Fréttablaðið - 17.12.2006, Síða 1

Fréttablaðið - 17.12.2006, Síða 1
56% 43% 0% Fr é tt a b la › i› Fr é tt a b la › i› M b l. M b l. *Samkvæmt fjölmi›lakönnun Capacent í nóvember 2006. Sunnudagur LESTUR MEÐAL 12-49 ÁRA allt landið Blaðið 30 20 10 60 50 40 0 70 80 Upplýsingar eru veittar í síma 533 6300 og með fyrirspurnum á netföngin: maria@lidsinni.is og svava.jonsdottir@inpro.is HJÚKRUNARFRÆÐINGAR, SJÚKRAÞJÁLFARAR OG IÐJUÞJÁLFAR VIÐ LEITUM EFTIR FLEIRI FRÁBÆRUM EINSTAKLINGUM TIL AÐ TAKAST Á VIÐ FJÖLBREYTT OG KREFJANDI VERKEFNI Á SVIÐI HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU OG VINNUVERNDAR Við leitum að einstaklingum sem eru faglega framúrskarandi, sjálfstæðir, sveigjanlegir og með góða samskiptahæfileika. Á móti bjóðum við fjölbreytt verkefni og skemmtilegt samstarf. Á vinnuverndarsviði InPro er laust til umsóknar starf við vinnustaðaúttektir, áhættumat starfa, auk fræðslu og þjálfunar á sviði vinnuverndar. Á heilbrigðissviði InPro/Liðsinnis er laust til umsóknar starf við hjúkrunarþjónustu til stofnana eða einstaklinga. Um er að ræða vaktavinnu á ýmsum sérsviðum hjúkrunar. Markmið InPro er að hafa jákvæð áhrif á lífsgæði fólks með hágæða heilbrigðisþjónustu og víðtækri þjónustu á sviði vinnuverndar.InPro - Skipholti 50b - 105 Reykjavík - Sími 533 6300 - www.inpro.is KFC KÓ KÓPAVOGSBÆR 7 dagar til jóla! Opið til 22 Stútfullt blað af atvinnuauglýsingum Með sterkustu konu Breta Íslendingar sækja í auknum mæli í sólina yfir hátíð- irnar og að vera frekar heima á Íslandi yfir sumartímann. Stórir hópar ættmenna ferðast saman. „Þetta er allt annað munstur en áður var, fólk er að panta ferðir í október fyrir afa og ömmu og alla fjölskylduna. Þetta eru allt að tut- tugu manns saman sem fara með hangikjöt, malt og appelsín, ORA- baunir og jafnvel laufabrauð,“ segir Laufey Jóhannesdóttir hjá Plúsferðum, en hún telur að styttra sumarfrí skólabarna spili þarna inn í, og að fólk vilji nýta allt það frí sem það hefur. Plúsferðir eru í samvinnu við Úrval-Útsýn og Sumarferðir. Með þessum þremur ferðaskrifstofum ferðast um átján hundruð manns til útlanda um jólin og er það mikil fjölgun milli ára. Hjá Heimsferðum er sömu sögu að segja. Þar hefur jólaferð- um fjölgað talsvert og Þyri Gunn- arsdóttir, sölustjóri Heimsferða, minntist einnig á sömu nýju tísk- una; ferðir stórfjölskyldna. Þyri áætlar að tæplega þrjú þúsund manns leggi land undir fót með ferðaskrifstofunni. Það er álíka mikið og hjá stóru flugfélögunum, en í ferðir með þeim fara „á fjórða þúsund“ hjá Flugleiðum og „milli þrjú og fjögur þúsund“ hjá Ice- land Express. Talsmenn beggja félaga tóku fram að erfitt væri að henda reiður á nákvæma tölu. Samtals má því gróflega ætla að milli tíu og þrettán þúsund manns fljúgi í sólina um jólin með þessum ferðaþjónustufyrirtækj- um. En ekki sækja allir í strendur og sand. Skíðaferðir til Evrópu eru einnig vinsælar. Í ár er sá bransi í talsverðu uppnámi vegna mikils hita í Evrópu. Á þessum tíma árs mun ekki hafa verið heit- ara þar svo öldum skiptir og við- urkenna