Fréttablaðið - 03.12.2006, Blaðsíða 78
42 3. desember 2006 SUNNUDAGUR
sport@frettabladid.is
Ísland er … Stress.
Danmörk er… Æðisleg.
Ísland eða Danmörk? Danmörk.
Júmbó eða smörrebröd? Þessi er erfið. Ég er
mikið fyrir bæði en segi smörrebröd.
Handbolti er … Frábær.
Ef ekki handbolti þá … Væri ég ófrísk.
FH-ingur eða Valsari? ÍR-ingur.
Fyrirmynd í handboltanum? Margar, t.d. Anja Andersen, Alfreð
Gísla, Kristján Ara og Júlli.
U2 eða Pearl Jam? Stórdúettinn Knoll og Tott.
Bold eða Neighbours? Bold.
Te eða kaffi? Hvorugt.
Ertu farin að hlakka til jólanna? Rosalega mikið.
Eitthvað að lokum? Meira helvíti, meira pönk.
með hrafnhildi skúladóttur60
sekúndur
> Öruggt hjá Gummersbach
Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Gummersbach
gerðu góða ferð til Rússlands í gær þar sem þeir lögðu
rússnesku meistarana í Chehovski Medvedi með
sex marka mun, 31-37. Þetta var fyrri leikur liðanna í
sextán liða úrslitum keppninnar og Gummersbach er
því nokkuð öruggt með að komast áfram í
átta liða úrslitin. Guðjón Valur Sigurðsson
skoraði átta mörk fyrir Gummersbach,
Róbert Gunnarsson þrjú og Guðlaugur
Arnarsson eitt en hann stóð vaktina
í vörninni einnig mjög vel. Það var
ekki sama reisn yfir leik lærisveina Viggós
Sigurðssonar í Flensburg sem töpuðu með tíu
mörkum í Celje, 41-31, gegn Celje Lasko.
RúMenÍA-ÍSLAnD 39-28
Mörk Íslands (skot): Ágústa edda Björnsdóttir
6 (10), Hrafnhildur Skúladóttir 4 (7), Hanna G.
Stefánsdóttir 3 (4), Dagný Skúladóttir 3 (6), Jóna
Margrét Kristinsdóttir 3 (8), Rakel Dögg Braga-
dóttir 3/3 (10/3), Harpa Melsted 2 (2), elísabet
Gunnarsdóttir 2 (2), Guðbjörg Guðmannsdóttir 1
(3), eva Margrét Kristinsdóttir 1 (4).
Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 9/1, Berglind
Íris Hansdóttir 3.
Hraðaupphlaupsmörk: 4 (Harpa 2, Hanna,
Dagný).
Fiskuð víti: 3 (Rakel, Hanna, Hrafnhildur).
Utan vallar: 10 mínútur.
HANDBolTi Ísland tapaði sínum
öðrum leik í undankeppni HM í
handbolta kvenna þegar liðið tap-
aði fyrir feiknasterku liði Rúm-
ena, 28-39. Íslenska liðið lék vel í
fyrri hálfleik og stóð vel í þeim
rúmensku en það dugði þó ekki til
og vonir liðsins um að komast á
heimsmeistaramótið sem fram fer
í Frakklandi á næsta ári því úr
sögunni.
Það var allt annað að sjá til
íslenska liðsins í fyrri hálfleikn-
um í gær heldur en gegn Portúgal
og greinilegt að íslensku stelpurn-
ar voru staðráðnar í að gera betur
gegn Rúmenum. Rúmenska liðið
fékk góðan stuðning frá heima-
mönnum og sú stemning sem var á
vellinum virtist fara vel í okkar
stelpur.
Ísland byrjaði leikinn betur og
náði þriggja marka forskoti strax
í upphafi, 7-4. Þá vöknuðu rúm-
ensku stelpurnar til lífsins og náðu
að jafna leikinn.
Rúmenar náðu smátt og smátt
forystu í leiknum en íslenska liðið
var aldrei langt undan. Staðan í
hálfleik var 16-19, heimamönnum
í vil og íslenska liðið búið að eiga
skínandi góðan fyrri leik.
Síðari hálfleikur byrjaði eins
og sá fyrri endaði, Rúmenar höfðu
yfirhöndina en íslenska liðið var
aldrei langt undan.
Það var engu líkara en að allur
móður væri úr heimamönnum á
áhorfendapöllunum eftir mótlæti
íslenska liðsins því það var nánast
grafarþögn í húsinu fyrstu fimmt-
án mínútur síðari hálfleiks.
Um miðjan síðari hálfleik vökn-
uðu þó bæði rúmensku leikmenn-
irnir og stuðningsmenn þeirra á
pöllunum til lífsins á meðan lítið
gekk í sóknarleik íslenska liðsins.
Markvörður Rúmenanna fór að
verja vel og auk þess fóru margar
sendingar íslenska liðsins í súginn
og við það fengu Rúmenar ófá
hraðaupphlaup sem erfitt var að
ráða við. Rúmenía fór að lokum
með öruggan sigur af hólmi, 28-
39.
Íris Björk Símonardóttir átti
ágætan síðari hálfleik en af úti-
leikmönnunum átti Ágústa Edda
Björnsdóttir fínan leik.
Stórt tap gegn sterku liði Rúmena
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta tapaði fyrir Rúmenum með ellefu mörkum í gær, 28-39. Rúmenar
eru með eitt sterkasta landslið heims og liðið sýndi af hverju í síðari hálfleik.
FoRKeppni HM
daguR Sveinn dagbjaRtSSon
skrifar frá Rúmeníu
dagur@frettabladid.is
HANDBolTi „Við vissum að þetta
yrði erfitt. Spilamennskan var
góð á köflum. Við vorum samt
stundum að klikka á einföldum
atriðum varnarlega en það var
mikil barátta og vilji. Við
töpuðum og maður er aldrei
ánægður með að tapa,“ sagði
Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari.
„Við vitum að Rúmenía er eitt af
3-4 bestu liðum í heimi og auk
þess vorum við á útivelli í þessum
leik. Við sýndum samt að við
getum alveg keppt við svona lið
en við megum ekki gleyma okkur
eina einustu mínútu því þá verður
okkur refsað.“ - dsd
Júlíus Jónasson:
Getum keppt
við svona lið
komin í GeGn Hanna Guðrún Stefánsdóttir skorar hér eitt þriggja marka sinna í
leiknum í gær. FRÉTTABLAðið/TiHi JoVAnoViC