Tíminn - 01.09.1978, Side 2

Tíminn - 01.09.1978, Side 2
2 Föstudagur 1. september 1978 Carter óttast kreppu — verði tillögur hans til orkusparnaðar ekki sampykktar af þinginu Reuter/London/Washington — Dollarinn átti rólegan dag á gjaldeyrismörkuðum í gær þó hann félli lítilsháttar i verði sums staðar i Evrópu. A sama tíma lýsti Carter Bandarikjaforseti því yfir að dollarinn og bandariskt efnahagslíf ættu kollsteypur i vændum ef þingið drægi lengur að samþykkja orkusparnaðartillögur hans sem hafa nú legið fyrir þinginu í 16 mánuði. Orkusparnaöartillögur Carters hafa mætt mikilli andstö&u i þing- inu eins og sá timi gefur til kynna sem þær hafa verið að þvælast þar. Fjölmargir þingmenn telja þær hafa meiri vandræði i för meö sér en árangur, en aðrir hafa lýst þvi yfir að verði tillögurnar ekki samþykktar bráölega megi þjóðin búa sig undir illkynjaöa kreppu. V-þýski efnahagsráðherrann Otto Lambsdorff lét hafa effir sér i Tokyo i gær, en hann er þar i op- inberri heimsókn, að lykillinn að lausn þess vanda sem dollarainn á viö að glima liggi ekki i Bonn né' Tokyo heldur Washington. Allir, sagði hann, biöa þess að bandarisk stjórnvöld geri eitt- hvaö til að styrkja stöðu dollar- ans. Eins og áöur hefur verið greint frá ætla þó Japanir að reyna að auka innflutning hjá sér til að stuðla að jafnari viðskiptum við Bandarikin meðal annars. Carter hefur verið i tveggja stafanir til að styrkja stöðu vikna frii en sneri aftur til starfa i dollarans og bandarisks efna- gærdag og hóf þegar að gera ráð- hags. Spassky fransk- ur ríkisborgari Reuter/Paris— Boris Spassky fyrrverandi heimsmeist- ari í skák hefur nú öðlast franskan ríkisborgararétt en heldur sovésku vegabréfi og mun tefla fyrir hönd Sovétrikjanna á alþjóðlegum skákmótum, er haft eftir eiginkonu hans, Marínu Spassky, í gær. Ahlmark sneri við frá i/arsjá Spassky er Islendingum að góðu kunnur eftir heims- meistaraeinvigið i Reykjavik. Hann tapaði þá heimsmeistara- titlinum i hendur Bobby Fischer og hafði aðeins haldið honum i þrjú ár eða frá 1969 er hann vann Petrosjan. Aftur var Spassky á ferðinni i Reykjavik á siöasta ári til að tefla viö Hort um áskor- andaréttinn. Rannsókn á bólu- sóttartilfelli í Birmingham Reuter/Genf — Að gefnu til- efni hefur Alþjóöa heilbrigð- ismálastofnunin lýst yfir að engin ástæða sé fyrir lönd að breyta reglum sinum um bólu- sóttarvarnir vegna bólusótt- artilfella i Bretlandi. Þar séu góð tök á öllu. Hafði borið á þvi að nokkur lönd, m.a. Malta, kröfðu breska feröa- menn um vottorð fyrir bólu- setningu gegn bólusótt. Bresk heilbrigðisyfirvöld hafa lýst Birmingham sýkt svæði eftir að Janet Parker, breskur ljósmyndari fékk bólusótt fyrir skömmu. Þá hafa yfirvöld gengist fyrir að rannsókn fari fram á þvi hvernig Janet Parker fékk sóttina, en hún vann á lækna- skóla þar sem geymdur er bólusóttarvirus i rannsóknar- skyni. Siðustu þrjú árin hefur Al- þjðða heilbrigðismálastofnun- in gengið stift eftir þvi við rannsóknarstofnanir að þær hættu vörslu bólusóttarvirusa eyðulegðu þá eða kæmu til geymslu hjá stofnuninni sjálfri. Að sögn talsmanna stofnunarinnar eru þó enn ein- ar 13 rannsóknarstofur i heim- inum sem geyma hjá sér þennan hættulega virus, þar af þrjár i Bretlandi. Reuter/Stokkhólmur — Per Ahlmark fyrrum formaöur Frjálslynda flokksins I