Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.12.2006, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 17.12.2006, Qupperneq 18
„Tónlist á að koma af stað báli í hjörtum karla og kalla fram tár í augum kvenna.“ Dæmdur í tvöfalt lífstíðarfangelsi Rafeindavirkinn Guðbjörn Magnússon gaf á dögunum blóð í 150. skiptið á ævinni, sem er oftar en nokkur annar Íslendingur hefur gert. Guðbjörn, sem er 62 ára, segist fyrst hafa gefið blóð þegar hann stund- aði nám í Loftskeytaskólanum árið 1967. „Þá var verið að biðja þá sem voru í Stýrimanna- og Vélskólanum að gefa blóð og þá fylgdum við með,“ segir Guðbjörn. „Ég fór síðan öðru hvoru og af einhverjum ástæðum hélt ég þessu áfram. Þær fóru að hringja í mig stelpurnar í Blóðbankanum vegna þess að ég var í þessum O mínus flokki og var með efni í blóðinu sem lítið er af. Það var notað til að gefa kornabörn- um sem enginn vissi í hvaða flokki lenda,“ segir hann en tekur fram að búið sé að finna lausn á þessu vanda- máli. Þær mæður sem eru í röngum flokki fá nú meðöl við því en áður fyrr þurfti að skipta um blóð í börnunum til að koma þeim yfir fyrsta hjallann. Bætir Guðbjörn því við að eitt sinn hafi kona nokkur hringt í sig eftir að hann var kjörin Hvunndagshetjan í Fréttablaðinu og þakkað honum fyrir. „Hún sagði að ég hefði trúlega hjálpað hennar barni í gegnum þessa erfið- leika,“ segir hann. Upphaflega vandi Guðbjörn komu sína í Blóðbankann á föstudögum til að ferskt blóð væri til fyrir helgina. Síðan hefur hann haldið áfram að koma þang- að án þess að spáð eitthvað mikið í það. „Þetta er ósköp notalegt umhverfi og þægilegt. Ef þær væru einhverjir fýlu- púkar myndi ég ekkert koma,“ segir hann um konurnar í Blóðbankanum sem hann hefur miklar mætur á. „Þetta er eiginlega mín jólagjöf. Það er skemmtilegt að þetta skuli hitta svona á rétt fyrir jólin að ég sé búinn að fara í þessi 150 skipti. Það er notaleg til- finning að hafa náð þessum áfanga. Þetta er ekki vara sem þú kaupir úti í búð eða getur búið til. Þess vegna er það svo mikið atriði að geta náð í nýjan og nýjan flokk.“ Guðbjörn mælir með því við fólk sem vill gefa blóð að tengja blóðgjöf- ina við mánuðinn sem það á afmæli og í framhaldinu geti það farið á hálfs árs fresti. Það skipti strax sköpum fyrir Blóðbankann sem hefur auglýst mikið eftir blóði undanfarið. Segir hann blóð- gjöfina sjálfa vera ekkert mál, það sé eins og að vera klipinn og maður finni ekkert fyrir því. Guðbjörn segist ætla að halda áfram að gefa blóð á meðan hann má. „Það verður kannski ekki eins þétt ef maður skyldi ferðast um svæði þar sem maður þarf að passa sig eins og í Suður- Ameríku eða Afríku. Ég er kominn á þann aldur að mig langar að ferðast og það getur komið að því að maður geri meira af því.“ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar eiginkonu minnar, móður okkar, ömmu og langömmu, Magðalenu Ólafsdóttur Austurgerði 8, Reykjavík. Sérstakar þakkir fær starfsfólk á hjúkrunarheimilinu Sóltúni. Hannes Vigfússon Ómar Hannesson Anna Karlsdóttir Elín Hannesdóttir Baldur Hannesson Særós Guðnadóttir Haukur Hannesson Bryndís Hannesdóttir Halldór Helgason barnabörn og barnabarnabörn. LEGSTEINAR OG FYLGIHLUTIR Í MIKLU ÚRVALI Innilegar þakkir til ykkar allra sem sýnd- uð okkur samhug og hlýhug vegna útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Guðmundar Kristins Jónssonar Skriðustekk 22, Reykjavík. Þökkum einnig fyrir öll fallegu blómin, kransana, minningarkortin, hlýju kveðjurnar og bænirnar ykkar. Sérstakar þakkir til alls starfsfólks líknardeild- ar Landakotsspítala fyrir kærleiksríka og líknandi umönnun við elskulegan eiginmann minn og föður okkar. Einnig þökkum við kærlega fyrir hlýhug ykkar við okkur aðstandendur hans. Sesselja Guðmunda Sigurðardóttir Helgi Sigurður Guðmundsson Sigrún Sjöfn Helgadóttir Stefanía Guðríður Guðmundsdóttir Kristín Helga Guðmundsdóttir Vilhjálmur Geir Siggeirsson Sigríður Guðmundsdóttir barnabörn, langafabörn og aðrir aðstandendur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Axelma Jónsdóttir Hrafnistu Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju mánudaginn 18. desember kl. 15.00. Fanney Júlíusdóttir Erlendur Magnússon Júlíus Örn Júlíusson Anna María Hjartardóttir barnabörn og barnabarnabörn. „Krakkarnir eru bara svo rosalega hrein, bein og skemmtileg að mér dettur ekki í hug að hætta þessu,” segir Matthías Sigvaldason. Hann er einn margra knatt- spyrnumanna sem hafa starfað sem skólaliðar við Ísaksskóla á liðnum árum. Matthías er búinn að vera í þessu starfi frá 1995 en með smá hléum þó inn á milli. „Þetta er mjög gefandi starf og við leggjum okkur fram um að nýta fótboltann til þess kenna krökkunum að vinna saman og þroskast félagslega. Ég hef svo verið að starfa við þjálfun sam- hliða þessu á liðnum árum. Var þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Fjölni en er hættur því í bili þar sem ég er búsettur á Selfossi. Það segir eflaust sitt um hversu skemmtilegt starfið er. En það er mikilvægt að taka fram að það eru fleiri fót- boltakallar hér en ég og svo eru líka frábærar stelpur að vinna hérna með góðan bak- grunn úr íþróttum.” Matthías spilaði með Leiftri Ólafsfirði í efstu deild á sínum tíma einn fárra heimamanna og það hafa fleiri kunnir kappar komið að þessu starfi hjá Ísaksskóla í gegnum tíðina. Má þar nefna Bjarna Ólaf Eiríksson, Benedikt Bóas Hinriksson og fleiri. Fótboltaæfing í frímó
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.