Fréttablaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 24
Íbyrjun aðventu ritaði ríkislaun-aður talsmaður þjóðkirkjunnar Steinunn Arnþrúður grein hér í blaðið undir fyrirsögninni „Jafn- ræði trúfélaga og staða þjóðkirkj- unnar“. Tilefnið var nýfallinn dómur í héraðsdómi í máli sem höfðað var vegna þeirrar hróplegu mismun- unar sem ríkir á milli trúfélaga hér á landi. Fjárlög íslenska rík- isins sýna augljóslega að þjóð- kirkjustofnunin fær árlega heilu milljarðana frá ríki, umfram sinn lýðræðislega hlut og þá hlutfalls- tölu sem henni ber gagnvart öðrum trúfélögum. Þessi millj- arða forréttindi þjóðkirkjunnar eru það eina sem hindrar jafn- ræði trúfélaga hér á landi. Innlegg þjóðkirkjunnar í jafn- ræðisumræðuna er m.a. eftirfar- andi: „Engin stofnun á Íslandi getur sýnt fram á annað eins sam- hengi í þjóðarsögunni og þjóð- kirkjan – órofa samhengi trúar- legrar þjónustu, menntunar og menningar í þúsund ár.“ Evangelíska – lúterska þjóð- kirkjustofnunin er sögð vera þús- und ára gömul! Rit Karls Sigur- björnssonar biskups frá 1998, „Þjóðkirkja í þúsund ár“ liggur hér að baki en þar birtist sama úthugsaða sögutúlkunin. Flest íslensk skólabörn vita þó að sá þýski Marteinn Lúter sem lútersk kirkja er kennd við, var alls ekki fæddur árið 1000 heldur fæddist hann tæpu hálfu árþús- undi síðar eða árið 1483. Nú vita einnig flestir Íslend- ingar að kaþólskur siður ríkti hér á landi undir for- ræði páf- ans í Róm meira eða minna frá árinu þús- und allt til 1540. Þá drottnaði kaþólska kirkjustofnunin yfir landsmönn- um bæði sem andlegt og verald- legt yfirvald. Við siðbreytingu voru um 45% jarðaverðmæta í landinu í eigu kaþólskra kirkju- legra stofnana, og engin tíund greidd þar af. Jarðeignasöfnun kirkjustofn- unarinnar olli alvarlegri röskun á efnahagslífi Íslendinga. Kirkju- stofnunin sölsaði undir sig eignir landsmanna oft með kúgun, ofbeldi og óhugnanlegum stofn- unarþunga. Æ fleiri urðu að treysta á ölmusu kirkjustofnun- arinnar. Frá þessu segir í ritröð- inni „Kristni á Íslandi“ II bindi. Hætt er við að nú tæpum 500 árum síðar sé þessi sami auður sem tekinn var af þjóðinni án þess að hún væri spurð á sínum tíma, nú áfram notaður af mikl- um stofnunar þunga og ranglæti til að hindra jafnræði íslenskra trúfélaga. Þjóðkirkjustofnunin telur sig í dag sjálfskipaðan erfingja kaþ- ólsku kirkjunnar og eina erfingja alls kirkjusögulegs arfs allra landsmanna allt frá kristnitöku. Hún telur sig ekki þurfa að ráð- færa sig við kristin trúfélög, hvað þá önnur. Ekki er lengur talað um siðbreytingu eða siðbót heldur er „órofa samhengi“ komið í staðinn samanber grein. Þjóðkirkjustofn- unin lúterska virðist hafa tileink- að sér alla þá drottnunarhyggju og stofnunarvæðingu miðaldar- kirkjunnar sem hún var upphaf- lega kölluð af Guði sjálfum, til að mótmæla og siðbæta. Lengst af í tíð hinnar dönsku þjóðkirkju höfðu landsmenn ekk- ert val varðandi það hvort þeir til- heyrðu eða ekki. Hversvegna er því nú verið að greiða út söguleg- an arf til fárra útvalinna, af því sem formæður og forfeður okkar áttu engan valkost um og voru í raun þvinguð til að taka þátt í? Anakrónísk sögutúlkun þjóð- kirkjunnar gerir ekkert úr einu allra stærsta trúfélagi heims sem var hér ríkjandi í 540 ár. Það trú- félag er til staðar hér á landi og því tilheyra nokkuð þúsund Íslendingar. Ef þjóðkirkjan hagar sér svona gagnvart stærsta trúfé- lagi heims, hvernig skyldi hún þá haga sér gagnvart þeim litlu? Þjóðkirkjustofnunin er í grunn- inn arfleifð dansks stjórnsýslu- kerfis og embættismanna-appar- ats. Hún þjónaði lengst