Fréttablaðið - 17.12.2006, Page 65

Fréttablaðið - 17.12.2006, Page 65
urinn Gob er, líkt og Sonny Cor- leone, töffari sem hugsar með hnefunum, og rétt eins og Sonny var skotinn 52 sinnum af keppi- nautum sínum í mafíunni er hér Alþjóðasamband sjónhverfinga- manna á eftir honum. Buster er í hlutverki Fredos, hálfvitabarnið sem aldrei verður stórt og systirin Lindsay er, líkt og Connie Corleone, gift aula sem aldrei tekst að njóta virðingar fjölskyldunnar. Eini hæfileikaríki afkomand- inn, í báðum tilfellum nefndur Michael, reynir að vernda auðæfi fjölskyldunnar án þess að sam- þykkja uppruna þeirra, en verður æ líkari föður sínum sem er flækt- ur í spillingarmál fyrir vikið. Snilld þáttanna er þó fólgin í því að þó að uppbyggingin sé byggð á minnum úr einni þekktustu kvik- mynd sögunnar eru brandararnir síður en svo fengnir að láni. Þætt- irnir eru, eins og öll góð list, speg- ill samtíma síns. Í heimi þar sem olíufjölskylda erfir valdamesta embætti heims og hefur vanhugs- að stríð með blöndu af heimsku og hroka, þar sem eitt öflugasta fyr- irtæki heims, Enron, var einungis til á pappír, er Bluth-fjölskyldan nokkurs konar táknmynd fyrsta áratugar 21. aldar. Þessir tveir bestu sjónvarps- þættir síðustu áratuga, Simpsons og Arrested Development, sýna þó fyrst og fremst að á þessum tíma svokallaðs raunveruleika- sjónvarps er fátt sjónvarpsefni sem endurspeglar raunveruleik- ann betur en vel skrifaðir þættir. Og þeir eru einmitt fyndnir vegna þess að þeir eru sannir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.