Fréttablaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 24
3. desember 2006 SUNNUDAGUR24
Atvinnurekendur, stjórnendur, vinnumiðlarar, rannsak-
endur og áhugafólk um íslenskan vinnumarkað athugið!
Verkefnisstjórn 50 + efnir til fundaraðar um málefni miðaldra og eldra
fólks á vinnumarkaði. Síðasti fundur af þremur verður á Grand hótel,
Hvammi þann 7. desember n.k. kl. 8:30-10:00.
Dagskrá:
1. Jón Torfi Jónasson prófessor í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla
Íslands, fjallar um símenntun innan fyrirtækja. Eru eldri starfsmenn hvattir
til þátttöku í símenntun jafnt og þeir sem yngri eru? Hvernig skynja fyrir-
tækin þrýsting á þátttöku? Eru þeir eldri tregari til þátttöku en þeir yngri?
Skiptir starfsmannastefna máli varðandi þátttöku? Hvaða skýringar eru á
minni þátttöku eldra fólks í endurmenntun?
2. Soffía Gísladóttir framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvar Eyjafjarðar
og Ingibjörg Elsa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Fræðslumiðstöðvar
atvinnulífsins fjalla um símenntunaraðila og samspil framboðs og eftir-
spurnar. Hvernig verður framboðið til og eftir hverju fara símenntunaraðil-
ar þegar námsframboð er ákvarðað? Tengist raunfærnimat á einhvern hátt
stöðu miðaldra og eldra fólks á vinnumarkaði?
3. Umræður.
Fundarstjóri Elín R. Líndal.
Nánari upplýsingar um starf verkefnisstjórnarinnar og fundaröðina er
að fi nna á heimasíðu Vinnumálastofnunar www.vinnumalastofnun.is
Morgunverður verður framreiddur frá kl. 8:00, verð kr. 1.400.-
• Hversvegna dregur úr sí- og endurmenntun
fólks á vinnumarkaði eftir fi mmtugt?
• Er fólki mismunað innan fyrirtækja eftir aldri
með tilliti til möguleika á sí- og endurmenntun?
• Hvað ræður námsframboði símenntunaraðila?
• Tengist raunfærnimat stöðu miðaldra og eldra
fólks á vinnumarkaði?
Óþekk börn fá
kartöflu í skóinn
Fyrsti sunnudagur í aðventu er á morgun og hefst þá jólaundirbúningurinn
fyrir alvöru. Börnin eru farin að telja niður dagana til jóla. Vonda Grýla er
liðin tíð en kartöflur í skóinn eru komnar til að vera. Sigríður Dögg Auðuns-
dóttir heimsótti nokkur börn á leikskólaaldri og spjallaði við þau um jólin.
- Hvað gerir maður á jólunum?
„Skemmtir sér.“
- Hvernig?
„Vel.“
- Hvað gerir þú á jólunum?
„Ég bý til snjókarl og snjóbolta.“
- Er alltaf snjór á jólunum?
„Já.“
- Hvað gerirðu meira um jólin?
„Ég er heima að leika mér. Og
skreyti líka jólatréð með bláum
kúlum.“
- Þekkirðu jólasveinana?
„Já.“
- Hver er uppáhaldsjólasveinn-
inn þinn?
„Hurðaskellir. Það eru svo mikil
læti í honum. Hann skellir oft
hurðinni heima hjá okkur en við
heyrum ekki í honum af því að
við erum steinsofandi.“
- Hvað er hann að gera heima hjá
þér?
„Ég held hann sé að gefa í skó-
inn.“
- Færð þú í skóinn?
„Já. Ég er alltaf að reyna að vera
góður strákur.“
- En hvað þig langar í jólagjöf?
„Svona beinagrind sem fer á
braut og bíla sem fara á braut og
fara svo upp í loftið.“
- Ætlar þú að gefa einhverjum
jólagjöf?
„Já, ég ætla að gefa pabba bók.
Svona einhverja franska bók
sem pabba finnst skemmtileg.
Pabbi minn er franskur af því að
hann fæddist í Frakklandi. Ég
veit ekki hvað ég ætla að gefa
mömmu. Kannski varalit. Ég
ætla að gefa Nönnu [systur]
barbí.
- En þekkirðu Jesúbarnið?
„Já, mamma mín sagði mér frá
því. En það er bara til í bók.“
Nói Baldvin Collard fjögurra ára:
Alltaf að reyna að vera góður
- Hvað ætlarðu að gera um jólin?
„Ég ætla að baka köku og fara út
og draga snjósleðann minn. Þá hlæ
ég svona: ha ha ha,“ segir hún og
leikur með innlifun hvað það er
gaman á sleða.
„Svo dansa ég í kring um jólatréð
og syng jólalög,“ segir Þorbjörg.
- Seturðu skóinn út í glugga fyrir
jólin?
„Já, en ef börn eru óþekk fá þau
kartöflu í skóinn. Það eru samt
ekki jólasveinarnir sem gefa kart-
öflur. Það eru vondukallarnir.“
- Veistu hvað jólasveinarnir
heita?
„Já, þeir heita bara jólasveinar.
Grýla á heima í fjöllunum.“
- Þekkir hún jólasveinana?
„Nei. Einu sinni sá ég góða Grýlu
með engan staf og engan poka sem
stal engum börnum. Hún var að
sofa hjá mér. Ég sagði henni að
fara úr skónum og hún gerði það
og kom inn til mín. Það var góða
Grýla. Hún á ekki heima uppi í
fjöllunum. Vonda Grýla á heima í
fjöllunum og líka fólkið og Grýla
var að éta það.
- Á Grýla ekki heima hjá jóla-
sveinunum?
