asgeir. Þess má geta til gamans, að þegar Asgeirkom til Reykjavlkur meö þeim Friðjóni Friöjónssyni og Helga Danielssyni formanni landsliðsnefndar, sem sóttu As- geir til Keflavlkur I gær, óskaði Asgeir eftir þvi aö fá aö fara á æfingu á Laugardalsvellinum. — Jú , ég vildi fá aö svitna vel — ferðin tók mikið a taugarnar og ég var farinn að stlfna upp, sagöi Asgeir, þegar viö spurðum hann, hvers vegna hann hefði viljað fara á æfingu strax við heimkom- una. — Hvaö viltu segja um lands- leikinn gegn Sviss? ■ ASGKIR SIGURVINSSON... besti knattspyrnumaður lsiands. — Ég segi það sama og ég sagöi út I Bern, eftir landsleikinn þar, að viö munum vinna Sviss i Reykjavik. Þetta voru orð Asgeirs Sigur- vinssonar, sem hefur hingað til ekkert látiö eftir liggja, til að halda merki tslands á lofti. Þess má aö lokum geta að það eru 2 ár siðan aö Asgeir lék hér heima. - SOS 2. deild Hreiðablik sigraði Þór á Akureyri I gærkvöldi 3:0 Mörkin skoruðu þeir Ingólfur lngólfsson. Ilákon Gunnars- son og Sigurður Grétarsson. Sundlandsliðið í 21 dags keppnisf erð til Skotlands Belgíu og írlands — „Ég á von á að mörg tslandsmet falli” sagði Guðmundur Harðarson landsliðsþjálfari i stuttu spjalli við Timann — Þetta verður erfið ferð# enda lengsta keppnis- ferð sem sundiandsliðið hefur farið \, sagði Guð- mundur Harðarson> lands- liðsþjálfari i sundi í gær- kvöldi/ þegar Tíminn spurði hann út í 21 daga keppnisferð/ sem landslið- iö i sundi er að fara í til Skotlands/ Belgíu og ir- lands. — Hvaö fer stór hópur sund- manna i þessa ferð? — Viö munum fara með 13 sundmenn. — Hvar verðurkeppt og I hvaða keppnum takið þið þátt i? — Hápunkturinn i þessari ferð er 8-þjóða keppnin, sem er árleg keppni milli íslands, ísraels, Portúgals, Skotlands, Belgiu, Spánar Noregs og Sviss — en sú keppni fer nú fram I Belgíu. Eftir keppnina I Belgiu, sem fer fram dagana 30. júni til 1. júli, höldum við til Dublin I trlandi, þar sem við tökum þátt I fjögurra landa keppni meö trlandi, tsrael og Portúgal. — Nú haldiö þið út 17. júni — hver er ástæðan fyrir þvi, að þið leggiöafstað svona snemma? — Jú, við fréttum að skoska meistaramótiö, sem fer fram i júni-lok, væri opiö — svo viö slóg- um tvær flugur I einu höggi og ákváöum aö taka þátt I þvi með landslið okkar, til aö undirbúa það fyrir 8-þjóða keppnina. — Attu von á einhverjum ts- lendsmetum I þessu erfiða ■ keppnisferðalagi? — Já, ég hef trú á aö nokkur ts- landsmet falli — þau Sonja Hreiðarsdóttir, Bjarni Björnsson og Hugi Harðarsson, sem er i mikilli framför, eiga eftir að setja nokkur met i keppninni. Þess má geta að lokum aö landsliöiö i sundi veröur endan- lega valið eftir Reykjavlkur- meistaramótið, sem fer fram I næstu viku. —SOS Aldrei lent í annarri ’ eins skothríð” — ,,Við höfum aldrei lent i ann- ari eins skothrið,” sögöu skip- verjar á varöskipinu Arvaki, I stuttu spjalli við Tlmann i gær- kvöldi, en þá voru þeir nýkomn- ir frá þvi aö setja bauju út viö Seltjarnarnes, Arvakur sigldi fram hjá Golfvelli Ness á Seltjarnarnesi, þegar golfkeppni iþróttafréttamanna stóð sem hæst — golfkúlurnar þutu um allt nesið og sumar lentu út i sjó, og þvi voru varöskipsmenn I hættu, þar sem Arvakur sigldi rétt viö ströndina. Keppnin — SAAB-bikarkeppnin var geysilega spennandi, en um tima leit út fyrir að það þyrfti aö aflýsa keppninni vegna þoku- bakka, sem lá yfir Seltjarnarnesi — svo varð ekki, þvi að keppend- ur voru færir i allan s jó, enda m eð sundgleraugu, þegar þokubakk- inn læddist með jörðu. Eftir haröa keppni bar Rúnar Gunnarsson frá Sjónvarpinu, sig- ur úr býtum — hann var með sér- stök sjónaugu i þokunni. Rúnar lék á 48 höggum. Annars gekk keppnin fyrir sig þannig i stuttu máíi: ÞÓRARINN' RAGNARSSON... Morgunblaðinu, fékk 5 i einkunn, fyrir að vera meö. * HERMANN GUNNARSSON... frá Útvarpinu átti lengsta púttið — 5 fet, enda notaði hann kiki. BJARNLEIFUR BJARNLEIFSSON... frá Dagblaðinu, enda þakkaði hann fyrir að sandgrvf jurnar voru ekki i notkun. Þar með stóð hann feti framar en aðrir keppendur. en hann nvtti ekki hið smáa fet. MADl'R LEIKSINS: Gylfi Krist jánsson...frá Visi, sem týndi 4kúlum,en fann6kúlur. Kjörorð hans var — sá á fund. sem finnur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.