Fréttablaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 02.01.2007, Blaðsíða 58
 Deco, miðjumaður Barcelona og samherji Eiðs Smára, hefur látið hafa eftir sér að hann vilji spila í ensku úrvalsdeildinni áður en ferli hans lýkur. „Það er satt að mig langar til að spila á Englandi vegna þess að það er heillandi deild. Núna er ég hins vegar í einu besta liði heims og er mjög ánægður og það yrði mjög erfitt að fara héðan á næstunni,“ sagði Deco sem hefur oft verið orðaður við Chelsea. Dreymir um að spila á Englandi Miðjumaður Arsenal, Gilberto Silva, viðurkennir að liðið sakni sárlega fyrirliðans Thierry Henry. Frakkinn hefur misst af síðustu átta leikjum Arsenal og verður ekki með í leiknum í kvöld gegn Charlton. Gilberto hefur verið fyrirliði í fjarveru Henry og viðurkennir vandann fúslega en Arsenal hefur meðal annars tapað fyrir Sheffield United í jólatörninni. „Það er mikilvægt að við fáum Thierry til baka. Við söknum hans, við vitum að hann er mikilvægur fyrir okkur þar sem hann er leiðtogi liðsins. Við höfum gert okkar besta án hans en auðvitað þörfnumst við hans í framlínuna. Ég vona að hann verði tilbúinn eftir næsta leik,“ sagði Brasilíumaðurinn. Við söknum Thierry Henry Englandsmeistarar Chel- sea hafa gefið eftir í titilbarátt- unni á Englandi en liðið hefur gert tvö jafntefli í deildinni í röð, gegn Wigan og Fulham. Á meðan hefur Manchester United ekkert slakað á og ljóst er að Chelsea þarf á sigri að halda gegn Aston Villa í kvöld til að halda í við United. Vörnin hefur verið helsti veikleikinn en í síðustu þremur leikjum hefur liðið fengið á sig tvö mörk í leik. Fyrirliðinn John Terry og markmaðurinn Petr Cech eru báðir frá vegna meiðsla en þó styttist í endurkomu beggja. Greinilegan veikleika má sjá á lið- inu í fjarveru þeirra en allar líkur eru á því að José Mourinho styrki lið sitt í janúarglugganum með í það minnsta einum varnarmanni. Sá sem talið er líklegast að fari til Chelsea er Micah Richards, leik- maður Manchester City, og honum gæti fylgt Sol Campbell frá Portsmouth. „Ég vona að Chelsea hafi ekki áhuga á honum, ef ég missi hann er ég í miklum vandræðum. Það yrði skelfilegt að missa Sol, hann hefur verið frábær hjá okkur,“ sagði Harry Redknapp, stjóri Portsmouth. Mourinho er sjálfur alls ekki sáttur við vörnina sína. „Í augnablikinu getur Chelsea bara ekki varist. Ég er sá fyrsti til að sjá það. Kannski erum við ekki jafn góðir og við höldum, kannski er ég ekki svo góður stjóri, kannski eru leikmennirnir ekki svo góðir eftir allt,“ sagði Mourinho. „Hérna eru allir með stóra og sterka framherja. Þeir setja bolt- ann inn í teiginn en við erum ekki nógu ríkjandi í loftinu. Hvað er hægt að gera með Paulo Ferreira og Geremi? Ekkert,“ sagði Mour- inho og hélt áfram að gagnrýna sína menn. „Andriy Shevchenko, Shaun Wright-Phillips og Salomon Kalou eru bara ekki að standa sig. Didier Drogba er sá eini sem er upp á sitt besta í augnablikinu,“ sagði Portúgalinn sem segist ekki vera viss um að hann þurfi að kaupa neinn í janúar. „Ég þarf ekki að eyða neinu. Þetta er erfitt en ég vona að John Terry og Petr Cech snúi fljótt aftur. Ég þarf ekki að eyða neinum milljónum, ég þarf bara besta varnarmann heims og besta markmann heims til baka,“ sagði Mourinho. Chelsea saknar John Terry sárlega Chris Coleman, knatt- spyrnustjóri Fulham, viðurkennir að hafa mikinn áhuga á sóknar- manninum Vincenzo Montella. „Ég hef áhuga, ég neita því ekki. Ég vil ekki tjá mig meira um þetta mál en tel að við séum ekki eina liðið sem hafi áhuga,“ sagði Coleman. Montella er ekki í áætlunum Luciano Spalletti, þjálfara Roma, en hann hefur mikið verið frá síðustu ár vegna meiðsla og lék meðal annars bara þrettán leiki með Roma í ítölsku deildinni síðasta tímabil. hann er nú fyrir aftan Francesco Totti, Mirko Vucinic og Francesco Tavano í goggunarröðinni. Fulham vill fá Montella Enska úrvalsdeildin: Eggert Magnússon og Björgólfur Guðmundsson voru súrir á svip þegar þeir fylgdust með sínum mönnum í West Ham vera tekna í kennslustund af Reading í ensku úrvalsdeildinni. Brynjar Björn Gunnarsson og Ívar Ingimarsson spiluðu báðir allan leikinn fyrir Reading sem vann 6-0 sigur, Brynjar braut ein- mitt ísinn fyrir Reading í leiknum þegar hann skoraði eftir auka- spyrnu frá Nicky Shorey. Ívar hefur hingað til spilað hverja ein- ustu mínútu fyrir liðið í ensku úrvalsdeildinni. Kevin Doyle skor- aði tvö mörk í leiknum en Reading var fjórum mörkum yfir í