Fréttablaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 2
Ylfa, er skítalykt af þessu máli? Opið: Alla virka daga kl. 9:00-18:00 og laugardaga kl. 12:00-16:00. Sími: 525 8020. NOTAÐIR BÍLAR BÍLL DAGSINS NISSAN X-TRAIL SPORT Nýskr. 10.03 - Sjálfskiptur - Ekinn 72 þús. km. - Allt að 100% lán. Verð á ður: 1. 920.0 00- Tilboð : 1.590. 000.- Ný leiguþyrla Landhelgisgæslu Íslands kom til landsins í gær. Hún hefur fengið einkennisstafina TF-EIR og er fjórða þyrlan í flota Gæslunnar. Nýja þyrlan er leigð frá Noregi og er frönsk, af gerðinni Dauphin AS 365N2, eða sömu tegundar og TF- SIF, minni þyrla Gæslunnar. Nýja þyrlan er þó bæði betur búin og kraftmeiri. Benóný Ásgrímsson, yfirflug- stjóri Landhelgisgæslunnar, flaug þyrlunni til landsins og gekk ferðin vel að hans sögn. Millilent var á Höfn í Hornafirði þar sem forstjóri Landhelgisgæslunnar, Georg Lárusson, beið hennar en önnur leiguþyrla Gæslunnar, sem hefur fengið viðurnefnið Steinríkur, fór til Hornafjarðar til móts við nýju þyrluna. Björn Bjarnason dóms- málaráðherra tók síðan á móti TF- EIR er hún kom til Reykjavíkur klukkan fjögur síðdegis í gær. Georg Lárusson segir að með komu þyrlunnar aukist öryggi til lands og sjávar og von sé á fimmtu vélinni í maí. „TF-Líf er ein besta björgunarþyrla sem er til í heimin- um og þá fáum við aðra, sömu teg- undar, jafngóða eða betri.“ Inntur eftir því hvort eitthvað hafi skýrst varðandi kaup á nýjum þyrlum fyrir Gæsluna segir Georg að það eigi eftir að skýrast. Ný þyrla eykur öryggi á landi og sjó Samkomulag hefur tekist um tillögu að deiliskipulagi vegna stækkunar álvers Alcan í Straums- vík og hefst kynning fljótlega. Atkvæði verða greidd um deili- skipulagið 31. mars og verður niðurstaðan bindandi. Ef deili- skipulagið hlýtur samþykki bæjar- búa fer það áfram í auglýsingu og álverið verður stækkað. Ef það verður fellt er málinu lokið. Í tillögunni hafa þjónustubygg- ingar við austurenda verið færðar á milli kerskála, spennustöð færð og raflínur grafnar í jörð. Gert er ráð fyrir aðgengi að kapellu heil- agrar Barböru sem verður inni á milli kerskála. Gert er ráð fyrir að mengun frá álverinu verði áþekk og nú og að hún verði mæld á fjórum stöð- um í Hafnarfirði, í stað eins nú. Nýtt þynningarsvæði, en það er svæði umhverfis álver þar sem þynning mengunar á sér stað, verður aðeins þriðjungur af núgildandi þynningarsvæði. Gert er ráð fyrir að lög um svæði tak- markaðrar ábyrgðar verði felld úr gildi. Færslan á Reykjanesbrautinni og tvöföldun hennar er talin kosta um 1,5 milljarða króna. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði, segir að svör þurfi að fást frá samgönguráðherra út af kostnaðinum sem og Landsneti vegna kostnaðar við raflínur fyrir íbúakosningarnar. Lúðvík segir aðspurður að full ástæða sé til að hafa áhyggjur af því að Alcan fari frá Hafnarfirði og fleiri hundruð störf hverfi úr bænum verði tillagan ekki sam- þykkt. Hann kveðst ánægður með deiliskipulagstillöguna sem ligg- ur fyrir og bendir á að full sam- staða sé um hana, en setur fyrir- vara um svör frá ríkinu um kostnaðarskiptingu vegna færslu Reykjanesbrautar. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra hyggst ekki svara neinu fyrr en niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggi fyrir. Hafnarfjarðarbær mun ráða utanaðkomandi aðila til að sjá um „hlutlausa og upplýsta kynningu“ á deiliskipulaginu og verður hún viðameiri en venju- lega þegar deiliskipulag er kynnt. Gert er ráð fyrir að kostnaður nemi um tíu milljónum króna. Deiliskipulagstillagan verður rædd í bæjarráði í dag. Stefnt er að því að afgreiða málið úr bæjar- stjórn á þriðjudag. Tillagan þarf ekki að fara í umhverfismat. Atkvæði greidd um álverið í lok mars Hafnfirðingar greiða atkvæði 31. mars um deiliskipulag vegna stækkunar ál- versins. Bæjaryfirvöld standa fyrir kynningu fyrir tíu milljónir. Mengun svipuð en þynningarsvæði minnkar. Samgönguráðherra svarar engu um kostnað. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er 51 prósent Hafn- firðinga mótfallið stækkun álvers- ins í Straums- vík. Þetta kemur fram í könnun sem Capacent- Gallup vann fyrir Alcan, sem rekur álverið í Straumsvík, á viðhorfi átta hundruð Hafn- firðinga til fyrirhugaðrar stækkunar álversins. Alcan kynnti niðurstöð- urnar fyrir starfsmönnum álvers- ins í gær. Samkvæmt könnuninni eru 39 prósent þeirra Hafnfirðinga sem tóku þátt í könnuninni hlynnt stækkuninni og tíu prósent þeirra eru óákveðin. Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að niðurstaðan staðfesti grun hans um að viðhorf Hafnfirðinga til fyrirhugaðrar stækkunar séu skipt. „Þess vegna er mikilvægt að íbúar bæjarins fái að ganga til lýðræðislegra kosn- inga um stækkunina.“ Guðrún Ágústa Guðmundsdótt- ir, fulltrúi Vinstri grænna í bæjar- stjórn Hafnarfjarðar, fagnar niðurstöðum könnunarinnar. Hún telur að niðurstöðurnar gefi fyrir- heit um niðurstöðuna í íbúakosn- ingunum meðal Hafnfirðinga sem haldnar verða hinn 31. mars. Hrannar Pétursson, upplýs- ingafulltrúi Alcan, vildi ekki gefa upp niðurstöðurnar í könnuninni þegar Fréttablaðið hafði samband við hann í gær. Hann sagði að Alcan ætlaði að senda fjölmiðlum niðurstöður könnunarinnar í dag. Meirihlutinn á móti Hugi Halldórsson, oft nefndur Ofur-Hugi, lenti í kröppum dansi í Westfalenhalle í gær undir lok leiks Íslands og Túnis. Þegar ljóst var að Ísland myndi vinna leikinn hljóp Hugi með íslenska fánann eftir allri endalínunni. Það fór eitthvað í taugarnar á Túnismönnum og einn þeirra gerði sér lítið fyrir og hljóp á eftir Huga og sparkaði í bakið á honum. Hugi hafði ekki hugmynd um að Túnisbúinn væri á eftir sér. Þetta spark minnti um margt á þekkt spark knatt- spyrnugoðsins Eric Cantona. Slagsmálahundurinn var umsvifalaust fjarlægður af öryggisvörðum en Hugi fékk sér sæti og lét lítið fyrir sér fara. Ráðist á Ofur- Huga á HM Ef Hafnfirðingar hafna fyrirhugaðri stækkun álversins í Straumsvík í íbúakosningunum sem fyrirhugaðar eru 31. mars mun það flýta fyrir byggingu álvers Century í Helguvík. Þetta er mat greiningardeildar Kaupþings, sem sagði frá þessu í hálffimm fréttum sínum í gær. Ástæðan er sú að þá muni orkan sem hefði átt að nota í nýjum hluta álversins í Straums- vík verða notuð í álverinu í Helguvík. Greiningardeildin telur hins vegar að ef Hafnfirðingar samþykki stækkunina muni verða beðið með byggingu álversins í Helguvík þar til orkuöflun hafi farið fram fyrir stækkun álversins í Straumsvík. Álverið í Helgu- vík fær orkuna Þrír menn komu sér út úr brennandi íbúð í tveggja hæða húsi í Lækjarvaði í Norð- lingaholti um klukkan hálf ellefu í gærmorgun. Einn mannanna, sem var sofandi þegar eldurinn kom upp, brenndist lítillega í andliti. Mennirnir voru fluttir til aðhlynn- ingar á slysadeild og hlutu þeir allir minniháttar reykeitrun. Eldurinn kviknaði í svefnher- bergi íbúðarinnar. Enginn var í íbúðinni á neðri hæð hússins. Slökkviliðinu gekk vel að slökkva eldinn en íbúðin er nokkuð skemmd vegna reyks. Eldsupptök eru ókunn en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vinnur að rannsókn málsins. Komu sér út úr brennandi íbúð Miðar á fimmtán gesta- sýningar Leikfélags Akureyrar í Borgarleikhúsinu um þá bræður Karíus og Baktus seldust upp á fáeinum klukkustundum í gær. Var búið að selja á fjórða þúsund miða í gærkvöldi og stefndi þá í að aðsóknarmet Leikfélags Akureyrar á gestasýninguna Fullkomið brúðkaup í Borgarleik- húsinu síðan í fyrra yrði slegið. „Það er greinilegt að þeir bræður eiga vinsældum að fagna um allt land því sýningunni hefur verið afar vel tekið nyrðra,“ segir Magnús Geir Þórðarson, leikhús- stjóri LA. Karíus og Bakt- us sívinsælir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.