af dönskum hagsmunum en ekki íslenskum. Með siðaskiptunum streymdi gífurlegt fjármagn út úr landinu og var það mikið áfall fyrir efnahag og kjör Íslendinga. Aðeins 25 árum síðar 1899 var fyrsta íslenska grasrótar-trúfé- lagið stofnað; Fríkirkjan í Reykja- vík, evangelískt lúterskt trúfélag í anda trúfrelsis og jafnræðis. Þjóðkirkjustofnunin tók trúfrels- inu og grasrótarstarfi íslendinga afar illa og hélt áfram dauðahaldi í forréttindi og forræði ríkis- stofnunarinnar. Fríkirkjan í Reykjavík hefur nú starfað í rétt tæpan fjórðung þess tíma sem lúterskur siður hefur verið hér á landi. Undanfarinn áratug hefur fjölgað meir í Fríkirkjunni í Reykjavík en í nokkru öðru trúfé- lagi. Hlutfallslega hefur fækkað í þjóðkirkjunni. En samt sem áður þarf íslensk grasrótarkristni að lifa í skugga ríkisstofnunar sem telur sig æðri öllum ákvæð- um um jafnræði trúfélaga. Fyrir aðeins tíu árum gerði þjóðkirkjustofnunin samning við íslenska ríkið um árvissar millj- arða greiðslur og margvísleg for- réttindi umfram önnur trúfélög, á forsendum áðurnefnds kirkju- sögulegs arfs. Sá samningur, ásamt lögum sem sett voru fyrir tilstuðlan kirkjustofnunarinnar árið 1997, setja einmitt allt tal þjóðkirkjunnar um jafnræði trú- félaga á svið fáránleikans. Í ofangreindri grein talsmanns þjóðkirkjunnar segir „þjóðkirkj- an hvatti stjórnvöld til að auka jafnræði“. Á sama tíma og þjóð- kirkjan sjálf er eina fyrirstaðan fyrir jafnræði trúfélaga þá læst hún vera einn helsti talsmaður slíks jafnræðis. Erfitt er að átta sig á því hvort hér sé verið að hæða landsmenn eða blekkja. Engin stofnun á yfirborði jarð- ar fjallaði jafn lengi og jafn ýtar- lega um þá lagasetningu og þann samning sem í dag veldur ójöfn- uðinum á milli trúfélaga og ein- mitt þjóðkirkjan. Engin stofnun átti því jafn stóran þátt í að móta hvort tveggja og þá er Alþingi meðtalið. Stofnunin er annar tveggja undirritaðra aðila að samningnum og ber því fulla ábyrgð á honum. Ef stofnunin hefði fengið að ráða þá hefði hún tekið mun fleiri milljarða frá þjóðinni en raunin varð. Eignardeilan um Þingvelli er dæmi um það. Sem sjálfskipaður merkisberi Jesú Krists, vísar stofnunin eigin ábyrgð á veraldlega ríkisvaldið sem hún hefur þjónað svo lengi og sett traust sitt á. Það hefur aldrei þótt gott til eftirbreytni, virðingarvert hvað þá kristilegt að vilja ekki kannast við verk sín og afleiðingar þeirra. Í umræðunni undanfarið um meint verðsamráð stórfyrirtækja á íslenskum olíumarkaði hefur verið talað um að alvarlegt van- mat á dómgreind og réttlætisvit- und landsmanna geti komið mönn- um illilega í koll. Það á vissulega einnig við hér. Það er full mikið að halda því fram að sá sem er eina fyrirstaða jafnræðis trúfé- laga sé einnig helsti talsmaður þess og þar að auki algerlega ábyrgðarlaus! Það er það einfalt mál. Það þarf að breyta nokkrum ranglátum lögum. Þjóðkirkjan þarf að temja sér þá trú og þá afstöðu til náungans sem hún predikar öðrum. Hún þarf að taka það trúarskref að koma út úr ríkisforsjár-skápnum og mæta náunganum með djörf- ung á jafnræðisgrunni. Trú og náungakærleikur er allt sem þarf. Höfundur er prestur og forstöðu- maður hinnar evangelísk-lútersku Fríkirkju í Reykjavík. Þjóðkirkja hæðist að jafnræði trúfélaga Ég var að velta fátækt fyrir mér og af hverju svona margir þurfa að vera fátækir, eigum við sem þjóð að hugsa um okkar minnstu syni og dætur, sem ein- hverra hluta vegna búa við fátækt. Eða á lög- málið um hinn sterkasta sem ríkir og að hinir veiku megi deyja drottni sínum, hvort viljum við? Er það nokkur spurning? Við viljum öll