Fréttablaðið - 17.12.2006, Side 10

Fréttablaðið - 17.12.2006, Side 10
R V 62 20 Postulín sem gleður – Pillivuyt Ný sen din g! Sko ðið úrv alið í ve rslu n okk ar a ð R étta rhá lsi 2 Einstök hönnun Mikið úrval Frábær ending Árlegur jólahádeg- isverður var snæddur á Múlalundi nú í fyrradag. Á boðstólum var dýrindis hangikjöt með tilheyr- andi meðlæti. Starfsmenn og gest- ir renndu kræsingunum niður með malti og appelsíni og allir voru í jólaskapi. Búið var að skreyta borðsalinn og sumir mættu í skárri fötunum í tilefni jólamáltíðarinn- ar. Magnús Stefánsson félags- málaráðherra heiðraði starfsmenn Múlalundar með nærveru sinni ásamt Ragnheiði Arnljótsdóttur ráðuneytisstjóra. Á Múlalundi starfar fólk sem á við ýmiss konar fötlun að stríða og þar starfa um 34 einstaklingar í fimmtíu stöðugildum. Múlalundur framleiðir meðal annars bréfa- bindi, plastmöppur og dagbækur og er hann einn stærsti og elsti verndaði vinnustaður landsins. Helgi Kristófersson, fram- kvæmdastjóri Múlalundar, segir peningalegan hagnað ekki vera meginmarkmið rekstrarins held- ur að skapa sem flestum vinnu sem ekki gangi heilir til skógar. „Hagnaðurinn felst í því að skila sem flestum út á vinnumarkaðinn og á þessu ári hefur Múlalundur skilað fimmtán manns í vinnu eða skóla. Þarna er um milljóna hagn- að að ræða en það vantar bara gjaldeyri til að meta það.“ Helgi segir nokkra bið eftir að komast að á Múlalundi og að færri komist að en vilja. „Mikil endur- hæfing er fólgin í því að geta stundað vinnu við sitt hæfi og besta jólagjöfin sem hægt er að gefa fötluðum er að kaupa fram- leiðsluvörur Múlalundar.“ Nú fer sá tími í hönd að fyrirtæki og stofnanir fara að huga að dagbók- um fyrir starfsfólk sitt og skiptir miklu fyrir Múlalund að fá til sín sem flesta viðskiptavini. Ingibjörg Sæmundsdóttir er starfsmaður í eldhúsi Múlalundar og hefur hún starfað þar í rúm tuttugu ár. „Mér líkar vel í vinn- unni og ætla að vera hér áfram,“ segir Ingibjörg en bætir við að það verði gott að komast í jólafrí. Einar Matthíasson hefur starf- að hjá Múlalundi síðan árið 1988. „Að vinna hér hefur mikið félags- legt gildi fyrir mig og starfið er tengiliður við það sem hægt er að kalla eðlilegt líf.“ Einar segir Múla- lund góðan kost fyrir fólk sem á erfitt með að vinna á almennum vinnumarkaði. „Hér eru gamlir og nýir starfsmenn í bland og mórall- inn er góður. Einar var ánægður með jólamatinn og sagði ákveðna stemningu felast í þessari máltíð. Einar er farinn að hlakka til jólanna og segist ætla að nota hátíðarnar til að lesa og hvíla sig. Hagnaður í góðum mannauði

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.