Tíminn - 01.09.1978, Síða 6

Tíminn - 01.09.1978, Síða 6
6 Föstudagur 1. september 1978 Baráttan viö hryðjuverkamenn: (Jtgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson og Jón Sigurðsson. Auglýsinga- stjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrifstofur, framkvæmdastjórn og' auglýsingar Siöumúla 15. Sfmi 86300. Kvöldsímar blaðamanna: 86562, 86495. Eftir kl. 20.00: 86387. Verð i lausasölu kr. 100.00. Askriftargjald kr. 2.000 á mánuði. Blaðaprent h.f. __________________________________ J Höggvið á hnútinn Undanfarnar vikur hafa islensk stjórnmál verið reyrð i hnút. ítrekaðar tilraunir til stjórnarmynd- unar runnu út i sandinn og hertu hnútinn, uns Framsóknarflokknum undir forystu ólafs Jó- hannessonar var loks falið að taka frumkvæði um það að leggja þjóðinni til ábyrga og markvissa stjórnarstefnu og rikisstjórn. Nú hefur verið höggvið á hnútinn. Vandamál þjóðarbúsins hafa að sönnu ekki verið leyst i einu vetfangi, en þau pólitisku vandamál og þær flokks- legu hindranir sem kosningarnar höfðu hlaðið upp eru úr sögunni að sinni. Það er ástæða til þess að itreka það að búið var að reyna allar aðrar leiðir til stjórnarmyndunar til þrautar. Þær höfðu allar leitt út i ófæru, ósam- komulag og sundrung. Hér var þvi um einu sam- komulagsleiðina að ræða sem fær var við þær ein- kennilegu aðstæður i islenskum stjórnmálum sem upp eru komnar. Það hafa allir menn séð að þessi stjórnarmynd- un gekk ekki þrautalaust. Enda þótt sumir menn hafi látið drjúglega fyrir nokkru og sagt að ekki þyrfti meira en að „festa skipið við bryggju”, er það nú ljóst að það var ekki fyrr en sl. miðvikudag sem úrslit lágu fyrir og þá fyrir ákveðið frum- kvæði Framsóknarmanna. Nú verða allir að gera sér það ljóst að þessi rikisstjórn hvilir á samkomulagi og málamiðlun ólikra flokka og sjónarmiða. Hér er ekki um að ræða þá samstilltu vinstri stjórn sem Fram- sóknarmenn hafa óskað eftir, stjórn sem setti markið hátt i efnahagslegri sókn gegn verðbólg- unni og félagslegri og menningarlegri sókn til frambúðar. Hér er um að ræða rikisstjórn sem tekur að sér það takmarkaða og timabundna verkefni að tryggja atvinnuöryggi, vinnufrið og rekstur at- vinnuveganna á næstu mánuðum. 1 samstarfsyfir- lýsingu flokkanna þriggja er það tekið fram að við næstu áramót skuli stefnan metin að nýju og mið tekið varðandi komandi ár. Rikisstjórnin mun velja blandaðar aðgerðir, eins og það hefur verið nefnt, til þess að leysa að- steðjandi efnahagsvanda. Lengra varð einfaldlega ekki komist með sigurvegara kosninganna i stefnumótun i efnahagsmálunum. Framsóknar- menn lögðu fram tillögur um róttæka stefnu i efna- hagsmálum, byggðar á samþykktum siðasta flokksþings. Þessar tillögur steyttu á gagnkvæmri tregðu samstarfsflokkanna. Það hefur lengi legið fyrir að Framsóknarmenn vilja samstæða og ákveðna stjórnarstefnu sem leiðir þjóðina út úr vitahring verðbólguþjóðfélags- ins. Það hefur og legið fyrir að Framsóknarmenn hafa stefnt að langvinnu og farsælu samstarfi um alhliða framsókn og félagshyggju i frjálsu þjóð- félagi. Þessi stefna hefur þvi miður ekki náð fram að ganga. Á hinn bóginn felur hin nýja rikisstjórn, sem nú tekur til starfa, vissulega i sér þann mögu- leika að samstarfsflokkarnir fáist til þess að fall- ast á langtimasjónarmið og alhliða þjóðmála- stefnu eftir að hinar fyrstu aðgerðir hafa skilað árangri nú á næstu mánuðum. Reynslan mun skera úr um farsæld og langlifi þessa stjórnarsamstarfs sem jafnan. Það verður þó að teljast töluvert huggunarefni að hörðustu afturhaldsmenn Alþýðuflokksins hafa nú þegar opinberað andstöðu sina. JS Bretar standa fast á sínu — leyfa engum að bera skotvopn 1 BARÁTTUNNI við hryðju- verkamenn hafa Bretar nokkra sérstöðu, þvi þeir leyfa engum öðrum en lögreglu- mönnum að bera á sér skot- vopn. Jafnvel eru það einungis fáir útvaldir lögreglumenn, sem hafa byssuleyfi. Þetta • atriöi hefur valdið nokkrum deilum milli Breta og annarra rikja. Sérstaklega hefur öryggisþjónusta Israelsmanna verið harðorð, þvi þeir telja sig hafa sjálfsagðan rétt til að verja sig og sina menn á er- lendri grundu. En Bretar standa fast á sinu. A sunnudag i siðustu viku réðust arabiskir hryðjuverka- menn á strætisvagn frá israelska flugfélaginu E1 Al. Notuðu þeir vélbyssur og handsprengjur jafnt sem smærri vopn i árásinni. Ein flugfreyja flugfélagsins lést og fleiri manns særðust. 