Fréttablaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 87

Fréttablaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 87
 3. desember 2006 SUNNUDAGUR50 Hrósið … Hvað er að frétta? Allt gott. Ég var að syngja inn á diskinn hans Bark- ar Hrafns Birgissonar sem var að koma út. Hann heitir Þriðja leiðin. Augnlitur: Grænblá. Starf: Ég er nemi í Tónlistarskóla FÍH. Fjölskylduhagir: Einhleyp. Hvaðan ertu? Ég er bara úr Reykjavíkinni. Ertu hjátrúarfull? Nei og já. Ég var það þegar ég var yngri, þá gat ég ekki labbað yfir holræsi því vinkona mín hafði sagt mér að þá yrði ég óheppin í ástum. Ég trúi því samt ekki lengur. Uppáhaldssjónvarpsþátturinn: Friends og kannski breski Office-þátt- urinn. Uppáhaldsmatur: Jólamaturinn. Fallegasti staður: Ég myndi nú bara segja Seyðisfjörður. Það er líka rólegur og þægilegur staður. iPod eða geislaspilari: Bæði. iPodinn tek ég með mér út en nota geislaspilarann heima við. Hvað er skemmtilegast? Að syngja. Hvað er leiðinlegast? Að vera í vondu skapi. Helsti veikleiki: Sætindi. Ég er rosalegur gotteríisgrís. Helsti kostur: Ég læt nú aðra um að svara því. Helsta afrek: Að fara í rosalega bratta rennibraut í skemmtigarði í Danmörku. Hún var alveg skelfilega brött. Mestu vonbrigðin: Hvernig fór á Kárahnjúk- um. Hver er draumurinn? Að fá að vera tónlistar- maður, það er draumurinn. Hver er fyndnastur/fyndnust? Sigga, stóra systir mín. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Baktal og smjatt. Hvað er mikilvægast? Fjölskyldan mín. Hin Hliðin: ElísAbEt Eyþórsdóttir tónlistArnEMi Óttaðist óheppni í ástum á yngri árum „Við erum búnir að grafa upp heil- mörg netföng og reynum að koma boðum til sem flestra,“ segir skop- myndateiknarinn Halldór Bald- ursson sem stefnir að því að bjóða öllum sem koma við sögu í skop- myndabókinni 2006 í grófum dráttum í útgáfuteiti í vikunni. Halldór hefur vakið mikla athygli fyrir snarpa samfélags- rýni sem hann birtir í teikningum sínum í blaðinu Blaðinu. Teikn- ingunum hefur hann nú safnað saman í bókinni sem kom út fyrir skömmu. Flestir sem eitthvað hefur kveðið að í þjóðmálaumræðunni síðustu mánuði skjóta upp kollin- um í bókinni þannig að gestalisti Halldórs verður ekki af verri end- anum og sem örfá dæmi má nefna Davíð Oddsson, Halldór Ásgríms- son, Steinunni Valdísi Óskarsdótt- ur, Ólaf Ragnar Grímsson, Þor- gerði Katrínu Gunnarsdóttur og Silvíu Nótt. Halldór vonast til þess að sjá sem flesta og leggur áherslu á að hann sé ekki að gera grín að fólki með boðinu. „Ég verð að sjálf- sögðu fyrir miklum vonbrigðum ef þetta fólk mætir ekki.“ Halldór efast þó ekki um að margir séu ósáttir við meðferð hans á þeim en segir það þó alls ekki illa meint þó stundum svíði undan teikningum hans. „Ég hef nú ekki fundið neitt fyrir því en það hljóta einhverjir að vera sárir, fjandinn hafi það. Það er hlutverk skopteiknarans að vera gagnrýn- inn á samfélagið og þá hljóta stundum einhverjir að móðgast. En þetta er betrunarbók.“ Halldór segist þó ekki síður vilja hitta þau fórnarlömb sín sem hafi móðgast. „Ég er alveg til í það og ef einhverjir vilja koma og leið- rétta mig og rökræða þá er það velkomið.“ - þþ Skopteiknari býður fórnarlömbum til veislu HAlldór bAldUrsson Hefur slegið hressilega í gegn með skopmyndum sínum í Blaðinu. Hann segir árið hafa verið gott hvað stórmál varðar og sér síður en svo fram á efnisþurrð. Félagar og vinir Ellerts B. Schram kímdu þegar þegar þeir sáu hvaða nafn hann notar á aðra aðal- persónu sína í bráðskemmtilegri bók sem hann sendi nýverið frá sér. Persónan ber nafnið Eggert Scheving og byggist augljóslega á höfundi sjálfum. Nafnið þekkja hins vegar vinir Ellerts vel frá því í gamla daga þegar menn voru á Sjallan- um. Var þar mikið fagurra fljóða og menn að gera sig breiða. Ellert vildi þó ekki gera mikið úr því, þóttist of þekktur maður til að sperra stél, og var ekki fyrr búinn að sleppa því orðinu en blómarós mikil tók þéttingsfast utan um hann aftan frá og sagði: „Ég veit hver þú ert. Eggert Scheving!