Fréttablaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 8
8 3. desember 2006 SUNNUDAGUR �� � � � ���� �� � � Aðventuhátíð fyrir eldri borgara Við bjóðum eldri borgurum til aðventuhátíðar í Aðalbanka Landsbankans í Austurstræti laugardaginn 9. desember og sunnudaginn 10. desember kl. 15 - 17. Árni Heiðar Karlsson, píanóleikari, og Sigurlaug Knudsen, söngkona, taka á móti gestum með ljúfri tónlist. Rithöfundar lesa úr verkum sínum: 9. des. Guðni Th. Jóhannesson les úr Óvinum ríkisins. Sigurjón Einarsson les úr Undir hamrastáli. 10. des. Kristín Steinsdóttir les úr Á eigin vegum. Ásgeir Pétursson les úr Haustlitum. Tónlistaratriði báða dagana: Steinunn Birna Ragnarsdóttir, píanóleikari, og Bryndís Halla Gylfadóttir, sellóleikari, töfra fram hugljúfa hátíðartóna. Veitingar í boði og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Eldri borgurum stendur til boða að fá ókeypis akstur með leigubíl til og frá bankanum á þessum tíma í boði Landsbankans og Bæjarleiða. Þeir sem hafa áhuga á að koma á Aðventuhátíð Landsbankans eru vinsamlegast beðnir að skrá sig í Þjónustuveri bankans í síma 410 4000. Takið fram við skráningu hvort þið viljið fá ókeypis akstur til og frá bankanum. 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI NAUðGANiR Nauðgunum, sem komið hafa til kasta neyðarmót- töku nauðgana á slysadeildinni á Akureyri, hefur fjölgað um hundr- að prósent milli ára. Þær voru ell- efu í fyrra, en 22 nauðgunarmál hafa borist neyðarmóttökunni í ár. Neyðarmóttaka nauðgana á Fjórð- ungssjúkrahúsinu hefur verið opin síðan árið 1994 og starfsfólk þar hefur aldrei séð annað eins. Hulda Rafnsdóttir, hjúkrunar- deildarstjóri slysadeildarinnar, segir að aukinn fjöldi skráðra til- fella skýrist að hluta til með kynn- ingarherferð neyðarmóttökunnar; að nú viti fleiri af starfsemi hennar. Einnig megi leita skýringa í breyttu skemmtanamynstri ungs fólks. Ungmenni drekki mikið og einnig sé eitthvað um ólöglega vímuefna- notkun. Langflestar nauðganirnar, segir Hulda, verða í heimahúsum, partíum og í sumarbústöðum og gerandi er allajafna kunnugur fórn- arlambinu. „Það er meiri grimmd í þessu umhverfi og meðal ung- menna er orðið lítið um hömlur,“ segir Hulda, en hún telur samt sem áður að fylleríið sé ekki einhlít skýring, því skemmtanahaldið hafi oft verið svipað eða meira. Eftirlitslaus partí gætu verið hluti skýringarinnar. Daníel Guð- jónsson, yfirlögregluþjónn á Akur- eyri segir, líkt og Hulda, að erfitt sé að benda á afgerandi skýringu á þessum tölum, en að lögreglumenn hafi tekið eftir aukinni ásókn ung- menna í að leigja sér sali utan mið- bæjarkjarna eða sumarbústaði síð- ustu tvö árin. Meirihluti fórnarlamba var á aldrinum sextán til 26 ára.  klemens@frettabladid.is Nauðganir aldrei fleiri Tilkynntum nauðgunum á Akureyri fjölgaði um 100 prósent milli ára. Norðan heiða er í tísku hjá ungu fólki að leigja sumarbústaði og sali til að halda sam- kvæmi án hefðbundins eftirlits. miðbærakureyrarUngt fólk sækir í að halda partí utan miðbæjarkjarnans, þar sem hvorki er lögregla né starfsfólk veitingastaða til að skerast í illan leik. Fjöldinauðgunarmála hjáneyðarmóttöku 1994 3 1995 1 1996 16* 1997 9 1998 8 1999 10 2000 11 2001 8 2002 15 2003 6 2004 14** 2005 11 2006 22*** * Mikill fjöldi vegna Halló Akureyri. ** Neyðarmóttaka mikið auglýst árið á undan. *** Enn er mánuður eftir af árinu. SjávARútveGUR Happadís GK-16 frá Sandgerði landaði mesta afla sem skip með vinnsluleyfi undir fimmtán brúttótonnum hefur land- að hér á landi er 16,9 tonnum af þorski var landað í Neskaupstað um hádegisbil á fimmtudag. „Þetta var afar fengsæll túr og ánægju- legt að þetta hafi gengið svona vel. Við erum sex á skipinu en förum fjórir út í hverjum túr. Vonandi verður framhald á svona góðri veiði,“ sagði Sverrir Þ. Jónsson, eigandi og skipstjóri á Happadís- inni, er Fréttablaðið náði tali af honum í gær. Happadísin er 14,67 brúttótonn og 12,74 metrar að lengd. Sverrir segjast reikna með því að halda áfram að gera út frá Neskaupstað. „Þegar veiðin er svona góð er óþarft að fara á önnur mið.“ -mh Happadís GK-16 kom með metafla að landi: Lönduðu tæpum sautján tonnum happadísgk-16Landaði mesta afla sem skip af þessari stærð hefur landað. fréttAbLAðið/GUðMUNdUr Það er meiri grimmd í þessu umhverfi og meðal ungmenna er orðið lítið um hömlur. huldaraFnsdóttir HjúkrUNArdEiLdArstjóri SjávARútveGSmál Norsk stjórn- völd tilkynntu í síðustu viku að hrefnuveiðikvóti næsta árs verði 1.052 dýr. Þetta er jafn stór heild- arkvóti og á þessu ári en ekki náð- ist að veiða nema um helming þess kvóta á vertíðinni sem lauk fyrir skömmu. Hrefnuveiðikvóti Norðmanna í ár náðist ekki vegna óhagstæðs veðurs að sögn hrefnuveiðimanna. Einnig hefur hátt verð á olíu sett strik í reikning þeirra þar sem margir forðuðust að sigla um lang- an veg til að veiða hrefnu. Kvótan- um er skipt á milli strandveiða og úthafsveiða og á næsta ári verður leyfð veiði á 900 dýrum við strönd- ina í stað 600 á þessari vertíð. -shá Hrefnuveiðikvótinn sá sami og á liðinni vertíð: Norðmenn ætla að veiða 1.052 hrefnur aFmiðunumNorðmenn hafa gefið út sama hrefnuveiðikvóta og á liðinni vertíð. fréttAbLAðið/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.