Fréttablaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 73
SUNNUDAGUR 3. desember 2006
Yfirlitssýningunni Málverkið
eftir 1980 lýkur í Listasafni
Íslands í dag. Dr. Halldór Björn
Runólfsson, listfræðingur og
aðstoðarsýningarstjóri sýning-
arinnar, verður með leiðsögn
um sýninguna kl. 14 og mun
hann fjalla um þróunina í mynd-
list tímabilsins út frá verkum
listamannanna sem eiga þar
verk.
Með sýningunni er í fyrsta
sinn gerð heildarúttekt á þróun
málverksins á tímabilinu frá
1980 til dagsins í dag. Frá opnun
sýningarinnar 7. október hafa
listamenn og fræðimenn fjallað
um sýninguna og fjölmargir
tekið þátt í fræðsludagskránni
á sunnudögum, til dæmis með
leiðsögn og listamannaspjalli.
Rúmlega 11.000 manns hafa
gert sér ferð á sýninguna.
Sýningarsalir Listasafns
Íslands verða því lokaðir frá 4.-
14. desember vegna uppsetn-
ingar á næstu sýningu, Frelsun
litarins / Regard Fauve, sem
verður opnuð 15. desember.
Málverkið uppgert
SýningarStjórar bregða á leik
Laufey Helgadóttir og Halldór Björn
Runólfsson. fRéttaBLaðið/gva
Lau. örfá sæti 2. des.
Sun. 3. des.
Fim. 7. des.
Fös. 8. des.
Lau. 9. des.
Síðustu sýningar!
Miðasala virka daga
frá kl. 11-16 og
2 tímum fyrir sýningar.
Sími 562 9700
idno.is og midi.is
Sýningar kl. 20
Sýnt í Iðnó
“Fólk ætlaði
hreint vitlaust að
verða úr hlátri.”
S.A. TMM
Félagið Mír, menningartengsl
Íslands og Rússlands stendur
fyrir reglulegum kvikmyndasýn-
ingum í húsakynnum sínum við
Hverfisgötu 105 og í dag er komið
að stórvirki leikstjórans Grígoríj
Kozintsév, Lér konungur.
Myndin er frá árinu 1970 en
hún byggir á samnefndu leikriti
Shakespeares sem rithöfundurinn
Boris Pasternak þýddi á sínum
tíma en þykir leikstjóra hafa tekist
vel að höndla margslungið efni.
Tónlistina samdi Dmitrí Shosta-
kovitsj en eistlenski leikarinn Júríj
Jarvet fer með titilhlutverkið.
Sýningin hefst kl. 15 í dag og
tekur myndin rúma tvo tíma í
flutningi.
Lér hjá Mír
rithöfundurinn boriS PaSternak
Þýddi leikrit Shakespeares um Lé
konung.