Fréttablaðið - 17.12.2006, Side 16
Nú er hafin mikil umræða um öryggis- og varnarmál, en
slík umræða er Íslendingum
framandi. Undanfarin 50 ár hefur
engin raunveruleg umræða átt
sér stað um þau mál, vegna þess
að hvenær sem reynt var að ræða
þau, braust út rifrildi um varnar-
liðið og aðild að Atlantshafs-
bandalaginu. Stjórnmálamenn
hafa því leitt þessa umræðu hjá
sér og standa nú uppi reynslulitl-
ir á því sviði.
Það var auðvelt að gera grín
að fjórum þotum og með réttu
mátti halda því fram að þær gætu
ekki varið Ísland. Fjórar þotur
gátu ekki varið Ísland, ef rúss-
neski flotinn, sem lá við Langa-
nes í fyrra, hefði viljað taka Þórs-
höfn. Fjórar þotur geta ekki varið
Höfn í Hornafirði, Kópavog, Ísa-
fjörð eða hvaða stað sem er á
landinu, ef einhvern óvin langar
að taka hann herskildi.
Hvers vegna eigum við þá að
semja við Norðmenn um ein-
hverjar þotur, sem komi til
Íslands, hvort sem þær væru
fjórar eða færri. Ástæða til þess
er harla lítil, því að norskar þotur
gera ekki sama gagn og banda-
rískar.
Þegar stjórnmálamenn hafa
talað um sjáanlegar varnir hefur
hnussað í mörgum. Þeir hafa
kosið að skilja ekki að áhrif af
fjórum þotum eru huglæg og það
skiptir öllu máli hver á þær. Ho-
llendingar eiga hundrað þotur, en
það er ekki af því að þeir telji
loftorrustur við nágranna sína
vofa yfir. Þær eru huglægar
varnir fyrir þá.
Staða okkar Íslendinga er
mikið breytt meðal þjóða, eftir að
Bandaríkjamenn hafa
svo rækilega hafnað
okkur. Þegar við
mættum á fundi í
erlendum stofnunum,
sáust útlínur banda-
ríska risans yfir öxl-
ina á okkar mönnum.
Hver ætli sé skýring-
in á því að Flugleiðir
hafa tvöfalt fleiri
lendingarleyfi í
Bandaríkjunum en
SAS, sem er í eigu
milljónaþjóða? Risinn
kinkaði kolli.
Þegar við þurftum að semja
um alþjóðlegar fiskveiðar í
NEAFC og NAFO var skuggi ris-
ans fyrir aftan okkar menn.
Þegar Íslendingar mæta í Mat-
vælastofnuninni í Róm eða
Alþjóða heilbrigðisstofnuninni,
er skuggi risans ekki lengur með.
Þegar við þurfum að semja við
Norðmenn og Evrópusambandið
um fiskveiðar er risinn horfinn.
Þegar við þurfum að verja flug-
stjórnarsvæðið okkar hjá Alþjóða
flugmálastofnuninni, sem skapar
okkur miklar tekjur, er risinn
ekki lengur á bak við okkur.
Það hefur gefist okkur sérlega
vel að vera fylgiþjóð Bandaríkj-
anna í sextíu ár. Ef menn vilja
heldur kalla það aftaníossa eða
taglhnýtinga, mega þeir það mín
vegna. En nú eigum við ekki kost
á því. Eitt af því sem hendir smá-
þjóðir er kallað „shunning“. Það
er dregið af enska orðinu „shun“,
sem þýðir að forðast, leiða hjá
sér eða hafa að engu. Smáþjóðir,
eða örþjóðir eins og við, gleym-
ast oft viljandi eða óviljandi,
þegar þeir stóru ræða alvarleg
mál.
Það kemur á óvart hversu
afleiðingar hinnar nýju einangr-
unar birtast fljótt og afdráttar-
laust. Fyrir nokkrum
dögum neituðu þriðja
til fimmta stigs skrif-
finnar í Hafrann-
sókna- og loftslags-
stofnun
viðskiptaráðuneytis
Bandaríkjanna að
eiga orðastað við
sjávarútvegsráð-
herra Íslands. Þetta
hefði ekki gerst ef
stóri skugginn hefði
verið við öxlina.
Alison Bayles, for-
stjóri SIPRI, rannsóknarstofnun-
ar í alþjóðamálum í Stokkhólmi,
sagði nýlega á fundi hér, að það
væru minnst tólf málaflokkar,
sem flokkuðust undir utanríkis-
mál. Varnarmál væru aðeins einn
af þeim. Við eigum eftir að læra
að standa ein og átta okkur á að
það eru ekki til neinar vinaþjóðir.
Erlend stjórnvöld hjala stundum
blíðlega, sérstaklega ef þú hefur
stóran skugga á bak við þig.
Sumir stjórnmálamenn trúa
skálaræðum.
Utanríkismál snúast um skýrt
skilgreinda hagsmuni og fáum er
það betur ljóst en Norðmönnum.
Mikilvægur þáttur í utanríkis-
stefnu Norðmanna snýst um að
auka yfirráð þeirra yfir norður-
höfum, með öllum tiltækum
ráðum. Hæstiréttur þeirra er
nýbúinn að kveða upp dóm, sem
staðfestir að þeir hafi mátt stofna
efnahagslögsögu umhverfis Sval-
barða og ráða henni einir. Menn
kunna að segja að það sé einhliða
ákvörðun, en hver hefur kært til
Haag? Norðmenn eigna sér efna-
hagslögsögu umhverfis Jan
Mayen, með þeim rétti einum, að
þeir hafa þar veðurathugunar-
menn. Norðmenn skilja sína
hagsmuni og vinna að þeim af
mikilli staðfestu.