“ Og hefur Ellert ávallt verið kallaður Eggert í ákveðnum hópi eftir þetta atvik. Hin persónan í bók Ellerts B. Schram, Á undan sinni samtíð, er svo stórgrósserinn seinheppni Búbbi. Bók Ellerts er lykilsaga, byggist á sönnum atburðum og persónum, og þykjast margir þar þekkja þætti í Búbba úr fari og sögu Svans Þórs Vilhjálmsson- ar lögmanns. Svanur er svo bróðir sjálfs borgarstjórans, Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar, þannig að víða liggja vegir. - jbg Fréttir AF Fólki 19.09.86 …fær Kristján M. Atlason, sem liðsinnti ABC við hjálparstarf í Afríku í sumarfríinu sínu frek- ar en að eyða því í dekurdvöl á sólríkri baðströnd. Loðfeldir, mokkakápur og sel- skinnsjakkar eru dýrustu flíkur sem hægt er að fá á Íslandi í dag. Vinsældir þeirra hafa farið vax- andi með árunum og eru kaup- menn sem selja slíka vöru sam- mála um það að batnandi efnahagur í landinu spili þar inn í. „Ég panta loðfeldina mína frá París og sel alltaf hvert eitt og ein- asta stykki fyrir jólin enda er fal- legur loðfeldur á óskalista hverrar einustu konu fyrir jólin,“ segir stórkaupmaðurinn Sævar Karl, en loðfeldirnir í hans búð eru á verð- bilinu 200.000-600.000 krónur og því dýrustu flíkurnar í búðinni. „Loðfeldir eru fyrir karlmenn til að gefa konunum sem þeir elska í jólagjöf, þeir segja meira en þús- und orð,“ segir Sævar Karl glaður í bragði. Loðfeldir eru ekki lengur mun- aðarvara heldur hafa þeir rutt sér til rúms innan tískuheimsins og búðir með notaðan fatnað selja einnig loðfeldi fyrir minni pening fyrir almúgann. Þessa stundina eru loðfeldir ekki bara fyrir kvenmenn því karl- peningurinn hefur kveikt á þess- ari tískubólu og segir Eggert Jóhannsson feldskeri að þeir séu nú að bætast í hóp við- skiptavina sinna í vaxandi mæli. Helstu ráðamenn og viðskiptajöfrar þjóðar- innar hafa verið að láta sjá sig í loðfeldum og sel- skinnsjökkum upp á síð- kastið. „Rétt í þessu var ég að selja hjónum frá Hol- landi hvoru sinn loð- feldinn,“ segir Egg- ert en að karlarnir séu hrifnari af selskinnsjökkun- um og mokkakápunum. Útlending- ar eru stór hluti af viðskiptavinum Eggerts en þá eru feldirnir fyrir- fram pantaðir. Verðbilið á loðfeldum er allt frá 200.000 kr. og upp úr öllu valdi. Samkvæmt heimildum blaðsins er dýr- asti loðfeldurinn í einni búð bæjar- ins á 1.200.000 krónur en ef verið er að sérpanta eða sérsauma getur verðið farið upp úr öllu valdi. Egg- ert gengur svo langt að segja að það verð sé ekki prenthæft. Það er meira að segja þannig að búðir með svona dýran fatnað eru undanskildar almennum reglum um verðmerkingar í búðargluggum því verðið þykir það hátt að ekki er ráðlagt að flagga því. alfrun@frettabladid.is LOðFELDiR: Vaxandi Vinsældir hér á landi með bættum efnahag Pelsar fyrir bæði kynin loðFEldir Verðlagið og vinsældirnar fara vaxandi með árun- um og eru þeir dýrustu flíkur á Íslandi nú. EggErt FEldskEri Segir að bæði karlmenn og konur gangi í loðfeldum og mokka- kápum nú til dags sem er afturhvarf til fimmta áratugarins þegar flestir karlmenn gengu með hatt og staf og skörtuðu fínustu pelsum. kAlli í PElsinUM Karl J. Steingríms- son er eigandi búðarinnar Pelsins sem selur aðeins loðfeldi. Íslenskt pelsafólk HAlldór ásgríMsson Hefur vakið mikla athygli hvert sem hann fer fyrir selskinnsjakka sem hann notar þegar tækifæri gefst og tekur sig vel út. ArnAr gUnnlAUgsson Sást á næturrölti miðborg- arinnar skarta þessum flekkótta loðfeldi þótt ekki fylgi sögunni hvaða gerð þetta sé og notar hann víst loðfeldinn þegar kólnar í lofti. dorrit MoUssAiEFF Forsetafrú og ein af hefðardömum landsins skartar loðfeldum, keipum og loðkrögum af hvaða tilefni sem er. þórA gUðMUndsdóttir Stofnandi Atlanta-flug- félagsins og á eflaust fleiri en einn loðfeld inni í skáp. AgniEszkA Tískudívan og stílistinn sést oftar en ekki klæðast loðfeldi á götum borgarinnar. sævAr kArl Segir að loðfeld- irnir sem hann pantar frá París seljist alltaf upp fyrir jólin. FRÉTTABLAðið/PB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.