hálf- leik. „Þessi leikur var mikil próf- raun fyrir mitt lið og í hreinskilni vissi ég ekki hvort mínir menn næðu að standast hana. Það hefur verið mikið leikjaálag upp á síð- kastið en eftir að við komumst yfir varð ég vitni að bestu spila- mennsku sem ég hef séð hjá lið- inu síðan ég tók við. Leikmenn mínir eiga hrós skilið,“ sagði Steve Coppell, knattspyrnustjóri Reading. Reading er í níunda sæti deild- arinnar sem er mun betri árangur en flestir bjuggust við. Staða West Ham er hins vegar mjög slæm, liðið er með átján stig í fallsæti en fjögur stig eru upp í öruggt sæti. Ljóst að Alan Curbishley þarf að vanda valið í félagaskiptagluggan- um en miðað við frammistöðu liðs- ins í gær gæti hann skipt út allri varnarlínu liðsins nú í janúar. Ljóst var að lið Bolton var mætt á Anfield til að ná í eitt stig í gær en framan af leiknum spilaði það góðan varnarleik og gaf fá færi á sér. Það var síðan stórglæsilegt mark frá Peter Crouch í seinni hálfleik sem kom Liverpool loks á bragðið og strax á eftir fylgdi frá- bært mark frá Steven Gerrard. Hollenski sóknarmaðurinn Dirk Kuyt innsiglaði síðan 3-0 sigur Liverpool. Þess ber að geta að Jermaine Pennant átti mjög góðan leik fyrir Liverpool en hann hefur valdið miklum vonbrigðum á tíma- bilinu. „Þetta var fullkomin byrjun á nýju ári og við spiluðum mjög góðan fótbolta. Þetta var frábær vika fyrir mig persónulega en þegar maður gengur út á völlinn lætur maður alla persónulegu hlutina til hliðar. Ég er mjög ánægður með markið mitt, ég lét ekki mikið að mér kveða í seinni hálfleik en náði þó að skora,“ sagði Steven Gerrard, fyrirliði Liver- pool, sem fékk orðu frá Englands- forseta fyrir nokkrum dögum. Heiðar Helguson var óheppinn að skora ekki þegar Fulham og Watford gerðu markalaust jafn- tefli. Heiðari tókst að koma bolt- anum í netið í fyrri hálfleik en aðstoðardómarinn flaggaði rang- stöðu sem var rangur dómur. Þrátt fyrir markaleysið var leikurinn fjörlegur og boltinn fór oftar en einu sinni í tréverkið. Antti Niemi, markvörður Fulham, slasaðist í seinni hálfleik og þurfti að fara af velli. Wigan tapaði sínum fimmta leiki í röð þegar liðið beið lægri hlut 0-3 fyrir Blackburn á heima- velli sínum. „Mínir menn eru bara ekki að vinna vinnuna sína um þessar mundir. Mikið er talað um það að við þurfum að fá okkur sóknarmann og ég get upplýst að við erum að leita að sóknarmanni. En það er alveg ljóst að ekki er hægt að ætlast til þess að við skor- um fjögur mörk í hverjum leik, við verðum að fara að verjast almennilega líka,“ sagði Paul Jewell, knattspyrnustjóri Wigan, eftir leik. Mark frá Steed Mal- branque tryggði Tottenham stig á útivelli gegn Portsmouth, 1-1. Yakubu var í aðalhlutverki þegar Middlesbrough vann Sheffi- eld United 3-1 á heimavelli sínum. Hann skoraði tvívegis í seinni hálfleik og sá til þess að Middles- brough vann. Þá var Georgios Samaras hetja Manchester City þegar liðið vann 2-1 sigur á Everton með því að skora bæði mörk City eftir að hafa komið inn sem varamaður. Brynjar Björn Gunnarsson kom Reading á bragðið í gær þegar liðið burstaði West Ham á heimavelli sínum 6-0. Liverpool komst upp í þriðja sæti deildarinnar með því að vinna öruggan sigur gegn Bolton á Anfield. Newcastle tók á móti Manchester United í ensku úrvals- deildinni í gær á heimavelli sínum St. James Park. Leikurinn endaði með jafntefli, 2-2, en mörk New- castle í leiknum voru einkar glæsi- leg. Fyrri hálfleikurinn var gríðar- lega fjörugur og á 33. mínútu kom James Milner Newcastle yfir með glæsilegu marki. Skot hans af um 25 metra færi endaði efst í blá- horninu, óverjandi fyrir Edwin van der Sar, markvörð Manchest- er United. Þá kom að þætti Paul Scholes sem náði að jafna metin fyrir gestina á 40. mínútu og ekki voru liðnar nema rétt rúmar 20 sek- úndur þegar hann kom Manchest- er United yfir. Allt stefndi í sigur gestanna frá Manchester en það var nítján ára strákur, David Edgar að nafni, sem bjargaði stiginu fyrir New- castle þegar skot hans af um 30 metra færi fór fram hjá hverjum leikmanna Manchester United á fætur öðrum og endaði neðst í blá- horninu. „Við fórum illa með mörg færi en það er ekki hægt annað en að dást að baráttunni í leikmönnum Newcastle. Þeir áttu skilið að ná jafntefli, það er engin spurning,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United sem hefur nú sjö stiga forskot á Chelsea. Nítján ára strákur spillti gleði Man. Utd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.