„Nei! Einu sinni kom risastór úlfur
og var að éta vondu Grýlu.“
- Ertu búin að hugsa um hvað þig
langar í jólagjöf?
„Já, bíl og lest sem er svona til að
ýta á og segir dúm dúm og dansar
í kring um allt.“
- En hvað langar þig mest í í jóla-
matinn?
„Ummm. Kuðung... nei, djók! Ég
ætla að fá kjöt og köku og ís og
súkkulaði.“
Þorbjörg Edda Valdimarsdóttir, þriggja ára:
Úlfur át vondu Grýlu
- Hvað gerum við á jólunum?
„Ég veit það ekki. Mamma mín
sagði að það eru til jólasveinar.“
- Og hvað heita þeir?
„Ég veit það ekki. Þeir eru rauð-
ir.“
- Gefa þeir þér í skóinn?
„Nei.“
- Hvað segirðu, fá ekki allir góðir
strákar í skóinn?“
„Nei. En það eru bara til tveir jóla-
sveinar. Veistu hvað? Ég á einn
jólasvein sem kann ekki að tala.
Hann er bara í bókinni minni.
Veistu hvað? Ég kann að búa til
snjókarl. Ég get ekki búið til snjó-
karl ef það kemur ekki snjór.“
- En þekkirðu jesúbarnið?
„Já. Ég kann lag um jesúbarnið.
Viltu heyra? [Syngur] Jesús er
besti vinur barnanna, Jesús er
besti vinur barnanna. Alltaf er
hann hjá mér, aldrei fer hann frá
mér. Jesús er besti vinur barn-
anna.“
- Hvað finnst þér gott að fá í jóla-
matinn?
„Graut. Hvítan graut. Og líka heit-
an graut með rúsínum. Veistu
hvað? Konan mín heitir Lilla [Lilla
er leikskólakennari Haraldar].
Veistu hvað? Ég er Stúfur. Veistu
hvað? Grýla er góð. Ég var ekkert
hræddur. Ég var bara aleinn að
sitja og horfa á Grýlu í leikrit-
inu.“
Haraldur Ingi Ólafsson, þriggja ára:
Ekkert hræddur við Grýlu
- Hvað finnst þér skemmtilegast
að gera á jólunum?
„Að dansa í kring um jólatréð.“
- Veistu hvað aðventan er?
„Nei.“
- Hvað langar þig að fá í jólamat-
inn?
„Pítsu. Sko, veistu hvað er besti
jólamaturinn minn? Það er pylsa.“
- Finnst þér gaman að syngja jóla-
lög?
„Já.“
- Hvað er uppáhaldsjólalagið þitt?
„Eitthvað snjólag. Ég man ekki
hvað það heitir. Ég man ekki alveg
hvernig það er. Það er um snjó.“
- En hver er uppáhaldsjólasveinn-
in þinn?
„Kertasníkir. Af því hann borðar
svo mikið af kertum. Ég ætla að
gefa honum kerti í skóinn. Einu
sinni var ég í dýragarði og þá
komu Grýla og jólasveinninn. Ég
var að borða franskar kartöflur...
nei, snakk og þá sögðu Grýla og
jólasveinninn: „Hvað er þetta?“ og
ég sagði: „Ekki neitt“. Jólasveinn-
inn sagði: „Viltu fá, Grýla?“ og svo
tóku þau snakkið en þau spýttu því
út úr sér. Er það ekki fyndið? Ég
fór að skellihlæja af því að mér
fannst það svo fyndið.“
- Hvað langar þig að fá í jólagjöf?
„Allt Bratz. Og eitt í viðbót sem er
ekki Bratz. Einn sætan bangsa.
Kannski svona Bratz-bangsa.“
- Veistu af hverju við höldum upp
á jólin?
„Já, af því að Jesús fæddist á jól-
unum.“
Kristín Thorlacius Pálmadóttir, fjögurra ára:
Langar í pylsu
í jólamatinn
- Ætlar þú að setja skóinn þinn út í
glugga fyrir jólin?
„Nei, það má ekki setja skóinn
sinn í gluggann. En jólasveinninn
ætlar að setja kartöflu í skóinn.“
- Finnst þér kartöflur góðar?
„Já.“
- En eru jólin bráðum að koma?
„Já. Þau eru heima hjá sér. Jólin
eru nebblega bara þar.“
- Hvað ætlar þú að fá í jólagjöf?
„Pakka.“
- Hvað á að vera í pakkanum?
„Stjarna. Nebblega stór stjarna.“
- Hvað ætlarðu að gera við stjörn-
una?
„Athuga hvað er í henni. Opna
hana og þá finn ég hjarta. Hjarta
sem er með litlum stjörnum á.“
- Þekkirðu Jesú?
„Jesúbarnið á afmæli á jólunum.
Mamma ætlar að koma með mér í
jesúbarnakirkjuna. Hún er gul. Ég
ætla að sjá jesúbarnið þar sem
stjarnan er. Jesúbarnið verður
glaður.“
- Ætlarðu að gefa einhverja jóla-
gjöf?
„Já, ég ætla að gefa pabba mínum
stjörnu og hjarta og mömmu minni
nebblega pínulítið hjarta. Svona
mömmuhjarta. Og pabbi minn
verður glaður þegar hann sér
stóra hjartað og sér hvað er í pakk-
anum.“
- Hvað finnst þér gott að borða á
jólunum?
„Kartöflu.“
- En langar þig ekki líka í eitthvað
annað gott að borða?
„Pítsu. Þegar jólasveinarnir eru
farnir þá fær maður ekki lengur
kartöflu í skóinn.“
- Ertu nokkuð hrædd við Grýlu?
„Nei. Hún er besta mamma jóla-
sveinanna.“
Salka Sigmarsdóttir, þriggja ára:
Gott að borða kartöflu