1 vagn- inum var enginn vopnaður vörður þannig að árásar- mennirnir mættu engri mót- spyrnu. EINS OG eðlilegt var mót- mæltu ísraelsmenn harðlega öryggisvörnum Breta. Mordechai Hod, hershöföingi og forstjóri E1 Al, og Meir Amit, samgönguráðherra ísraels og fyrrverandi yfir- maöur leyniþjónustunnar, sögðu báðir að Bretar bæru alla ábyrgð á hryðjuverkinu og jafnframt sögðu þeir, að aldrei hefði fariö svona illa, ef fariö hefði verið eftir óskum tsraelsmanna þess efnis að menn þeirra mættu bera á sér skotvopn á breskri grund. Breska lögreglan svaraði hins vegar fyrir sig með þvi að segja, að ísraelsmenn hefðu neitað að fara eftir ráðlegg- ingum sinum. Jafnframt bentu þeir á, að það væri ekki lengra siðan en I júlí, aö Moshe Dayan, utanrikisráð- herra Israels, hefði gagnrýnt bresku lögregluna fyrir aö vera of nákvæm I öryggisráð- stöfunum sinum. ÞRATT FYRIR þessa gagn- rýni frá Israelsmönnum standa Bretar fastir á stefnu sinni. Þeir munu ekki leyfa neinum öðrum en útvöldum lögreglumönnum að bera skotvopn i Bretlandi. Það var Merlyn Rees, innanrikisráð- herra Bretlands, sem lýsti þessu yfir skömmu eftir áður- nefnda árás og vist er að flest- ir Bretar fagna þeirri ákvörö- un. Mergur málsins er sá að það er ógerningur að gæta allra þeirra staða sem gætu hugsanlega orðið skotmark hryðjuverkamanna. Sennilega var þaö vegna þessa, að tsraelsmenn ákváðu á sinum tima að taka öryggis- málin i sinar eigin hendur bæði heima fyrir og erlendis. Eftir að samtökin Svarti september myrti 11 israelska irþóttamenn, sem tóku þátt I Ólympiuleikunum i Vestur- Þýskalandi fyrir sex árum, skipaðiGolda Meir, þáverandi forsætisráðherra Israels svo fyrir að arabiskir hermdar- verkamenn skyldu réttdræpir hvar sem til þeirra næðist. Sá sem fékk það hlutverk að' skipuleggja slik samtök var leyniþjónustumaður aö nafni Mossad. Samtök hans sáu um skipulögö morð á grunuðum arabiskum hermdarverka- mönnum út um allan heim allt frá Paris og til Bangkok. En eftir hörmuleg mistök i afskektu þorpi í Noregi, þegar þeir myrtu arabiskan þjón i misgripum skiptu þeir um að- ferðir. Núna hefna þeir aðeins fyrir hryðjuverk andstæðing- anna með þvi að ráðast á þorp á nágrannalöndum tsraels. EN ÞRATT fyrir það, að Bretar vilja ekki leyfa erlendum útsendurum að bera á sér vopn á breskri jörð, þá geta þeir i raun mjög litið gert til að koma I veg fyrir, að vopn séu tekin inn i landið með farangri sendi- ráðsmanna. Það eina, sem þeir geta gert — og þvi hafa þeir hótað — er að slita stjórn- málasambandinu við viðkom- andi ríki. Bretar eru nefnilega aðilar að Vinarsamkomulag- inu, þar sem m.a. segir að ekki megi opna töskur sendi- ráðsmanna og heldur ekki leita I þeim með neins konar geislum eða öðruvisi. Og þó að þeim tækist að koma sér Golda Meir, fyrrum forsætis- ráðherra tsraels. Hún kom á fót þeirri stofnun i tsrael, sem sá um að útrýma á skipulagð- an hátt arabiskum hermdar- verkamönnum. upp einhvers konar útbúnaöi á flugvöllunum til að athuga farangur sendiráðsstarfs- manna i leyni, þá er ekki vist að sú leit yrði árangursrik. Nú á dögum er vist auðvelt að koma skotvopnum fyrir i ferðatöskum á þann hátt, að þau komi ekki fram i leitar- geislum. Og ofan á allt saman er sendiráðunum heimilt að hafa vopn á yfirráðasvæðum sinum. ENDA ÞÓTT, þessi stefna Breta, þ.e. að leyfa bókstaf- lega engum að lögreglunni undanskilinni að bera vopn hafi ekki mætt miklum skiln- ingi meðal annarra þjóða, þá er ekki óliklegt að hún muni bera nokkurn árangur. Vopn- laust eða litið land er alla vega einhvers virði og þá sér- staklega þegar velskipulögð og þrautþjálfuð lögregla er á varðbergi á þeim stöðum, sem teljast likleg skotmörk. Meg- inábyrgðin hvilir á 200 manna lögregluliði, sem sér um verndun sendiráðanna. Hlut- verk þeirra væri öllu erfiðara, ef þeir þyrftu einnig að gima ið vopnaða útlendinga, sem skytu á allt grunsamlegt. Byggt á The Economist: MÓL. Aðeins fáum útvöldum lögreglumönnum er heimilt að bera á sér skotvopn. Bretar halda þvl fram, að ef erlendum öryggisvörðum yröi leyft að bera á sér vopn, þá mundiallt loga I skotbardögum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.