Fréttablaðið - 17.12.2006, Page 78

Fréttablaðið - 17.12.2006, Page 78
„Er það ekki stórkostlegt að á tækniöld skuli leikur 22 manna að einum bolta skjóta öllu ref fyrir rass hvað skemmtanagildi varð- ar?“ spurði ég Marió gamla meðan við horfðum á leik Barcelona og Werder Bremen á krá einni í þorp- inu Carbonero. Það er saga að segja frá því hvernig við Maríó gamli kynnt- umst en við erum álitnir þjáninga- bræður í þorpinu og þykjum því góðir að eiga hvor annan að. Þetta byrjaði allt þegar ég sat á troðfullri krá að fylgjast með „El clasico“, leik Real Madrid og Barcelona. Þegar Eiður Smári var allt í einu í dauðafæri gleymdi ég mér alveg í þessu Madridar-bæli og hoppaði og öskraði en hneig svo niður í þján- ingu þegar hann brenndi af. Sting- andi augnaráð mættu mér og allt í einu var eins og ég væri með smit- andi sjúkdóm. Einn þorparinn dirfðist þó að nálgast mig. „Ertu Barcelona-aðdáandi?“ spurði hann með samúðarsvip. „Nei, ekkert frekar en ég ber tilfinningar til landa míns,“ svaraði ég. „Ég verð að kynna þig fyrir frænda mínum, hann er líka Barcelona-aðdáandi.“ Og þessi frændi er Maríó gamli og hann er sá eini sem fæst til að fara með mér á krána eftir þetta örlaga- ríka kvöld. Katalónía er nefnilega kölluð hitt landið hér líkt og víða í Castilla. „Þeir vilja ekki tilheyra okkur svo við erum ekkert að púkka upp á þá,“ er oftast sagt þegar um þá er spurt. „Knattspyrnan hefur yfir öllu að búa sem Hollywod er að reyna að laða fram á hvíta tjaldinu, Maríó minn,“ hélt ég áfram. Og eins og til að staðfesta það sem ég hafði sagt þaut Deco fram völlinn í skyndi- sókn, gaf boltann á Eið Smára sem lék á fjóra leikmenn Werder Brem- en og skaut svo í stöng. Þaðan barst boltinn til Guily sem brenndi af fyrir opnu marki. „Sjástu þetta; Maríó? Þvílík spenna, þvílík skemmtun! Meira að segja sena með Hollywood-leikara sem er við það að verða undir hæl risaeðlu getur ekki hreyft við manni á þenn- an hátt.“ „Svo eru til tvær fílósófíur í knattspyrnunni rétt eins og í Grikk- landi hinu forna,“ hélt ég áfram að fræða Maríó gamla. „Þar voru Aþeningar boðberar hugvísinda, lista og fegurðar meðan Spartverj- ar hentu mönnum fyrir björg sem ekki gátu unnið líkamlega erfiða vinnu. Capello myndi vera Spart- verji en síðan hann byrjaði að þjálfa Real Madrid hefur leikur liðsins ekki verið neitt augnayndi en hann halar inn stig og þá er hann ánægður. Landi hans og liðsmaður, Cana- varo, myndi líka vera Spartverji. Hann varð heimsmeistari með ítalska landsliðinu og það eina sem menn muna frá þessum heims- meisturum er óþverrahátturinn í varnarmanni þeirra þegar hann reitti Zidane til reiði með klámyrð- um um systur hans. Nú er svo Canavaro búinn að vinna gullknött- inn og við hvern sem gagnrýnir þá kosningu segir hann: „Þú getur sagt það sem þú vilt en gullknött- urinn er heima í stofu hjá mér.“ Eiður Smári myndi vera Aþen- ingur eins og Ronaldinho sem var að skora um daginn með því að taka boltann á bringuna en spyrna honum svo með hjólhestaspyrnu yfir markvörð Bilbao og í netið. Spartverjarnir segja að þetta mark sé reyndar afar glæsilegt en telji sama og hvert annað. En þvílíkur sirkus, Maríó! Er nema von að tölvugúrúarnir reyni að leika sér með þennan veruleika með tölvu- leikjum. En það er sama hverju þeir eyða í þetta, ekkert slær fót- boltann út. Sjáðu bara þetta,“ sagði ég og benti á Ronaldinho sem var að leika listir sínar á skjánum en staðan var 2-0 fyrir Börsunga. „Þvílíkur leik ... Maríó! Maríó! Ertu sofnaður?“ Er ekki fótboltinn stórkostlegur, Maríó gamli? Birgir Leifur Hafþórsson átti góðan dag eftir að hafa komist í gegnum niðurskurðinn á South African Airways Open-mótinu í Suður-Afríku en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Hann lék á tveimur höggum undir pari vallar- ins og er samtals á þremur högg- um undir pari fyrir lokadaginn í dag. Hann fékk aðeins einn skolla í gær og þrjá fugla og sýndi þar með mikinn og góðan stöðugleika í sínum leik. Hann sagði þó við Fréttablaðið í gær að hann hefði spilað enn betur en skorkortið hans hafi sýnt. „Ég hefði viljað vera á betra skori, svona 3-4 höggum. Ég spil- aði miklu betur en áður en lenti í vandræðum inni á flötunum. Ég hitti margar brautir frá teigunum og lenti aldrei í vandræðum. Ég hitti flatirnar vel og komst nálægt holunni en púttin vildu einfaldlega ekki ofan í. Það er ljóst að ég hefði orðið mjög óhress ef ég hefði verið á verra skori en ég var á.