Ríkisstjórnir Bandaríkjanna
og Rússa, auk Evrópusambands-
ins (Dana og Grænlendinga),
ætla sér mikinn hlut í þeim auð-
æfum, sem flestir eru sannfærð-
ir um að búi á botni Íshafsins og
heimskautasvæðanna. Til eru
framsýnir stjórnmálamenn hér á
landi, sem telja að við eigum að
koma að því gnægtaborði. Ætli
það verði ekki erfiðara, þegar við
treystum á að Norðmenn sjái um
varnir okkar? Hvernig ætli að
verði að semja um síldveiðar?
Það þótti sjálfsagt að NATO
ríkin tækju að sér að senda eftir-
litsflugvélar að landamærum
Eystrasaltsríkjanna við Rússland
og Hvíta-Rússland. Þau eru fátæk
og í hópi hinna „nýfrjálsu ríkja“,
sem okkur þykir öllum sjálfsagt
að styðja. Það er líka stutt að fara
frá Danmörku, Noregi, Belgíu,
Hollandi og Bretlandi, sem hafa
aðallega séð um þá gæslu, með
fjórum flugvélum í senn.
Nú segja sumir að NATO eigi
líka að sjá um varnir Íslands. Þó
að það séu ekki nema sextíu ár
frá því að við hlutum sjálfstæði
erum við ekki „nýfrjáls“. Eins og
við þreytumst aldrei á að sann-
færa okkur sjálfa um, erum við
ein af ríkustu þjóðum heims, en
því miður aðeins miðað við fólks-
fjölda. Það dettur engum í hug að
verja okkur ókeypis, hér úti í
miðju Atlantshafi.
Það gleymist að NATO er ekki
stofnun, sem hefur her manna,
tilbúin til að senda hann hvert á
land sem er. Stofnunin er ekkert
annað en vilji ríkisstjórna aðild-
arríkjanna á hverjum tíma og
getur ekkert gert annað en þær
vilja. Við sjáum hvernig gengur
að fá ríkin til að senda hermenn
til Afganistan. NATO samræmir
aðgerðir, en framkvæmir þær
ekki.
Það er heldur ekki ódýrt að
verja Ísland, ef við viljum gera
það með þotum. Hver F-16 þota,
eins og Norðmenn eiga, kostar
álíka mikið og Boeing 737 far-
þegaflugvél og er samt ein sú
ódýrasta. Fyrir hvern tíma sem
hún flýgur þarf hún viðhald í 35
tíma samkvæmt bókum Banda-
ríkjahers, en raunverulega nær
sjötíu tíma. Hvað margar ferðir
frá Noregi erum við tilbúnir að
kosta á ári? Fjórar á dag? Fjórar
í mánuði? Það er alveg sama hvað
við höfum margar norskar þotur,
þær gera ekki sama gagn og ein
bandarísk. Það fylgir stór skuggi
þeirri bandarísku.
Við þurfum að ná upp sextíu
ára slaka og skilgreina sjálf
okkar öryggismál og hagsmuni.
Við þurfum að fá til þess besta
fólk, að kenna stjórnmálamönn-
um og stjórnarerindrekum,
hvernig á að fara með utanríkis-
mál. Við viljum öll viðhalda þeim
lífskjörum, sem við erum orðin
vön. Reynslan hefur sýnt að smá-
þjóðum vegnar oftast betur en
stórum, en við þurfum að læra að
skilgreina hagsmuni okkar og
gæta þeirra sjálf, ein á báti.
Höfundur er fyrrverandi vara-
fréttastjóri erlendra frétta hjá
Sjónvarpinu.
Skipta utanríkismál einhverju máli?
Það hefur gefist okkur sérlega
vel að vera fylgiþjóð Banda-
ríkjanna í sextíu ár. Ef menn
vilja heldur kalla það aftaní-
ossa eða taglhnýtinga, mega
þeir það mín vegna.
www.tm-software.com
P
IP
A
R
•
S
ÍA
•
6
08
83
Microsoft Dynamics CRM gerir sölu- og markaðsfólki kleift
að beina sérsniðnum skilaboðum til núverandi og væntan-
legra viðskiptavina, stytta söluferlið og auka söluna.
• Styrktu tengslin við viðskiptavinina
• Framkvæmdu snjallara markaðsátak
• Haltu betur utan um verkefnin
• Breyttu ábendingum um sölu í tækifæri
• Breyttu upplýsingum í mikilvæg markaðsgögn
TM Software er alþjóðlegt hugbúnaðarfyrirtæki með skrifstofur í 11 löndum
og um 450 starfsmenn. Fyrirtækið þjónar yfir 1.800 viðskiptavinum í rúmlega
20 löndum í fjórum heimsálfum. TM Software hefur ítrekað verið heiðrað
sem eitt af framsæknustu fyrirtækjum Evrópu á „Europe´s 500” listanum.
Hafið samband við söludeild í síma 545 3200 eða á netfangið
sala@maritiech.is til að fá nánari upplýsingar.
Framkvæmdu
snjallt markaðsátak