Tíminn - 09.06.1979, Blaðsíða 13

Tíminn - 09.06.1979, Blaðsíða 13
Föstudagur 8. júnl, 1979 13 Landvinningar á Landakotstúni Laudakot Nú gengur um Vesturbæinn undir- skriftalisti, þar sem Vesturbæingum er gef- inn kostur á að mót- mæla fyrirhuguðum eða hugsanlegum byggingum á Landa- kotstúni. Aðstandend- ur þessarar undir- skriftasöfnunar eru einkum fólk, sem býr við túnið og vill halda þvi óbyggðu áfram. Það er margs að gæta þegar farið er á stað með sllkar undir- skriftasafnanir. Er til dæmis hvergi minnst á, aö þarna verð- ur kaþólska kirkjan fyrir miklu tjóni. Þetta er verðmætt land og þjónusta kaþólska safnaðarins og kirkjunnar við okkur i borg- inni hefur verið til fyrirmyndar. Systurnar i Landakoti ráku sjúkrahús og liknarstarf i ára- tugi, og einnig barnaskóla, auk hins kirkjulega starfs. Þetta er þvi heldur kaldar kveðjur sem þær fá af næstu bæjum, og þá einkum frá fólki, sem bjó yfir sliku fegurðarskyni, að það reisti á sinum tlma frystihús og skreiðargeymslur I fjörunni þar sem öndvegissúlur Ingólfs Arnarsonar rak á land i upphafi landsins byggðar. Margt má byggja svo vel fari Landakotstún er ágætt. Frek- ari skerðing þess er vissulega vandamál. En að þar megi ekki hrófla viðneinuer á hinn bóginn dálitiö öfgakennt. Til dæmis mætti mjög gjarnan reisa hús við suðurjaðar þess (Hávalla- götu), aleg aö meinalausu, og prestsetur I túninu miðju gæti farið mjög vel. Til dæmis hús á borð við Norræna húsið. Lika kæmi vel til greina að reisa þarna fallegt frystihús til minn- ingar um postulana, sem voru flestir til sjós á sinum tima. A þvi er a.m.k. enginn vafi, að þarna er um mjög verðmætt landssvæði að ræöa, sem borgin þyrfti endilega aö kaupa, ef áform eru uppi um að draga til baka leyfðar byggingar á þessu svæöi. En ef meiningin er að hirða túnið með pólitiskri frekju og þrýstingi, þá vara ég fólk við að undirrita plaggið, sem bæði er gengið með hús úr húsi og látið liggja frammi i kaupfélögum og búðum (SS). Sumir rita nefnilega nafn sittog standa i þessui eiginhagsmuna- skyni, til að hafa gott útsýni úr eldhúsgluggunum hjá sér, og varðar ekkert um það þótt kaþólska kirkjan tapi. Það eru til ýmsar leiöir til að varðveita tún. Það mætti til að myndabjóða ibúum i túnjaðrin- um forkaupsrétt, og gætu þeir þá sjálfir staðið undir sinu augnayndi og útsýni en ekki kirkjan. Hugsanlegt væri það og ólikt skemmtilegri aöferð en þessi lágkúrulega herferð sem nú er hafin gegn hinni heilögu kirkju i nafni fegurðarinnar. Kirkjan hefur ekkert reynt að verja sig sjálf, mér vitanlega, né heldur söfnuðurinn. Eg til- heyri honum ekki, en þakka margar skemmtilegar stundir meðminum jafnöldrum i túninu heima I Landakoti, og óska þeim hins besta. Jónas Guðmundsson NÚERU QÓÐRÁÐ ODÝR! Þér er boóiö að hafa samband vió verkfræöi- og tæknimenntaöa ráögjafa Tæknimiöstöövar- innar ef þú vilt þiggja góö ráö i sambandi viö eftirfarandi: Vökva-og loftstrokkar Eitt samtal við ráögjafa okkar, án skuldbindingar, getur sparað þér stórfé hvort sem um er aö ræöa vangaveltur um nýkaup eöa vandamál viö endurnýjun e viögerð á þvi sem fyrir er. 41 VERSLUN - RÁOGJÖF-VIÐGERÐARÞJÖNUSTA IÆKNIMIÐSTÖÐIN HF Smiójuveg66. 200 Kópavogi S:(91)-76600 Auglýsið í Tímanum 19 braut- skráðir úr Vélskóla íslands HEI— Vélskóli íslands brautskráði nemendur sina 19. mai s.l. Um 450 nemendur stunduðu nám við skólann á liðn- um vetri, þar af um 400 i Reykjavik en aðrir i vélskólátteildum á Akureyri, í Vest- mannaeyjum, á ísa- firði, i Keflavik og á Akranesi. Vegna mik- illar aðsóknar að skól- anum á s.l. hausti var á mörkunum að hægt væri að sinna öllum umsóknum. En tæp- lega 200 nýir nemendur hófu þá nám. Um 400 vélstjórar voru út- skrifaðir i vor, með réttindi af ýmsum stigum. Undir lokapróf gengu 87 og stóöust 70 prófið. Bestum árangri I sérgreinum náðu: Eyvindur Jónsson i 1. stigi, Eggert Atli Benónýsson I 2. stigi, Hörður Kristjánsson I 3. stigi og Ömar Grétar Ingvars- son í 4. stigi. 1 skólanum voru haldin nám- skeið í skyndihjálp á vegum Rauða Krossins, i eldvörnum á vegum Slökkviliðs Reykjavikur og I meðferð gúmbjörgunarbáta á fluglinubyssa á vegum Slysa varnarfélagsins. Þá er svoköll- uð starfsvika orðin fastur liður i skólastarfinu, en þá er farið i náms- og kynnisferðir til ýmissa fyrirtækja og stofnana undir leiðsögn kennara. Einnig fóru 4. stigs vélstjórar i náms- og kynn- isferð til Bandarikjanna. OG SVEFNSÓFARj vandaöir og ódýrir — til sölu aö öldugötu' 33. Upplýsingar I sfma 1-94-07. J D R E K í: I K U B B U R / Davlö þú getur útvegað honum stöðu i Wall Street, ekki satt?.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.