Tíminn - 01.09.1978, Síða 20

Tíminn - 01.09.1978, Síða 20
Sýrð eik er sígild eign HU n TRÉSMIDJAN MEIDUR W SÍÐUMÚLA 30 • SÍMI: 86822 Gagnkvæmt tryggingafélag Föstudagur 1. september 1978 190. tölublað — 62. árgangur Skipholti 19, R. sími 29800, (5 línur) Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki Aðalfundi Stéttarsambands bænda lokið: Rfldð taki þátt í að tryggja bændum fullt grundvallarverð á meðan framleiðslumálin eru í endurskoðun ESE — Aðalfundi Stéttarsam- bands bænda sem staöið hefur yfir á Akureyri undanfarna þrjá daga, lauk i gær. Miklar og fjörugar umræður settu svip á aðalfundinn að þessu sinni og voru fjölmargar ályktan- ir, sem beint var til stjórnvalda, samþykktar samhljóða. Einna mestar umræður á aðal- fundinum urðu um skipulag framleiðslumála og þvi var beðið með mikilli eftirvæntingu eftir nefndaráliti framleiðslunefndar - sem skilað var i gær. I nefndar- álitinu segir m.a.: Aðalfundurinn telur brýnt að gripið verði nú þegar til stjórnunaraðgerða i framleiöslumálum landbunaöar- ins. öllum má ljóst vera að slikar aðgerðir hafa engin áhril á því verölagsári sem nú er að liða og engan veginn nægilega á þvi næsta. Þvi krefst fundurinn þess að ríkið taki á sig að tryggja bændum fullt grundvallarverð þann tima . Til þess aö hægt sé að beita raunhæfum stjórnunaraðgerðum veröur að beita lögum um Fram- leiðsluráð landbúnaðarins og fellst fundurinn i höfuðatriðum á drög þau að nefnaráliti sem nefnd skipuð af landbúnaðarráöherra 24. april 1978 hefur lagt fyrir fundinn. Þó vill fundurinn benda á eftir- farandi atriði: 1. Athugað verði I sambandi við hugsanlegt kvótakerfi hvort ekki sé rétt að þeir sem auka fram- leiðslu sina greiði hækkað verð að framleiðsluauka. A sama hátt verði þeir látnir njóta þess sem Gott er aö biða á hinum nýja áningarstað og hér á engum aö veröa kalt þótt veörin gjörist hörö. Áningarstaðurinn opnaður HR — Aningarstaður fyrir far- þega Strætisvagna Reykjavíkur á Hlemmi var tekinn i notkun I gær. Verður hann opinn almenningi frá kl. 7-24 alla daga nema sunnu- daga, en þá frá kl. 10 árdegis. 1 húsinu verður margvisleg þjónusta fyrir farþega. Auk far- miðasölu verða þarna verslanir af ýmsu tagi og veitingasala. Er húsið allt hið veglegasta og er mikil áhersla lögð á að gera það hlýlegt. 1 þvi skyni hefur veriö komið fyrir gróðurreitum við alla innganga, en þeir eru þrir. Þá er snyrtiaöstaða fyrir almenning i húsinu og fært er um þaö allt á ' hjólastól. Einnig er I húsinu sjálfstýrð Blómaverslun er starfrækt á áningarstaönum. lofthitun. A hitastig þvi að veröa jafnt, án tillits til veðurfars. Allar gangstéttir i kringum áningar- staðinn eru upphitaðar meö geislahitun. Húsið er teiknað á teiknistofu Gunnars Hanssonar. Frá opnun hins nýja áningarstaöar. A myndinni eru, taliö frá vinstri: Guörún Agústsdóttir formaöur stjórnar SVR, Sveinn Björnsson verk- fræöingur, formaöur byggingarnefndar, Leifur Karlsson, á sæti I stjórn , SVR, Eirikur Ásgeirsson forstjóri SVR, og Sigurjón Pétursson forseti borgarstjórnar Reykjavikur. draga úr framleiðslu ab vissu marki. 2. Tekið verði sérstakt tillit til þeirra sem eru að hefja búskap. 3. Varðandi kjarnfóðurgjald telur fundurinn ástæðu til að athuga hvort ekki sé rétt að búrekstur á lögbýlum fái ákveðið magn af kjarnfóðri gjaldfritt miðað við bústofnsfjölda. 