Sviþjóð sneri i gær skyndilega til baka frá Varsjá þegar tveimur mönnum i sendinefnd hans var meinuð landganga. Þessir tveir sænsku rikisborgarar sem Pólverjar meinuðu að- gang að landi sinu munu að uppruna vera pólskir gyðing- ar. V-þýska þingið kallað saman: Þingmaður grun- aður um njósnir Reuter/Bonn — Vestur-þýska þingið hefur verið kallað saman til skyndifundar í dag vegna njósnamálsins nýja þar i landi. Stjórnarandstæðingar á þinginu hafa látið hafa eftir sér að einn þingmanna sósíaldemókratíska flokksins sé grunaður um að vera njósnari Sovétmanna. Nefn á vegum neðri málstofu þingsins, sem fjalla á um frið- helgi þingmanna, var á fundum i gær og var álitið að hún hefði til athugunar að svipta umræddan þingmann öllum þeim friðhelgis- réttindum er hindraö gætu rannsókn málsins. Ekkert hefur verið látið uppi um máliö og nafn þingmannsins ekki fengist gefið upp. Rikissaksóknari hefur að- eins látið hafa eftir sér að hann sé að rannsaka ýmislegt i málinu eftir þvi sem grunur gæfi til kynna að væri nauðsynlegt. Forseti þingsins hefur eins og áður segir kallað þingið saman i dag til að hlýða á niðurstöður friðhelgisnefndarinnar. Leyfi nefndarinnar þarf til að hefja lög- lega málsókn á hendur þing- manninum og hefja leit á skrif- stofu hans. 18. skákin á laugardag: Kortsnoj og Karpov sáttir — dulsálfræðingurinn færður og gleraugun tekin niður Reuter/Baguio Filipseyjum — Kortsnoj kveðst. nú reiðubúinn til að tefla átjándu skák sína við Karpov eftir áætlun á laugardag en skákinni hefur tvisvar verið frestað og við borð iegið að einvigið færi út um þúfur. Hefur nú verið gert út um ágreiningsmálin og samningur undirritaður af fulltrúum Karpovs og Kortsnojs þess efnis. Sovéski sálfræöingurinn sem Kortsnoj fullyrðir aö trufli sig, verður færður til í áhorfenda- salnum og á móti hefur Kortsnoj lofað að lota ekki dökku sólgler- augun sin, en Karpov hefur kvartað undan þvi aö þau varpi truflandi glampa á skákborðið. Eins og komið hefur fram i fréttum hefur Kortsnoj hvaö eftir annað kvartaö undan so- véska dulsálfræðingnum og full- yrt að hann beitti sig dáleiðslu- áhrifum. Sovétmenn hafa tekið þvert fyrir þetta og fullyrt að sálfræöingurinn væri aðeins aö fylgjast með heilsu Karpovs. Samkvæmt samkomulaginu milli Karpovs og Kortsnojs verður sálfræöingurinn nú færð- ur til og látinn sitja hjá öörum sendimönnum Sovétrikjanna á einviginuá Filippseyjufn. Hefur Kortsnoj þar meö látið niöur falla kröfu um aö milli kepp- enda og áhorfenda yröi komið upp spegli sem áhorfendur sæju i gegnum en skákmennirnir ekki. Vafalaust anda Sovétmenn nú léttar þegar ljóst þykir að ein- vigið heldur áfram, en þeim hefur aö sjálfsögðu ekki litist á að Karpov yrði öðru sinni heimsmeistari án þess að vinna beinlinis til þess viö skákboröið svo ótvirætt væri en hann varö eins og kunnugt er heimsmeist- ari 1975 án þess að tefla, þar sem Bobby Fischer mætti ekki til leiks. Fulltrúar Kortsnoj á Filipps- eyjum þá einkum Keene hafa lýst yfir ánægju sinni yfir þvi að einvígiö heldur áfram og dulsál- fræöingsvandamáliö væri leyst. Þá kvaðst Keene vera ánægður með að Kortsnoj'notaði ekki dökku gleraugun meir enda heföi hann óttast að hann sæi ekki taflborðið og mennina nógu vel i gegn um svo dökk gler- augu.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.