Fréttablaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 17.12.2006, Blaðsíða 22
V atnið kveikir líf, allt í kringum sig. Vatn- ið vekur von, allra sem þyrstir. Vatnið er alls staðar, í lofti láði, legi. Vatnið börn sín baðar, í móðurkviðsins legi. Það rignir á góðum degi. (Björn Jörundur Friðbjörnsson). Anna M. Þ. Ólafsdóttir, fræðslu- og upplýsingafulltrúi Hjálpar- starfsins, hefur séð með eigin augum hve miklu framlög Íslend- inga til aðstoðar við bágstadda í Afríku hafa áorkað. Fjölmargir vatnsbrunnar hafa verið grafnir fyrir gjafafé frá Íslandi, dælum komið upp og fólki kennt að veita vatni á akra auk þess að fá leið- beiningar um mikilvægi hreinlæt- is. Fyrir síðustu jól gáfu Íslend- ingar 32 milljónir króna til vatns- verkefna á vegum Hjálparstarfs- ins í Malaví, Mósambík og Úganda. Fyrir tilstuðlan þeirra peninga býr fjöldi fólks við önnur og betri kjör en áður og það sem er mest um vert; fólkið lifir. Starfið þarf að halda áfram því í Afríku búa margir við örbirgð. „Vandinn er mikill og margþætt- ur,“ segir Anna sem treystir á gjafmildi Íslendinga svo fleiri geti notið lífs í heiminum. Lífið í þorpum Afríku, þar sem fátæktin er mest, er gjörólíkt því sem við þekkjum á Íslandi. Þar snýst allt um að hafa í sig og á. „Fólk hugsar bara um daginn í dag og allur tími fer í að sinna lág- marksþörfum,“ segir Anna sem hefur farið fjórum sinnum til Afr- íku. Í síðustu ferð varði hún degi með fjórum systkinum; þremur bræðrum og systur. Börnin misstu báða foreldra sína og þurfa að koma sér sjálf á legg. „Við komum heim til þeirra snemma morguns og þá voru þau á leið á akurinn þar sem þau hreinsuðu burt illgresi og dauð lauf. Ekki hafði komið upp- skera af akrinum í tvö ár því það hafði ekkert rignt. Það þarf hins vegar að halda honum við svo hann geti gefið af sér þegar loks- ins rignir. Eftir vinnuna á akrinum var farið eftir vatni og tók ferðin um klukkustund. Þá var tekið til við að elda og búinn til grautur. Þau borðuðu um klukkan tvö og það var eina máltíðin þeirra þann daginn. Eftir matinn var aftur farið eftir vatni því elsti bróðirinn bruggar úr keyptum banönum og selur. Stelpan þvoði þvott, strák- arnir sópuðu í kringum húsið, sá elsti fór í sendiferð fyrir kaup- manninn og fyrr en varði var komið myrkur.“ Þetta var hefðbundinn helgardag- ur í lífi systkinanna en á virkum dögum fara yngri börnin í skóla þar sem þau læra að lesa og reikna. Kennslugögn eru fábrotin; aðeins gömul krítartafla. Ef börn missa foreldra sína á þessum slóðum þurfa þau að sjá um sig sjálf. „Þegar foreldrarnir dóu kom frændfólk úr nærliggj- andi þorpi og dvaldi hjá börnunum í tvo til þrjá daga en fór svo. Fólk á nóg með sjálft sig. Fátæktin er svo mikil.“ Anna segir marga velta fyrir sér hvers vegna fólk fari ekki til borganna og reyni að hefja nýtt og betra líf og kann svar við slíkum vangaveltum: „Fólk á ekki fyrir farinu en þeir sem komast, slást í hóp allra hinna sem flýja eymdina og hún er í raun jafn mikil í fátækrahverfum borganna. Því eru í raun allar bjargir bannaðar. Ómenntað fólk hefur ekki að neinu að hverfa.“ Hjálparstarf kirkjunnar leitar uppi þá staði þar sem neyðin er mest og gerir allt sem í þess valdi stendur til að hjálpa. „Við vinnum alltaf með fátækasta fólkinu,“ segir Anna. Aðstæður eru svipað- ar í Afríkulöndunum þremur þar sem Hjálparstarfið vinnur. Í Úganda eru áhrif alnæmis þó sýni- legri en víða annars staðar og þar beinist aðstoðin fyrst og fremst að börnum sem misst hafa foreldra sína úr alnæmi. Þótt Hjálparstarf kirkjunnar sé stofnað af þjóðkirkjunni og byggi á grunni kristinnar trúar er lúth- erstrú síður en svo forsenda þess að fólk njóti starfsins. „Trú hefur ekkert að segja um hvort við veit- um aðstoð. Hjálparstarfið er stofn- að út frá kristnum gildum en við störfum eins og hver önnur mann- úðarsamtök og veitum öllum aðstoð. Annað væri í ósammræmi Vatnið vekur von Vatn er hluti sjálfsagðra þæginda Íslendinga og rennur ótæpilega úr krön- unum. Sjálfsagt leiðum við sjaldnast hugann að mikilvægi vatns sem þó er undirstaða alls lífs. 1,1 milljarður manna hefur ekki aðgang að hreinu, öruggu vatni og annar hver íbúi þróunarlandanna er veikur vegna skorts á vatni og hreinlætisaðstöðu. Björn Þór Sigbjörnsson forvitnaðist um vatns- verkefni Hjálparstarfs kirkjunnar sem á skömmum tíma hefur fært fjöl- mörgum von um líf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.