4. Heimilt verði að veita innflytj- endum gjaldfrest um tiltekinn tima á gjaldinu. Eins og áður segir urðu miklar umræður um skipulags- og fram- leiðslumálin og voru ekki allir Framhald á bls. 19. Tómas Árnason: Að tryggja halla- lausan ríkisbúskap — er höfuðmarkmiðið HEI — „Maður hefur nú heldur litið hugsaö um það ennþá, en auðvitað reynir maður að gera sitt besta i svona starfi, leggur sig að sjálfsögðu fram um það” sagði Tómas Arnason, er Tim- inn spuröi hann hvernig það legðist i hann að taka við em- bætti fjármálaráðherra i nýrri rikisstjórn. Sem kunnugt er er þetta em- bætti eitt það umdeildasta i rikisstjórninni og hefur heyrst að um þessi stjórnarskipti hafi menn ekki verið ginkeyptir fyrir þvi að taka það að sér. — A hvað munt þú leggja höfuðáhersluna Tómas? — Það sem ég mun leggja mesta áherslu á i minu nýja starfi, er að tryggja hallalausan rikisbúskap og jafnvægi i rikis- rekstrinum, og verður að vona það besta umaðþaðmegi takast. A formannaráðstefnu BSRB: Hefðum viljað að fullu í gildi AM —Þegar við höfðum rætt viö fundarmenn hjá ASÍ i Lindarbæ, lá leið okkar á formannafund BSRB i húsakynnum bandalags- ins við Grettisgötu, en þar voru fundarmenn, meira en 70 talsins, að tinast inn, en fundurinn hófst kl. 17. ,,Ég hefði talið bæði eðlilegt og sjálfsagt að samningarnir hefðu verið teknir i gildi að fullu” sagði Kristján Thorlacius, ,,en þar sem fyrir liggja nú yfirlýsingar frá öllum flokkunum um að það sé ekki gerlegt, þótt þeir hafi haft það á stefnuskrá fyrir kosningar, þá held ég að skásti kosturinn hafi nú veriö tekinn. Það er að segja að setja visitöluna i samband að verulegu leyti. Þá liggja fyrir þýðingarmiklar yfirlýsingar um að opinberir starfsmenn skuli fá aukinn samningsrétt, en eins og venjulega, þegar um lausn efna- hagsvanda er að ræða, vill brenna við að menn hafi þar sitthvað við að athuga” ,,Mér þykir það vega þyngst að lögin um kjaraskerðingu munu nú verða afnumin og tel það ánægjú- legan endi á baráttu hreyfingar- innar að undanförnu,” sagði Haraldur Steinþórsson. ,,AÖ öðru leyti tel ég rétt að biöa átekta og að þessa rikisstjórn skuli dæma eftir verkum hennar, þegar þau liggja fyrir”. ,,Mér list heldur vel á þetta allt,” sagði Ragnar Sigurösson, formaður félags bæjarstarfs- manna á Neskaupstað.” Nú veröa samningarnir leiddir i gildi og það vona ég að leiði til þess að vinnufriöur haldist á næstunni.” Þórhallur Halldórsson, formaður Starfsmannafélags Kristln Helgi Tryggvadóttir Helgason Reykjavikurborgar, kvaðst enn ekki hafa séð málefnasamninginn og kvaðst mundu láta biöa aö tjá sig um einhver atriði, uns hann lægi fyrir. Kristin Tryggvadóttir, fulltrúi Sambands grunnskólakennara og stjórnarmaður i BSRB, kvaöst mjög óánægð með að ekki skyldi hægt að taka samningana i gildi að fullu, þótt ýmsar bætur hefðu fengist fram frá þvi sem var und- ir fyrri stjórn. Einkum kvaðst Kristin fagna fyrirheitum um bættan samningsrétt opinberra starfsmanna. Helgi Antonsson.fulltrúi bæjar- starfsmanna á Siglufirði, kvað réttast aö segja sem fæst aö sinni og ekki rétt að gera ráð fyrir miklum umsvifum afkvæmis hinnar erfiðu fæðingar, svona fyrst i stað. Þórhailur Halldórsson Helgi Antonsson Ragnar Sigurösson Haraldur Steinþórsson Helgi Helgason, formaður starfsmannafélags sjónvarpsins, kvaðst enn ekki hafa séð stjórnar- sáttmálann og ekki vita nógu vel um þær tillögur sem lagöar yröu fyrir launþega, til þess aö geta látið álit sitt uppi. Annað væri það að það væri skynsamlega ráöiö af hinni nýju stjórn að leita sem bests samstarfs við launþega- samtökin. 20 ár frá útfærslu landhelginn- ar í 12 mílur HR —1 dag, 1. september, eru tuttugu ár liðin frá þvi er Islend- ingar færðu landhelgi sina úr 4 milum i 12 mílur. Margar þjóöir viðurkenndu útfærsluna þegar i stað og allar viðukenndu hana i verki — nema Bretar. Þeir, ein- irþjóða, stefndu togurum sinum inn fyrir 12 milurnar undir vernd herskipa. Þar með hófst þorskastriöiö — hið fyrsta sem nefnt var þvi nafni. Fyrsta þorskastriðið stóö frá 1. september 1958 til 11. mars 1961. Þá náöist samkomulag þar sem Bretum var heimiluð veiði innan 12 milnanna á afmörkuð- um svæðum i þrjú ár. 1 næsta sunnudagsblaði Tim- ans verður fjallað nánar um þessa atburði og ennfremur er rætt við Eirik Kristófersson fyrrverandi skipherra, en hann kom mikið við sögu I þessu þorskastriði.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.