Fréttablaðið - 17.12.2006, Síða 6

Fréttablaðið - 17.12.2006, Síða 6
 „Þetta er eitt stærsta verkefni sem við höfum farið í, fyrr og síðar,“ segir Gunnar Ein- arsson, bæjarstjóri í Garðabæ, um samning við Klasa hf. um upp- byggingu á nýjum miðbæ við Garðatorg. Klasi kaupir Hagkaupshúsið af Karli Steingrímssyni og nálæga bensínstöð Shell auk þess sem Klasi fær frá bænum lóð við Hafn- arfjarðarveg. Alls er áætlað að fyrir þetta greiði Klasi samtals ríflega 1.200 milljónir króna. Alls verða byggðir um 31 þúsund fer- metrar í kring- um Garðatorg og að Hafnar- fjarðarvegi. Þar af verða um 20 þúsund fermetrar í um 200 íbúðum en afgangurinn verslunar- og þjónustuhús- næði. Heildar- kostnaður er áætlaður sjö til átta milljarðar króna. „Þarna erum við að skapa nýjan miðbæ frá a til ö. Þarna verða engar skyndilausnir eða bráða- birgðalausnir,“ segir Gunnar. „Við höfum verið að þróa þessar hug- myndir síð- ustu tuttugu mánuði í sátt og samlyndi við íbúa og hagsmunaað- ila. Það er mikilvægt fyrir okkur að skapa hér hlýlegan og notaleg- an miðbæ.“ Að sögn Gunnars verða bensín- stöðin og byggingin sem nú hýsir Hagkaup og fleiri fyrirtæki rifin til að rýma fyrir uppbyggingunni umhverfis torgið. En áður verði byggt nýtt hús fyrir Hagkaup út við Hafnarfjarðarveg. Undir torginu verður bílakjall- ari sem bærinn mun eiga en Klasi mun eiga verslunarhúsin og sjá um rekstur þeirra. „Einu útgjöld bæjarins verða um 350 milljónir króna í bílakjallarann. Við borgum það upp með fasteignagjöldunum á um tíu árum,“ segir Gunnar. Að sögn bæjarstjórans er gert ráð fyrir því að Hagkaup verði flutt í nýja húsið á miðju ári 2008. Byggðin í kringum torgið verði svo risin á fyrri hluta árs 2010. „Klasi mun í samvinnu við þá sem fyrir eru og nýja aðila raða inn í verslunarrýmið á sem hag- kvæmastan hátt til þess að versl- un og þjónusta gangi hér upp. Það er snilldin í þessu því Klasi kann að setja saman það sem gengur upp,“ segir Gunnar og vísar þar til aðkomu Klasa að skipulagi Kringlunnar meðal annars. Átta milljarða miðbær Klasi hf. byggir nýjan miðbæ umhverfis Garðatorg í Garðabæ. Þar verða bæði íbúðir og verslanir og þjónustufyrirtæki. Áætlaður kostnaður er sjö til átta millj- arðar króna. Hagkaupshúsið verður rifið og verslunin flutt að Hafnarfjarðarvegi. Hefurðu dottið í hálkunni nú? Hefur þú farið til læknis á árinu? Ójöfnuður í tekju- skiptingu Íslendinga síðasta ára- tuginn hefur aukist. Lágtekjufólk hefur dregist aftur úr með minni hækkun heildartekna fyrir skatta og bætur. Skattastefna stjórnvalda á síðasta áratug og rýrnun barna- og vaxtabótagreiðslna varð til þess að magna upp ójöfnuð enn frekar og framkalla aukið bil milli allra þrepa tekjustigans. Hátekju- fólk naut meiri hækkunar sinna tekna umfram aðra í samfélaginu á sama tímabili, einkum í formi fjármagnstekna. Þetta eru niður- stöður Stefáns Ólafssonar, próf- essors við félagsvísindadeild Háskóla Íslands, í nýrri rannsókn sem byggir á fjölþætt- um gögnum frá Hag- stofu Íslands, ríkis- skattstjóra, Þjóðhagsstofnun og Hagfræðistofnun Háskóla Íslands, auk erlendra samanburðar- gagna. Stefán segir einnig í grein sinni að skattleys- ismörkin séu sá þáttur skattkerfisins sem helst jafnar tekjuskipting- una, þegar aðeins er eitt þrep í álagningunni, eins og nú er á Íslandi. Því hærri sem skattleys- ismörkin eru því meiri eru jöfnun- aráhrif skatta við slík- ar aðstæður. „Ef skattleysismörk munu ekki fylgja launavísitölu á næstu árum má að öðru óbreyttu búast við að enn lengra verði geng- ið í átt til aukins ójafn- aðar á Íslandi. Nær öll vestræn ríki sem við berum okkur saman við hafa aukið jöfnun- aráhrif skatt- og vel- ferðarkerfa sinna til að milda þessi auknu ójafnaðará- hrif. Stefnan