“ Hann segir að það sé þó gott að sýna stöðugleika og fá aðeins einn skolla á öllum hringnum. Fyrstu tveir dagarnir voru heldur skraut- legir, þá fékk hann sjö fugla, sex skolla, einn örn og einn skramba. „Ég er að komast í ákveðinn takt í minni spilamennsku og vona að það sé stutt að ég hitti á enn betri hring. Á morgun ætla ég ekki að breyta neinu í mínum leik. Það skiptir miklu að halda sér inni á brautinni og vera því ekki of kapp- samur á teigunum.“ Í síðustu viku tók hann þátt í öðru móti í Suður-Afríku en náði sér ekki á strik þá. Muninn segir hann vera fyrst og fremst að hann sé að átta sig á aðstæðum og „koma sér í rétta gírinn“ eins og hann orðaði það. Hann segir að veðurfarið henti sér betur nú. „Það var miklu heitara í síðustu viku og sem dæmi má nefna að í dag var hitinn 20 stigum lægri en fyrir viku síðan. En þar fyrir utan hef ég einfaldlega verið að spila eins og ég á að mér að gera.“ Suður-Afríkumennirnir Trevor Immelman og Ernie Els eru í tveimur efstu sætunum en sá fyrr- nefndi fór á kostum í gær og lék á níu höggum undir pari. Samtals er hann á 20 höggum undir pari, þremur höggum meira en Els. Þriðji er Patrik Sjöland frá Sví- þjóð og fjórði Retief Goosen frá Suður-Afríku. Birgir Leifur Hafþórsson lék þriðja hringinn á South African Airways Open- mótinu í gær. Hann lék á 70 höggum, tveimur undir pari, en segir að hann hafi leikið enn betur en skorkortið hans sýndi í gær. Immelmann fór á kostum. Manchester United hefur fengið atvinnuleyfi fyrir kín- verska leikmanninn Dong Fangzhou og þar með er þriggja ára bið eftir að þessi 21 árs leikmaður komi til Englands á enda. Dong var keyptur á 3,5 milljónir punda í janúar 2004 frá Dalian Shide. Síðan hann skrifaði undir samning við United hefur hann verið á lánssamningi hjá belgíska félaginu Antwerpen og á því tímabili spilað sjö leiki fyrir kínverska landsliðið. Dong hefur spilað þó nokkra æfingaleiki fyrir United og verður einn af sjö leikmönnum sem snúa aftur á Old Trafford í janúar eftir lánsdvalir. Hinir eru Lee Martin og Phil Bardsley sem eru úr Glasgow Rangers í Skotlandi, hinir eru Chris Eagles frá NEC Nijmegen, Giuseppe Rossi frá Newcastle og þeir Jonny Evans og Danny Simpson sem hafa verið með Dong hjá Antwerpen. Þá mun sænski sóknarmaðurinn Henrik Larsson koma til Manchester United og vera á láni hjá félaginu í tíu vikur. Dong fær loks atvinnuleyfi Iain Dowie hefur neitað tilboði frá Hull um að gerast knattspyrnustjóri liðsins. Dowie var rekinn frá Charlton 13. nóvember eftir að hafa stýrt liðinu í aðeins tólf leikjum í ensku úrvalsdeildinni. Charlton er á botni ensku úrvalsdeildarinnar og virðist falldraugurinn hafa hreiðrað um sig í dalnum. Hull er í svipaðri stöðu deild neðar, situr í 23. sæti eftir tap fyrir Plymouth í gær. Stærsta afrek sem Dowie hefur unnið á þjálfaraferli sínum er að koma Crystal Palace í úrvalsdeildina fyrir tveimur árum. Dowie segist ekki ætla að snúa aftur í fótboltaheiminn strax. Ætlar ekki að snúa aftur strax Newcastle hefur fengið sinn fyrsta bikar í heil 37 ár en félagið hefur tryggt sér sigur í Intertoto-keppninni. Það eru þrjú lið sem komast áfram úr Inter- toto-keppninni og í Evrópukeppni félagsliða en Newcastle er það lið sem hefur komist lengst af þeim liðum í ár. „Það verður mikið gleðiefni að fá þennan bikar. Það er vanvirðing að líta á þessa keppni eins og hún skipti engu máli. Sumir knattspyrnustjórar gera það þó,“ sagði Glenn Roeder, knattspyrnustjóri Newcastle. Newcastle mætir Zulte-Waregem í 32 liða úrslitum Evrópukeppni félagsliða í febrúar. Sigruðu Inter- toto keppnina

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.