sölumenn að þetta sé „dálítið erfitt“. Ekki er skíðaferða- mönnum endurgreitt, þótt enginn sé snjórinn, frekar en sóldýrkend- um sem lenda í rigningu. Ekki er spáð snjókomu næstu daga, en sölumenn segjast þó ekki örvænta. Um þrettán þúsund í útlöndum um jólin Sala jólaferða hefur aukist mikið. Allt að þrettán þúsund manns fara út í heim yfir jólin. Stórfjölskyldan sækir í auknum mæli í að halda heilög jól með hangi- kjöti á sólarströnd. Enginn snjór er í Evrópu fyrir skíðaferðalanga. Þetta er allt annað munstur en áður var, fólk er að panta ferðir í október fyrir afa og ömmu og alla fjöl- skylduna. Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opið almenn- ingi í gær í fyrsta skipti í vetur. Ekki var allt svæðið opið heldur einungis ein lyfta í Suðurgili. Lyftan, sem kölluð er Gosinn, var opin milli eitt og fjögur og var aðgangur ókeypis. Um 200 manns lögðu leið sína upp í Bláfjöll en ef með eru taldir þeir sem mættu á æfingar skíða- deilda um morguninn voru á milli 400 og 500 manns í brekkunum í dag. Flestir voru sammála um að þótt lítið væri af snjó væri færið gott. Samkvæmt Grétari Þórissyni, forstöðumanni skíðasvæðisins í Bláfjöllum, vantar lítið upp á að hægt verði að opna fleiri lyftur. „10 til 15 sentímetr- ar af jafnföllnum snjó ættu að duga svo hægt verði að opna í Kóngsgili,“ segir Grétar. Vonir standa til að hægt verði að hafa Gosann opinn um eftirmiðdaginn í dag en Grétar biður fólk að hringja á undan sér eða athuga hvort opið sé á heimasíðunni www.blafjoll.is áður en lagt er af stað. Fimm hundruð manns á skíðum Ólafur Ásgeirsson þjóðskjalavörður hefur veitt Alþýðusambandi Íslands umbeðn- ar upplýsingar um hvort og þá hvenær símar ASÍ hafi verið hleraðir á tímabilinu 1949 til 1976. Í svari þjóðskjalavarðar kemur fram að heimild til hlerunar var veitt einu sinni árið 1961, en þá var Hannibal Valdimarsson forseti sambandsins. Á vefsíðu ASÍ kemur fram að bréf þjóð- skjalavarðar veki fleiri spurning- ar en það svarar. Grétar Þor- steinsson, forseti ASÍ, vekur athygli á að enn sé óupplýst hversu lengi þessar hleranir stóðu yfir en í dómsúrskurði segir að hlerunarleyfið sé veitt „fyrst um sinn“. Sambandið mun því fylgjast vel með framvindu hleranamálsins. Þjóðskjalavörð- ur svarar ASÍ Mikill eldur kviknaði í þró við fiskimjölsverksmiðju Ísfélagsins í Vestmannaeyjum um klukkan átta í gærkvöldi. Allt tiltækt slökkvilið og björgunar- sveitir börðust við eldinn sem náðu tökum á eldinum á rúmri klukkustund. Átta manna lið frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins var sent með eiturefnabúnað með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Vestmannaeyja, vegna ediksýru sem runnið hafði niður. Var um varúðarráðstöfun að ræða. Samkvæmt upplýsingum lögreglunnar í Vestmannaeyj- um er íkveikja líklegasta ástæða eldsvoðans, en engar raflagnir eru í þrónni. Tjónið er líklega ekki mikið að sögn lögreglu en mikil mildi þykir að eldurinn náði ekki í sjálft verksmiðjuhúsið. Lögregluna grunar íkveikju
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.