á Íslandi var öndverð þessu“, segir Stefán. Lágtekjufólk dregst aftur úr Íslenska fyrirtækið Nýsir hf., hefur hreppt fimmtán milljarða króna samning um að byggja tíu skóla og eina íþróttamiðstöð í Aberdeen í Skotlandi. Nýsir mun einnig reka mannvirkin í 30 ár en þetta er í fyrsta skipti sem Nýsir sigrar í samkeppni um verk- efni erlendis. Verkefnið felst í að byggja sjö nýja grunnskóla, endurbyggja einn grunnskóla, byggja tvo nýja fram- haldsskóla og endurbyggja eina íþróttamiðstöð. Áætl- aður stofnkostnaður verkefnisins er um 15 milljarð- ar íslenskra króna. Skólarnir verða byggðir á árunum 2007-2009 og leigðir Aberdeenborg í 30 ár. Sigfús Jónsson, framkvæmdastjóri Nýsis, segir að ákveðið hafi verið að leita verkefna erlendis sökum þess að fá verkefni hafi verið framundan á Íslandi. „Fyrirtækið hefur boðið í tvö önnur verkefni í Skot- landi að undanförnu en nú var tilboði fyrirtækisins loks tekið. Þetta verkefni er afar mikilvægt fyrir rekstur Nýsis og tekjurnar verði á bilinu einn til tveir milljarðar króna á ári eftir að uppbyggingunni lýkur.“ Rekstur bygginganna verður í höndum fasteigna- stjórnunarfyrirtækisins Operon, sem er í meirihluta- eigu Nysir UK Limited, dótturfyrirtækis Nýsis hf. Skólarnir eru teiknaðir af VA Arkitektum og Á stof- unni. Kona á þrítugsaldri var í gær dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða fangelsi fyrir margvísleg brot. Hún var meðal annars ákærð fyrir misstóra bensínstuldi, þjófnað úr verslunum, þar sem hún hafði meðal annars tekið blómvönd, matvæli og fatnað ófrjálsri hendi. Jafnframt að hafa farið inn í íbúðarhúsnæði og tekið þar skartgripi og snyrtivörur að andvirði nær milljón króna. Loks var konunni gefið að sök að hafa sparkað tvívegis í aðra konu svo að hin síðarnefnda féll í gólfið og hlaut nokkra áverka. Auk fangelsisvistar dæmdi héraðsdómur konuna til að greiða bætur og skaðabætur, auk málskostnaðar samtals að upphæð rúmar 600 þúsund krónur. Dæmd fyrir margvísleg brot Karlmaður á sextugsaldri var skallaður í andlitið í Stapanum í Reykjanes- bæ aðfaranótt laugardagsins. Maðurinn rotaðist við árásina. Tildrög árásarinnar eru ókunn en lögreglan í Reykjanesbæ rannsakar málið. Ekki er vitað hver árásarmaðurinn er. Auk þess gistu tveir menn um fertugt fangageymslur lögregl- unnar í Reykjanesbæ aðfaranótt laugardagsins. Mennirnir létu ófriðlega og veittust að fólki við veitingastaðinn Hápunktinn í Hafnargötu eftir að dyraverðir staðarins höfðu meinað þeim inngöngu sökum ölvunar. Maður skallað- ur í andlitið Breyttur pallbíll valt í Fáskrúðsfjarðargöngum á föstudaginn. Tildrög óhappsins eru þau að það sprakk á vinstra framhjóli bílsins og missti ökumaðurinn við það stjórn á honum þannig að hann lenti á hliðinni í miðjum göngunum. Göngin voru lokuð í um tuttugu mínútur á meðan beðið var eftir tækjum til að fjarlægja bílinn. Ökumanninn og hund sem var í bílnum, sakaði ekki í veltunni. Bíllinn er ónýtur eftir óhappið að sögn lögreglunnar á Fáskrúðs- firði. Bíllinn ónýtur eftir óhappið Laugaveginum var lokað á þriðja tímanum í gær vegna Jóla- lestar fyrirtækisins Víkurverks sem rúntaði niður götuna. Í Jóla- lestinni voru fimm hjólhýsi sem var pakkað inn í gjafapappír í til- efni jólanna og inn í þeim voru jólasveinar sem gengu um og gáfu börnum sælgæti. Lögreglan í Reykjavík aðstoð- aði Víkurverk við uppátækið og stöðvaði umferð niður Lauga- veginn í fimm mínútur á meðan jólaveinarnir gáfu börnunum nammigottið fyrir utan Bónus í Kjörgarði. Að sögn Kristínar Jóns- dóttur sölustjóra Víkuverks sýndu vegfarendur mikla þolinmæði og segir hún jólastemninguna hafa verið í algleymingi. Laugaveginum lokað um tíma
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.