Fréttablaðið - 17.12.2006, Síða 38
Samkvæmt samningi
Samtaka atvinnulífsins
og Starfsgreinasambands
Íslands er lögbundinn
hvíldartími 11 klukku-
stundir. Hann má þó
skerða í 8 klukkustundir
við sérstakar aðstæður.
Jólin eru mikill álagstími í
mörgum atvinnugreinum,
unnið er myrkanna á milli
og hvíldartími verður auka-
atriði. Auglýsingar um lög-
bundinn hvíldartíma hafa
vakið mikla athygli en þar á
starfsmaður á kassa í mat-
vörubúð erfitt með að kúpla
sig úr vinnunni. Hún sést
renna jólasteikinni gegnum
geislann og furðar sig á því
að ekkert verð komi upp en
hún áttar sig svo á að hún
situr við matarborðið á
aðfangadagskvöldi.
Hvíldartími er hinsvegar
lögbundinn og í kjarasamn-
ingum Samtaka atvinnulífs-
ins og Starfsgreinasam-
bands Íslands er hann 11
klukkustundir. Í tilvikum
þar sem bjarga þarf verð-
mætum má lengja vinnudag
úr 13 tímum í 16 og veita þá
8 tíma í hvíld. Hvíldartím-
inn má hinsvegar aldrei
verða styttri en 8 samfelldir
tímar. Þetta á við um fasta
vinnu en ekki vaktavinnu.
Ef hvíldartími skerðist á
starfsmaður rétt á einum og
hálfum tíma í hvíld fyrir
hvern klukkutíma sem fell-
ur niður. Heimild er fyrir
því að að borga þennan hálf-
tíma en aðeins ef starfsmað-
ur óskar þess. Ef hvíldar-
tími er skertur fyrir frídag
skal fara með það á sama
hátt og ef um vinnudag væri
að ræða.
Starfsmaður á enn frem-
ur lögbundinn rétt á einum
frídegi á viku, miðað við að
vika byrji á mánudegi.
Heimilt er að gera kjara-
samning um frestun frí-
dagsins en það er samnings-
atriði milli starfsmanns og
atvinnurekanda.
Kjarasamninga sem inni-
halda nánari upplýsingar
um hvíldartíma má finna á
www.sgs.is
Næg hvíld í
jólavertíðinni
Um það 70 dýralæknar
starfa hér á landi og um 30
erlendis. Dýralæknar
greina dýrasjúkdóma og
veita læknismeðferð. Þeir
geta sérhæft sig í einstök-
um sjúkdómaflokkum eða
dýrategundum. Héraðs-
dýralæknar starfa við
opinbert eftirlit með
búfjarhaldi og matvæla-
framleiðslu. Dýralæknar
starfa sem heilbrigðisfull-
trúar við opinbert heil-
brigðiseftirlit. Dýralækn-
ar starfa við innra
heilbrigðis- og gæðaeftir-
lit í fisk-, kjöt- og mjólkur-
vinnslufyrirtækjum.
Nám í dýralæknisfræði er
háskólanám sem tekur 5 1/2
til 7 ár eftir stúdentspróf. Í
sumum dýralæknaháskól-
um er krafist stúdentsprófs
úr raungreinadeildum og
víða er aðgangur það tak-
markaður að krafist er góðs
stúdentsprófs. Dýralækn-
isnám er hægt að stunda í
ýmsum löndum erlendis,
en ekki er hægt að taka
neinn hluta af náminu hér á
landi. Íslenskir dýralæknar
hafa lokið námi frá Dan-
mörku, Noregi Þýskalandi,
Svíþjóð, Skotlandi og Aust-
urríki.
Námið er bóklegt og verk-
legt og tekur til læknis-
fræðilegra greina, fóður-
fræði og búfjárrræktar
og greina varðandi mat-
væla- og heilbrigðiseftir-
lit. Til þess að fá endan-
legt dýralækningaleyfi
hér á landi þarf að sækja
stutt námskeið á vegum
Yfirdýralæknisembættis-
ins þar sem tekin eru fyrir
íslensk lög og reglur og
sérstakar aðstæður hér á
landi.
Eingöngu kennt í
erlendum skólum
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
Vodafone leitar að kraftmiklum
starfsmanni í eignaumsýslu
Verksvið
Við óskum eftir að ráða traustan starfsmann til að hafa umsjón með
bifreiðum, húsnæði og öryggiskerfi Vodafone ásamt öðrum tilfallandi
verkefnum. Í starfinu felst einnig undirbúningur og eftirlit með
framkvæmdum, kostnaðaráætlun og tilboðsöflun.
Starfið heyrir undir deildarstjóra eignaumsýslu Vodafone.
Hæfniskröfur
Við leitum að kraftmiklum einstaklingi með hæfni í mannlegum
samskiptum. Viðkomandi þarf að hafa ríka þjónustulund, vera
útsjónarsamur og sveigjanlegur. Æskilegt er að viðkomandi hafi
iðnmenntun á sviði smíða eða rafmagns. Viðkomandi þarf að geta
hafið störf sem fyrst.
Umsóknir óskast útfylltar á www.hagvangur.is
fyrir 29. desember 2006.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Guðmundsdóttir hjá Hagvangi,
kristin@hagvangur, sími 520 4700.
Við sem störfum undir nýju merki Vodafone ætlum
okkur að gera viðskiptavinum kleift að nýta tímann
til hins ýtrasta, því hvert augnablik er dýrmætt.
Gríptu augnablikið og lifðu núna.
Matreiðslumaður
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum hjá borginni.
Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar:
www.reykjavik.is/storf
Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11, færð þú allar upplýsingar um þjónustu
og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í.
Velferðarsvið fer með ábyrgð á velferðarþjónustu Reykjavíkurborgar þ.m.t.
barnavernd og félagsþjónustu. Það ber ábyrgð á að framfylgt sé stefnumótun
og áætlanagerð í velferðarmálum, eftirliti og mati á árangri, samhæfingu og
samþættingu í málaflokknun. Þróun á mati á gæðum velferðarþjónustu,
tengslum rannsókna og þjónustu, nýsköpun og þróun nýrra úrræða í velferð-
arþjónustu. Að auki annast Velferðarsvið rekstur ýmissa úrræða.