Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.01.2007, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 02.01.2007, Qupperneq 44
Úti breytist fullvaxinn karlmaður í óargadýr og uppreisnarsegg. Hann stendur í garðinum sínum með sprengju og brosir geðveikislegu brosi. Við hlið hans stendur sonur- inn, með stjörnuljós og sama geð- veikislega augnaráðið og faðirinn. Feðgarnir setja upp víggirt gler- augu, beygja sig yfir bombu og kveikja í. „Fimm, fjórir, þrír, tveir, núna,“ öskra þeir í kór og flugskeyt- ið þeytist upp í himinhvolfið. Á einu augabragði lýsist svartur himinninn upp af litmettuðum sprengjuögnum og geðsjúklingarnir tveir reka upp stríðsöskur. Gamla árinu hefur verið fargað með rakettum, blysum og risastórum bombum og hið nýja tekur við stjórnartaumunum. Bjart- ir tímar fram undan, strax á mið- nætti. „Þetta var besta áramótaskaup- ið,“ segir afinn, án þess að blikna. Fréttaannálarnir hafa runnið hægt og örugglega yfir skjáinn og kjölfar- ið er gert grín að þessu öllu í árlegu, fokdýru gríni; fulla oddvitanum, „glæpamanninum“ á þingi og öllum hinum sem hafa fyllt fréttir, spjall- þætti og síður dagblaðanna. Þeim sem hafa verið á milli tannanna á fólkinu í landinu. Inni í húsi stendur húsfreyjan og kætist þegar hún lítur á klukkuna: 00.01. Kominn tími til að opna kampavínið og slátra einum risa- stórum vindli. Á meðan nýja árið er að koma sér fyrir í framandi umhverfi er best að syndga áður en 2007 kemur aftan að heimilisfólkinu af fullri alvöru. „Væri ekki bara ynd- islegt ef hægt væri að byrja með hreinan skjöld á hverju ári,“ segir húsbóndinn þegar hann kemur renn- blautur inn úr sprengjuæðinu til að kyssa konuna sína gleðilegt ár. Síð- ustu leifar desemberuppbótarinnar eru foknar upp í loftið með bravúr. Unglingurinn gerir sig kláran til að kveðja heimilisfólkið, nú skal skunda á skemmtistað í nýpússuðum skóm, pressuðum jakkafötum með smekkfullan fleyg í vasanum. Mið- inn er á sínum stað, leigubíllinn bíður á okurverði og stúlkan sem átti að heita kærasta er komin með nýjan uppá arminn. Allt er leyfilegt á meðan nýtt ár gengur í garð. ÞAR SEM ALLT SNÝST UM FÓTBOLTA! NÝTT Á GR AS.IS Fréttir og Íþróttir Leikir Skemmtun NÚ FÆRÐU GRAS.IS FÉTTIR Í SÍMANN! Grasætan
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.