Fréttablaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 70
3. desember 2006 SUNNUDAGUR34
menning@frettabladid.is
Nýjasta skáldsaga Auðar
Jónsdóttur, Tryggðarpant-
ur hefur hlotið lofsamlega
dóma en bókin er öflugt
innlegg í umræðu um mál-
efni innflytjenda sem nú
brenna á margra vörum.
Lesendur biðu spenntir eftir nýrri
bók frá Auði en saga hennar Fólk-
ið í kjallaranum hlaut Íslensku
bókmenntaverðlaunin árið 2004.
Tryggðarpantur er fjórða skáld-
saga Auðar sem auk þess hefur
gefið út þrjár barnabækur.
Auður rekur hugmyndina að
nýju bókinni til veru sinnar í mála-
skóla fyrir innflytjendur í Dan-
mörku en þangað fluttist hún fyrir
nokkrum árum. Dvölin þar kom
henni töluvert á óvart en þar upp-
lifði hún margvíslega fordóma
gagnvart útlendingum á eigin
skinni. „Það er svolítið skrítið að
setjast aftur á skólabekk og sú
reynsla var fljót að skila sér á
pappír. Það er alveg sama þótt
maður sé Íslendingur að læra
dönsku, það er eins og allt sem
maður á eða telur sig standa fyrir
sé að engu haft,“ útskýrir Auður.
„Ég sagði fólki að ég væri rithöf-
undur en enginn trúði mér,“ segir
hún hlæjandi og rifjar upp vand-
ræðalega glímu höfundarins við
dönsku stílana en bætir svo við;
„maður getur síðan ímyndað sér
hvernig það er að vera flóttamað-
ur og eiga ekki afturkvæmt til
heimalandsins. Þegar öll tilvera
manns er horfin í augum fólksins í
kring.“
Traust og valdatogstreita
Reynslu sinni af Danmerkurdvöl-
inni blandaði Auður við eigin hug-
myndir um fjölmenningarsam-
félagið, landamæralausan heim og
kynjapælingar og úr varð sagan af
Gísellu Dal, kæruleysislegri borg-
aralegri konu sem tekur þrjá leigj-
endur inn á heimili sitt í góðri trú
um að hagsmunir hennar og
húsnæðislausra útlendinga fari
saman. Auður útskýrir að aðal-
persónan hafi fengið að ákvarða
sitt eigið kyn á ritunartímanum og
það hafi verið spennandi ferli
fyrir sig auk þess sem hún vísar
þvers og kruss í svokallaðan
skvísu-skáldskap („chick-lit“) sem
meðal annars áréttar yfirborðs-
mennsku Gísellu og vina hennar.
Gísella er góðu vön og það er
út úr neyð að hún velur þrjár
konur til að „deila“ með sér íbúð-
inni. Hún setur þeim umgengnis-
reglur sem höfundur segir að hafi
sterka vísun í regluverk dýranna
í bók George Orwell, Animal
Farm, enda vinda kvaðir Gísellu
upp á sig þegar sambúðin gengur
ekki þrautalaust fyrir sig. „Hún
gefur þeim aldrei færi á að lifa í
trausti – það er glæpurinn,“ segir
Auður. Titill bókarinnar vísar
þannig til traustsyfirlýsingarinn-
ar sem Gísella gefur aldrei sam-
býliskonum sínum, valdabaráttan
á heimilinu er hluti fyrir heild –
nasasjón af þekktri togstreitu
innan stærri samfélaga þar sem
fordómar leiða af sér undirokun
og þöggun.
Auður kveðst hafa viljað að
sagan hefði sem víðasta skírskot-
un og því gerist hún í óskilgreindri
stórborg. Aðstæðurnar eru kunn-
uglegar og átökin líka en segjast
verður að sagan kemur út á mjög
góðum tíma, nú þegar innflytj-
endamál eru mikið til umræðu hér
á landi.