hjálpa hinum veikari, það er bara spurning hversu mikið við viljum leggja til? Að halda fólki í fátæktargildr- unni svo árum og jafnvel kynslóð- um skiptir, ætti að verða til þess að verkalýðshreyfingin, stjórnar- andstaðan og fleiri ættu að rísa upp og beinlínis öskra á úrbætur, að ástandið verði lagað og það strax. Vöknum núna öll sem eitt og sjáum til þess að þetta verði lagað. Það verða kosningar í vor og von- andi getum við meðal annars kosið um að úrbætur verði í málefnum fátækra á Íslandi. Er kannski aðskilnaðarstefna á landinu þar sem þeim fátæku er haldið fátæk- um, af því að það er gott fyrir kerfið? Hvað fátækt er og hverjir eru fátækir á Íslandi? Sá í sjónvarpinu um daginn þá Pétur Blöndal og Mörð Árnason tala um fátækt á Íslandi og þeir minntust ekki einu orði á örorku- og lífeyrisþega eins og það væru hópar sem hafa gnótt fjár á milli handa og hefðu það í alla staði gott. Mér fannst einkennilegt þegar kjörnir þingmenn okkar eru blind- ir á svona atriði. Eru þeir kannski svona úr takti við raunveruleikann að þeir sjái ekki hvernig stórir hópar hafa það? Eða kannski vilja þeir bara ekki sjá. Stórir hópar fólks, einstæðir foreldrar, námsmenn, einstæðing- ar, sjúkir, öryrkjar og lífeyrisþeg- ar eiga varla til hnífs og skeiðar. Í þessu litla og vel stæða landi á þetta auðvitað ekki að vera svona, það á að vera nóg handa öllum. Við þurfum ekki öll að vera rík, það er fínt að sumir séu ríkir og aðrir ríkari, en að fólk þurfi að líða skort er þjóðinni til skammar, ekki síst þeim sem stjórna, þeir ættu að skammast sín. Það á ekki alltaf að tala um að kaupmátturinn hafi aukist og skatt- ar hafi lækkað þó að það sé auðvit- að mjög gott, það er ekki nóg. Ekki nóg fyrir þá sem eru í hinum hópn- um, þeir fáu sem heyrist ekki hátt í, þeir bera höfuðið hátt þrátt fyrir skort og kvarta ekki. Það fá flestir í landinu desem- beruppbót, ég veit það ekki fyrir víst en ég held að öryrkjar og líf- eyrisþegar fái enga desemberupp- bót þó að það séu kannski þeir sem þurfi helst á uppbótinni að halda. Það er kannski skrítið en mér finnst eins og að hjá örorku- og líf- eyrisþegum séu úthlutanir hjá mæðrastyrksnefnd og fjölskyldu- hjálpinni desemberuppbótin í ár. Er þetta rétt, á þetta að vera svona? Ættum við kannski að skammast okkar fyrir ráðamenn þjóðarinnar, sem einhverra hluta vegna láta þessi ósköp viðgangast. En hvað er fátækt? Er það að eiga ekki fyrir mat? Að eiga ekki fyrir fötum á börn- in? Að eiga ekki fyrir leikskóla- gjöldum? Eða er það að eiga ekki fyrir bíl eða geta ekki rekið bíl? Skiptir það máli eftir hvernig reglum er farið til að reikna út fátækt, 4.000 börn – 3.000 eða færri, er ekki of mikið ef börnin eru bara 10 sem þurfa að búa við fátækt. Eða er það kannski gott fyrir hagkerfið ef það eru nokkur hundruð börn sem þurfa að búa við fátækt? Ég veit ekki svörin við öllum þessum spurningum en kannski er einhver sem gæti svarað þeim? Fátæktaraðskilnaður SKYNDI HJÁLPAR MAÐUR ÁRSINS 2006 - - F í t o n / S Í A F I 0 1 5 9 6 0 Ábendingar skulu berast Rauða krossi Íslands fyrir 15. janúar. Viðurkenningar verða veittar þann 11. febrúar. Nánari upplýsingar um tilnefningar og hvernig staðið er að valinu má finna á www.redcross.is Rauði kross Íslands auglýsir eftir ábendingum um einstakling sem hefur á árinu 2006 bjargað mannslífi með réttum viðbrögðum í skyndihjálp. ESSO, sem er samstarfsaðili Rauða kross Íslands um útbreiðslu á skyndihjálp, veitir skyndihjálpar- manni ársins sérstaka viðurkenningu. Styður útbreiðslu skyndihjálpar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.