Fréttablaðið - 17.12.2006, Síða 4

Fréttablaðið - 17.12.2006, Síða 4
 Framsóknarmenn fögn- uðu níutíu ára afmæli Framsókn- arflokksins um land allt í gær. Flokkurinn var stofnaður í Alþingishúsinu við Austurvöll 16. desember 1916 og í því sama húsi kom stjórn flokksins saman í gær og minntist tímamótanna. Um leið var nýtt merki flokksins kynnt. Jón Sigurðsson formaður segir flokkinn hafa elst vel enda hafi hann styrkst með hverri nýrri kynslóð. „Það hafa auðvitað skipst á skin og skúrir en við höfum séð dekkri ský en við sjáum núna. Það hefur alltaf birt upp vegna þess að flokkurinn á sér sterkar og djúpar rætur í þjóðinni.“ Jón segir verkefni Framsókn- arflokksins nú að vinna úr þeim árangri sem hefur náðst á undan- förnum árum. „Við þurfum að skila arðinum af vextinum til allr- ar þjóðarinnar. Til þeirra sem minnst hafa og til allra byggða í landinu. Það er viðfangsefnið sem er framundan.“ Guðni Ágústsson varaformað- ur segir Framsóknarflokkinn enn hlaðinn æskuhugsjónum sínum. Hann hafi verið stofnaður til breytinga af menntamönnum og bændum. Menntun hafi verið í for- gangi í upphafi og sé enn. „Allt snýst þetta um að efla Ísland og að hjálpa fólki sem á erfiðara en aðrir,“ segir Guðni. Spurðir hvað standi upp úr í langri sögu flokksins nefna þeir báðir héraðsskólana og þátt fram- sóknarmanna í að uppfræða þjóð- ina. „Menntun alþýðunnar er ein- hver áhrifamesta og stórbrotnasta breyting sem varð á Íslandi í fátækt þess og kom henni til bjarg- álna,“ segir Guðni. Báðir nefna líka baráttuna fyrir útfærslu land- helginnar á sínum tíma. Sæunn Stefánsdóttir ritari segir að þótt flokk- urinn byggi á gamalli hefð og sterkum rótum sé hann þó fyrst og fremst fólkið sem í honum er. „Flokkurinn hefur verið óhræddur við að þróast með þjóðinni og hefur sett framsækin og nútímaleg mál á oddinn,“ segir hún og nefnir lög um fæðingaror- lof og níutíu prósenta húsnæðis- lán. „Við höfum þró- ast en byggj- um samt á rótum samvinnu- og ungmennafé- lagshreyfingarinnar og það er brýnt á þessum tímamótum að minna á rætur okkar.“ Guðni, Jón og Sæunn blésu saman á kerti á afmælistertu í gær og gekk það vel. Við það tæki- færi óskaði Guðni flokknum styrks. „Ég held að það sé pólitík- inni og þjóðfélaginu mikilvægt að Framsóknarflokkurinn eflist á þessum tímamótum. Ég hygg nefnilega að hér gæti orðið erfitt pólitískt ástand ef styrkur okkar veikist,“ sagði Guðni. Arðinum af vextinum verði skilað til allrar þjóðarinnar Níutíu ára afmælis Framsóknarflokksins var minnst í Alþingishúsinu í gær. Við það tækifæri sagði Jón Sigurðsson formaður að framundan væri að útdeila arðinum af vexti síðustu ára. Guðni Ágústsson segir þjóðfélaginu mikilvægt að flokkurinn eflist. Sjö afganskir karl- menn sneru í gær aftur til heima- lands síns eftir margra ára fang- elsun í Guantanamo-fangelsinu alræmda á Kúbu. Allir hafa þeir haldið fram sakleysi sínu, en segj- ast ekki hafa hlotið slæma með- ferð í bandarísku fangabúðunum. „Ég átti engan pening til að borga talíbönunum, svo að ég neyddist til að ganga til liðs við þá,“ sagði Abdul Rahman, einn fanganna. Rahman segir talíban- ana hafa krafið sig um rúmar fjög- ur hundruð þúsund íslenskar krón- ur, annars yrði hann seldur til Bandaríkjamannanna. Hann segir þá svo hafa keypt sig fyrir 1,3 milljónir og sent til Guantanamo. Þetta er áttundi hópurinn sem hefur verið sleppt úr fangelsinu, en alls hafa 47 Afganar fengið að yfirgefa það, síðan sjálfstæð stofnun var sett á fót árið 2004 til að hafa yfirumsjón með ferlinu. Nefndin segir sjötíu Afgana enn vera í haldi í fangelsinu. Alaf Mohammad, 62 ára, var einnig í haldi í fimm ár, að hans sögn fyrir það eitt að vera múslimi. „Ég var bara bóndi í Helmand- héraðinu,“ sagði hann. „Ég er sak- laus, þið getið spurt hvern sem er í þorpinu mínu, þeir þekkja mig. Eini glæpurinn minn var að lesa hið heilaga orð.“ Að sögn hans létust átján manns þegar bandaríski herinn réðst inn í hérað hans, þar á meðal frændi hans. John Edwards, fyrrverandi öldungadeildarþing- maður frá Iowa, mun sækjast eftir því að verða forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í bandarísku forsetakosningunum árið 2008. Þetta mun hann tilkynna seinna í mánuðinum, samkvæmt heimild- armönnum í Demókrataflokknum. Edwards var varaforsetaefni demókrata í kosningunum árið 2004, þegar John Kerry tapaði fyrir sitjandi forseta, George W. Bush. Aðrir sem hafa verið orðaðir við framboð eru öldunga- deildarþingmennirnir Hillary Clinton frá New York og Barack Obama frá Illinois. John Edwards fer í framboð Fimmta hver dönsk kona eldri en sautján ára íhugar fegrunaraðgerð, kemur fram í nýrri danskri könnun sem fjallað er um á fréttavef Berlingske Tidende. Í könnuninni, sem Gallup gerði fyrir dagblaðið, kom fram að um 320.000 danskar konur eldri en sautján ára hafa farið í brjósta- stækkun eða farið í aðra útlits- breytingu sem ætlað er að fegra þær, eða átta prósent af öllum fullorðnum Dönum. Þrír af hverjum fjórum Dönum sjá lítið sem ekkert athugavert við fegrunaraðgerðir, og á það við um karlmenn jafnt sem konur. Danskar borga fyrir fegurðina
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.