Hún segir að Tryggðarpantur
sé á vissan hátt pólitísk bók. „Þessi
bók er mögulega skrifuð af meiri
pólitískri ástríðu en aðrar sem
gerir mann kannski óhræddari við
viðtökurnar. Þess vegna vill maður
náttúrlega að sem flestir lesi hana
og tali um hana ekki aðeins í bók-
menntalegu tilliti,“ segir hún og
áréttar að bókmenntir séu í raun
stórt samtal og hún fagni því ef
Tryggðarpantur verði til þess að
vekja frekari umræðu um málefni
innflytjenda. Hún segist þó lítt
hrifin af pólitískum flokkadrátt-
um, þótt hún hafi í gegnum tíðina
verið bendluð við flokka, stutt fólk
í prófkjörum og slíkt þá eigi það
ekki við sig. „Það er mikilvægt
fyrir rithöfunda að skorða sig ekki
niður, að minnsta kosti ekki til
lengri tíma. Það er fínt að vera
pólitískur í hugsun en ekki að vera
pólitíkus – það er allt annað mál.“
Innflytjandi í Danmörku
„Við fluttum út ári áður en farið
var að tala um þessa íslensku inn-
rás viðskiptamanna til Danmerk-
ur og þá þótti nú ekkert par fínt að
koma frá Íslandi. Árinu eftir
breyttist þessi afstaða og fólk fór
að spyrja mann að fyrra bragði
hvort maður væri milljarðamær-
ingur. Áður höfðu spurningarnar
tengst því hvort við værum enn
hjálenda Dana og hvort við rækj-
um eigin háskóla – svo átti maður
allt í einu að svara fyrir Jón
Ásgeir,“ segir hún og hlær. Hún
áréttar að það sé undarlegt sam-
band milli landanna tveggja og að
hún hafi verið fegin að vera að
flytja frá Danmörku þegar Ekstra
Bladet tók til við umfjöllun sína
um íslensku viðskiptamennina.
„Maðurinn minn sagði á þeim tíma
að hvorki Ísland né íslam gengi
upp í Danmörku.“
Fordómar spretta af fáfræði og
Auður bendir á að alltaf sé auðvelt
að búa til grýlur, hverju sem þær
tengjast. „Óttinn framkallar sjálf-
an sig og með fordómum er verið
að svipta fólk mennskunni. Það að
vera múslími jafnast nú næstum á
við að vera geimvera því það er
stöðugt verið að auka á fjarlægð-
ina milli fólks. Öll erum við fólk,
útlendingahatur er ekkert annað
en mannhatur. Á þessum tíma
þegar það er svo mikil spenna og
gagnkvæmir fordómar í heimin-
um eru öll verk sem veita mýkri
innsýn í aðrar manneskjur gulls
ígildi,“ segir hún og tekur dæmi af
bók Jóhönnu Kristjónsdóttur,
Arabíukonur.
Hættulegur klofningur
Hún segir að erfitt sé að bera saman
umræðuna um innflytjendur hér á
landi og í Danmörku. „Hér á landi
er þessi umræða enn á byrjunar-
stigi en í Danmörku er hún óvægin
og hörð.“ Hún segir það ekki öfunds-
vert hlutskipti að vera múslími í
Danmörku, sérstaklega ekki eftir
fjaðrafokið sem varð vegna
Múhameðsteikninganna svonefndu.
