Fréttablaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 4
4 3. desember 2006 SUNNUDAGUR
FlUGUmFeRðARStjóRAR Félag
íslenskra flugumferðarstjóra
hefur samþykkt að styrkja þá
félagsmenn sem ekki hafa ráðið
sig til Flugstoða, eiga ekki rétt á
biðlaunum og verða launalausir
vegna þessa í janúar 2007. Styrkur-
inn skal nema fullum launum sem
tapast, án aukavinnu, og greiðist í
byrjun febrúar. Félagsfundur
hefur falið stjórn félagsins að
ganga frá fjármögnun vegna þessa
og heimilar að eignir félagsins séu
veðsettar til tryggingar láni ef
þurfa þykir.
Loftur Jóhannsson, formaður
félagsins, segist vera bjartsýnni á
að ágreiningur við stjórn Flug-
stoða verði leystur eftir fund með
stjórn félagsins á miðvikudaginn
var og á von á að samningaviðræð-
ur hefjist fljótlega. Á fundinum
lögðu fulltrúar Flugstoða fram
upplýsingabréf og yfirlýsingu til
að skýra málið.
Kröfur flugumferðarstjóra
snúast um það að tryggja flug-
umferðarstjórum sömu lífeyris-
réttindi hjá Flugstoðum ohf. og
þeir hafa haft sem opinberir
starfsmenn. Loftur telur að breyt-
ingar á lögum um kjarasamninga
opinberra starfsmanna sé besta
lausnin.
Tæplega þrjátíu umsóknir bár-
ust um tæplega níutíu stöður flug-
umferðarstjóra hjá Flugstoðum
ohf. þegar umsóknarfrestur rann
út í vikunni. - ghs
LaunaLausir fá styrki Félag íslenskra
flugumferðarstjóra hefur falið stjórn
félagsins að fjármagna styrki til launa-
lausra félagsmanna í janúar.
Félag íslenskra flugumferðarstjóra styrkir launalausa flugumferðarstjóra í janúar:
Veðsetja eignir ef með þarf
GenGið 01.12.2006
Gjaldmiðlar kaup sala
Heimild: seðlabanki Íslands
122,6835
GenGisvísitala krónunnar
67,72 68,04
133,16 133,80
89,58 90,08
12,015 12,085
10,962 11,026
9,92 9,978
0,5818 0,5852
102,22 102,82
Bandaríkjadalur
sterlingspund
evra
dönsk króna
Norsk króna
sænsk króna
japanskt jen
sdr
löGReGlUmál Lögreglan í
Kópavogi handtók í fyrrakvöld
tvo menn um tvítugt eftir að
fíkniefni í söluumbúðum fundust
í fórum þeirra. Í kjölfarið var
gerð húsleit heima hjá öðrum
mannanna og fundust þar um tvö
hundruð grömm af hassi og
lítilræði af amfetamíni.
Einnig fundust peningar á
heimili mannsins sem taldir eru
vera ágóði af fíkniefnasölu.
Mennirnir voru yfirheyrðir í
fyrrinótt og viðurkenndi annar
þeirra að hafa átt hluta efnanna
og hafa ætlað þau til sölu.
Rannsókn á málinu stendur
enn yfir og verst lögregla frekari
frétta af málinu. - mh
tveir handteknir í kópavogi:
Með fíkniefni í
söluumbúðum
Blaðberaskortur
dönsku fríblöðin sjá fram á að þurfa
að flytja inn fleiri blaðbera því danir
hafa engan áhuga á starfinu. Þótt 133
atvinnuleysisþegum, sem eru fullfærir
um að starfa sem blaðberar, hafi
verið boðin sú vinna í Frederiksberg,
tóku eingöngu fimm starfinu. Í kaup-
mannahöfn töldust 270 atvinnulausir
hæfir og níu þeirra tóku boðinu.
Danmörk
New YoRk, Ap Hundruð manna
söfnuðust saman í Queens í gær
til að votta saklausu fórnarlambi
skotárásar lögreglu virðingu sína.
Hinn látni, Sean Bell 23 ára, var
borinn til grafar í gær.
Bell varð fyrir skotárás lög-
reglu þegar hann var á leið heim
úr steggjapartíi ásamt tveimur
vinum. Lögreglan taldi ranglega
að ungu mennirnir væru vopnaðir.
Fimmtíu lögreglumenn skutu á
þremenningana og lést Bell sam-
stundis. Hinir tveir liggja alvar-
lega særðir á sjúkrahúsi.
Útförin fór fram í sömu kirkju
og á þeim degi sem Bell hefði átt
að ganga í það heilaga ásamt
unnustu sinni. Málið hefur vakið
mikla óánægju almennings í
Bandaríkjunum og lögreglan
hefur verið harðlega gagnrýnd
fyrir framgöngu sína. - áp
Fórnarlamb lögregluofbeldis:
Fjölmenni við
útför Sean Bell
BeLL minnst Fjöldi fólks vottaði hinum
látna virðingu sína.
meNNiNG Jólasýning Árbæjar-
safns hefst klukkan 13 í dag.
Ungir sem aldnir geta komið og
fylgst með undirbúningi jólanna
eins og hann var í gamla daga og
rölt á milli húsa. Hrekkjóttir
jólasveinar gægjast á glugga,
guðsþjónusta verður í kirkjunni
ásamt því að gestir fá að föndra,
syngja jólalög og ferðast um í
hestvagni.
