Fréttablaðið - 02.01.2007, Side 57

Fréttablaðið - 02.01.2007, Side 57
Leikmenn NBA-deildarinnar í Bandaríkjunum fá lítið frí yfir hátíðarnar og á gamlársdag fóru fram sjö leikir í deildinni. Dallas Mavericks tók á móti Allen Iver- son og félögum hans í Denver Nuggets en Dirk Nowitzki lék ekki með Dallas vegna meiðsla. Það kom þó ekki að sök því Dallas vann leikinn, 89-85. Josh Howard og Jason Terry voru í forystuhlutverki í fjarveru Nowitzkis en Howard skoraði 28 stig og hirti 17 fráköst og Terry skoraði 21 stig fyrir Dallas. Allen Iverson var stigahæstur í liði Den- ver með 28 stig. „Það vissu allir að Dirk var ekki með. Við þurftum á öllum leik- mönnum okkar að halda, ekki bara mér. Ég var að reyna að vera grimmur en þetta snerist meira um að fara inn í leikinn og spila minn frábæra leik,“ sagði Josh Howard eftir leikinn. Leikmenn Phoenix Suns gerðu góða ferð til Detroit þar sem þeir unnu heimamenn í Pistons, 108- 101. Steve Nash var stigahæstur leikmanna Suns með 35 stig í leikn- um, auk þess að gefa 12 stoðsend- ingar, og Amare Stoudemire átti einnig stórleik þar sem hann skor- aði 31 stig og hirti 13 fráköst. Chauncey Billups lék ekki með Pistons vegna meiðsla og Nash sagði að það hefði munað um minna. „Við unnum leikinn en þeir voru ekki með alla sína leikmenn. Þetta er einföld stærðfræði. Þeir eru með marga góða leikmenn en Billups er einn besti leikmaður deildarinnar,“ sagði Nash en Richard Hamilton var stigahæstur í liði Detroit með 31 stig. Kobe Bryant var lang stiga- hæstur í liði L.A. Lakers sem lagði Philadelphia 76ers á heimavelli, 104-94. Bryant skoraði 35 stig í leiknum en Smush Parker kom honum næstur með 12 stig fyrir Lakers. Allir leikmenn Lakers sem voru á skýrslu skoruðu stig í leikn- um. Varamaðurinn Kyle Korver var stigahæstur í liði Philadelphia með 29 stig. San Antonio Spurs átti ekki í miklum vandræðum með lið Atl- anta Hawks á heimavelli sínum og fór með sigur af hólmi, 95-81. Franski leikstjórnandinn Tony Parker var stigahæstur í liði San Antonio með 27 stig. Mano Gino- bili skoraði 18 stig og Tim Duncan bætti 17 stigum við fyrir San Ant- onio. Elton Brand setti persónulegt met þegar lið hans L.A. Clippers vann New York Knicks á heima- velli, 90-80. Brand skoraði 32 stig og var með átta varin skot, en hann hefur aldrei varið eins mörg skot í einum leik á ferlinum. Þetta var tíundi sigur Clippers gegn Knicks í röð á heimavelli og þeir virðast því hafa gott tak á New York Knicks. Tracy McGrady virðist vera kominn í sitt rétta form en hann skoraði 38 stig í naumum sigri Houston Rockets á Memphis Grizz- lies, 111-109, en Rockets lék sem fyrr án Yao Ming sem er meiddur. „Ég er með mikið sjálfstraust núna. Að hafa ekki Yao Ming inn á setur aukna pressu á mínar herðar að leiða liðið. Ég tek þeirri ábyrgð,“ sagði McGrady. Þá vann Seattle sigur á Boston á heimavelli, 101-95, þar sem Chris Wilcox fór fyrir liði Seattle og skoraði 24 stig. Tíundi sigur Dallas Mavericks í röð Hinn þrítugi Kanu vonast til þess að komast aftur til síns gamla liðs Ajax í janúar. Þessi markahrókur fer fram á að yfirgefa Portsmouth en hann hefur verið á meðal bestu leikmanna liðsins í vetur. „Ég vil fara til Ajax. Portsmouth ætti að vera þakklátt fyrir það sem ég hef gert fyrir félagið og leyfa mér að fara,“ sagði Kanu. „Ég bíð eftir tilboði frá Ajax. Ég er búinn að segja Portsmouth að ég vilji fara. Ég hef gert upp hug minn. Ég á frábærar minn- ingar frá Amsterdam og ég veit að magnaðir hlutir geta gerst ef ég sný þangað aftur.“ Nígeríu- maðurinn greindi einnig frá því að Edgar Davids gæti fylgt honum til Hollands, ef af verður, en hann var einnig á sínum tíma hjá Ajax. „Ég hef verið að tala við Edgar Davids og nokkra aðra leikmenn sem voru hjá Ajax með okkur á sínum tíma. Ég held að við gætum endurskapað hið magnaða andrúmsloft sem ríkti þá,“ sagði Kanu. Heimtar að fara frá Portsmouth Gianluigi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins, var í viðtali við ítalska fjölmiðla nú í kringum áramótin þar sem hann leit til baka og fór yfir árið 2006. Hann sagði að það væri mjög erfitt að lýsa þessu ári með einu orði en það hefði einkennst af óstjórn- legri gleði og gríðarlegum vonbrigðum, enginn millivegur hefði verið til staðar. Ítalir urðu heimsmeistarar á árinu en félagslið Buffons, Juventus, var dæmt niður um deild í hinum svokallaða Ítalíuskandal. „Frammistaða okkar á HM í Þýskalandi fór fram úr okkar björtustu vonum og það var ólýsanleg tilfinning að landa heimsmeistaratitlinum. Hvað varðar málefni Juventus þá fannst mér ég ekki neyðast til að skipta um lið og ákvað því að vera áfram til að hjálpa liðinu aftur upp, ég sé ekki eftir þeirri ákvörðun,“ sagði Buffon. Juventus er á góðri leið með að tryggja sér sæti í efstu deild því liðið er í þriðja sæti næst efstu deildar. Enginn milli- vegur á árinu Michael Owen stefnir ótrauður á að snúa aftur í aprílmánuði. Þessi snjalli framherji Newcastle meiddist illa á heimsmeistaramótinu síðasta sumar og var búist við því að hann yrði frá í eitt ár vegna meiðslanna en útlit er fyrir að hann nái að spila einhverja leiki á þessu tímabili. „Batinn er enn jafn og góður. Ég vonast til að snúa til baka í apríl. Hin eina sanna prófraun verður þó ekki fyrr en styttist í endurkomuna,“ sagði Owen sem hefur unnið hörðum höndum að því að ná sér að fullu. Endurkoma hans verður án efa mikil lyfti- stöng fyrir Newcastle en aðeins Obafeme Martins hefur verið reglulega á skotskónum af framherjum liðsins. Snýr líklega aftur í apríl

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.