„Þar var verið að misnota heilagt
hugtak eins og tjáningarfrelsi til
þess að klekkja á minnihlutahópun-
um í þjóðfélaginu. Frelsi fylgir
ábyrgð og fjölmiðlafólk í Danmörku
var alls ekki á eitt sátt um það mál
heldur. Fólk er í alvörunni hrætt um
eigið líf. Landið virðist skiptast upp
í fylkingar, annars vegar í fólk sem
óttast innflytjendur og trúir því að
allt sé þeim að kenna og svo í hina
Danina sem una mjög vel við fjöl-
menningu og líta á hana sem auð-
lind. Það eru mikil átök í landinu og
þannig séð gott fyrir rithöfund að
vera þar sem margt kraumar.“
Auður bendir á að við Íslending-
ar hefðum fengið ávæning af
þessum hættulega klofningi þegar
flokksmenn Frjálslynda flokksins
gagnrýndu streymi erlends vinnu-
afls inn í landið. „Þetta er mikið til-
finningamál og það er auðvelt að
misstíga sig þótt maður sé velmein-
andi og réttsýnn. Líkt og með Múh-
ameðsteikningarnar telja sig allir
vera í heilögum rétti. Flokksmenn
Frjálslynda flokksins tala ábyggi-
lega af góðum ásetningi og þannig
breytir Gísella í bókinni – hún held-
ur að hún sé að gera gott en það
snýst upp í andhverfu sína. Illskan
getur leynst í hinu smáa og það er
svo auðvelt að gera illt án þess að
ætla sér það.“ kristrun@frettabladid.is
Danskvæði
Enginn í salnum heyrði orð þín Ég elska er
hurfu í hringiðu lagsins umkomulausari en
nývaxin blöð sem næðingur lesa lokuðum
augum af óþekktum trjá handa fljótunum
Úr ljóðabók Einars Braga, Regn í maí, sem kom út hjá Helgafelli
árið 1957.
Hefð hefur skapast fyrir því að höfundar lesi úr
nýjum bókum í húsi skáldsins Halldórs Laxness
á Gljúfrasteini í desember. Þessar samkomur
hafa ætíð verið vel sóttar enda myndast oft
skemmtileg stemning í stofunni þegar höfundar
lesa við þessar heimilislegu aðstæður. Allir eru
velkomnir á upplestra þessa og er aðgangur
ókeypis. Alls verða upplestrarnir þrír, alla sunnu-
daga á aðventunni, en dagskrána í heild má
nálgast á heimasíðu Gljúfrasteins.
Dagskráin hefst í dag kl. 16 en þá mun Einar
Már Guðmundsson lesa úr ljóðabókinni Ég stytti
mér leið framhjá dauðanum, Kristín Steinsdóttir
les úr skáldsögunni Á eigin vegum, Sölvi Björn
Sigurðsson les úr skáldsögunni Fljótandi heimur
og Steinar Bragi les úr skáldsögu sinni, Hið
stórfenglega leyndarmál Heimsins.
Þess má einnig geta að í móttökuhúsi er
margmiðlunarsýning helguð ævi og verkum
Halldórs Laxness, þar er einnig minjagripaversl-
un og aðgöngumiðasala. Í námunda við Gljúfra-
stein eru fallegar gönguleiðir. Safnið er opið alla
daga nema mánudaga frá kl. 10-17.
Upplestur á Gljúfrasteini
HeImsókn á GljúfrasTeIn Bókmenntaunnendur
geta gengið að heimilislegum upplestrum á sunnu-
dögum í desember.
> Bók dagsins
Skáldsagan Icelander eftir Dustin
Long. Bókinni hefur verið líkt við
stílblöndu höfundanna Nabokov og
Agöthu Christie en sagan kemur
Íslandi ósköp lítið við.
SENDU SMS SKEYTIÐ
JA SBF Á NÚMERIÐ
1900 OG ÞÚ GÆTIR
UNNIÐ BÍÓMIÐA!
VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR,
DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR
OG MARGT FLEIRA9
HVER
VINNUR!
Vin
nin
ga
r v
er
ða
af
he
nd
ir h
já
BT
Sm
ár
ali
nd
. K
óp
av
og
i. M
eð
þv
í a
ð t
ak
a þ
át
t e
rtu
ko
m
inn
í S
M
S k
lúb
b.
99
kr
/sk
ey
tið
.
Traustið brúar bilið milli okkar allra
auður jónsDóTTIr rITHöfunDur „Öll erum við fólk, útlendingahatur er ekkert
annað en mannhatur.“ FrÉttABLAðið/Anton BrinK
flökkukInDur á spánI Auður hyggst
setjast á skólabekk á ný og læra
spænsku. Síðan er barnabók í burðar-
liðnum. FrÉttABLAðið/Anton BrinK