Sýningin er aðeins opin í dag
og næstkomandi sunnudag frá
klukkan 13 til 17. - áp
Jólasýning Árbæjarsafns:
Jólahald með
gamla laginu
JóLasýninG sýningin hefur skipað sér
fastan sess í menningarlífi borgarinnar.
StjóRNmál „Vandi Samfylkingar-
innar liggur í því að kjósendur
þora ekki að treysta þingflokkn-
um – ekki enn þá,“ sagði Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, formaður
Samfylkingarinnar, í ræðu sinni
á flokksstjórnarfundi flokksins í
Reykjanesbæ í gær. Hún segir
Samfylkinguna þurfa að komast í
ríkisstjórn til þess að skapa henni
endurnýjunarkraft.
Ingibjörg Sólrún lagði áherslu
á það í ræðu sinni að Samfylkingin
væri tilbúin til þess að axla ábyrgð
og stýra málum af festu í ríkis-
stjórn eftir kosningarnar næsta
vor. „Ég er ekki sátt við að flokk-
urinn sé með um 25 prósenta fylgi
í skoðanakönnun vegna þess að
það er undir kjörfylgi. Mér finnst
það benda til þess að það vanti upp
á traust kjósenda á þingflokknum
vegna þess að hann gegnir mikil-
vægu hlutverki. Þetta hafa
stjórnarandstöðuflokkar, sem eru
öflugir, glímt við í mörgum ríkjum
í kringum okkur. Til dæmis má
nefna Demókrataflokkinn í Banda-
ríkjunum áður en Bill Clinton varð
forseti, Verkamannaflokkinn í
Bretlandi áður en Tony Blair
komst til valda og hægriflokkana í
Svíþjóð. Ég tel Samfylkinguna
þurfa að aga málflutning sinn
fram að kosningum og á þeim
forsendum tel ég ljóst að við
munum fá það traust sem þarf til
þess að komast í ríkisstjórn.“
Í ræðu sinni fór Ingibjörg
Sólrún hörðum orðum um frammi-
stöðu ríkisstjórnar Sjálfstæðis- og
Framsóknarflokksins. Sagði hún
kosningaloforð stjórnarflokkanna
í síðustu kosningum „í formi
skattalækkana og hærri húsnæðis-
lána“ hafa reynst „hjóm eitt“.
Sagði hún útreikninga sýna það
„svart á hvítu að allar lækkanir á
skatthlutföllum væru þegar upp-
étnar úr vösum venjulegs fólks og
gott betur“. Átvöglin hétu „vextir
og verðbólga“.
Ingibjörg Sólrún segir langa
stjórnarandstöðu hafa styrkt
flokkinn og nú þurfi flokksmenn
að sameinast um að fella ríkis-
stjórnina í kosningunum næsta
vor. „Ég skynja það sterkt að
Samfylkingin þarf að nýta þau
greinilegu sóknarfæri sem skap-
ast hafa fyrir kosningarnar í vor.
Ég finn að það er útbreidd skoðun
meðal fólks að Samfylkingin þurfi
að vera í ríkisstjórn, eftir kosning-
arnar næsta vor, til þess að það
skapist í henni endurnýjunar-
kraftur fyrir íslenskt samfélag.
Ég er tilbúin til þess að leggja
mikið á mig til þess að ná fram
vilja fólks og Samfylkingarfólk er
tilbúið til þess líka.“
magnush@frettabladid.is
Samfylkingin skapi
endurnýjunarkraft
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir sagði kjósendur ekki treysta Samfylkingunni nægi-
lega vel í ræðu sinni á flokksstjórnarfundi flokksins. Hún segist finna fyrir því
hjá fólki að tími sé kominn til að koma ríkisstjórnarflokkunum frá völdum.
frá funDinum ingibjörg sólrún flytur ræðu sína á flokksstjórnarfundinum. ingibjörg
sólrún segist finna fyrir vilja hjá fólki til þess að hleypa nýjum flokkum að í ríkis-
stjórn. FréttaBlaðið/Hilmar
����������������������������������
�������������
��������
����
�������� ��
���������
������
�����
���������
���������������
������
��������
��������
�������
����
������� ��
����������������
���������������
��������������
������������������
�����������������
������������
������������
�����������
�����������
���������������
�����������
�������������
���������������
�������������
���������������
���������
���������������
��������� ��������������
������� ��� �������
����������������������
�������������������
��� �������� ���������� ��
���� ��������� ������ ���
���� ���������������
���� � ��������������
����� ���� � �������� ��
�������������� ������������� �
���������� ���������
��������� ���� � �� ���
�������� ���������� ���� �
�������������������
��������� �� �����
����������������� ��������
���� ���� ���� ����������
�� ����� ���
�����������
����������������
����� �������� ��� ��
���� ��������������� �
����� ���
���������
�� ������ �� ����������
������� �� ���
�
�
�
�
�
�
�
�
�
� ��
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
�
� �
�
�
�
� �
�
�
�
�
HeilBRiGðiSmál Umfang reykinga
hér á landi hefur verið á hægri en
stöðugri niðurleið síðan árið 1991.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í könnun Capacent Gallup
sem gerð var fyrir Lýðheilsustöð.
Í könnuninni kom fram að 21
prósent karla reykja daglega en
einungis 17 prósent kvenna. Lítill
og ómarktækur munur er á
hlutfalli kvenna og karla sem
reykja af og til.
Daglegar reykingar eru
algengastar hjá fólki á aldrinum
20 til 29 ára og háskólamenntað
fólk reykir minna en þeir sem eru
einungis með grunnskólamennt-
un. - hs
ný könnun um reykingar:
Þeim fækkar
sem reykja