Fréttablaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 96

Fréttablaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 96
Ólympíumeist- arinn og heimsmethafinn í tug- þraut, Roman Sebrle frá Tékk- landi, var nálægt því að kveðja þennan heim þegar hann fékk spjót í sig á æfingu í Suður-Afr- íku á dögunum. Sebrle, sem er orðinn 32 ára, fékk spjótið í öxlina og það munaði ekki miklu að skaðinn hefði orðið miklu meiri. „Ef spjótið hefði hitt mig 10 senti- metrum lengra til vinstri þá hefði lungað farið illa en það versta hefði verið að fá spjótið 20 senti- metrum ofar, í hálsinn, því þá hefði ég ekki staðið upp aftur,“ sagði Sebrle og bætti við: „Ég var í mínum eigin heimi að hugsa um mína æfingu. Ég var búinn að steingleyma spjótkösturunum sem voru að æfa á sama tíma. Allt í einu heyrði ég mikil öskur en áður en ég gat brugðist við fékk ég spjótið í mig. Ég horfði á öxlina og fékk áfall þegar ég sá spjótið standa út úr henni,“ sagði Sebrle sem játaði því að ef spjót- ið hefði brotið bein, rifið vöðva eða liðbönd hefði íþróttaferli hans verið lokið. Sárið var tólf sentimetra langt og er furðulegt hvað Tékkinn slapp annars ótrú- lega vel. Sebrle stefnir áfram að því að keppa á Evróumeistaramótinu innanhúss í byrjun mars og mun byrja æfingar í lok vikunnar. Sentimetrum frá því að deyja HM í handbolta Jóhannes Pétur Héðinsson, 27 ára glímumaður úr KR, tvífótbrotnaði á glímuæfingu í síðustu viku og þurfti í kjölfarið að fara í tvær skurðaðgerðir. Þetta kemur fram á heimasíðu KR. Þar kemur enn fremur fram að læknar séu bjartsýnir og telji að hann muni ná sér að fullu. Slysið gerðist í lok glímuæf- ingarinnar og vitni vilja meina að um sé að kenna nýrri tegund af glímuskóm sem Jóhannes hefur notað í vetur. Ákveðið hefur verið að taka skóna, Asics Warrior II, úr umferð og endurmeta þá. Tvífótbrotnaði á æfingu Rafael Nadal tapaði í gær í fjórðungsúrslitum opna ástralska meistaramótsins fyrir Fernando Gonzalez frá Chile. Gonzalez vann auðveldan sigur, 3-0. Hann mætir næst Tommy Haas sem vann Nikolay Davidenko í gær. Kim Clijsters og Maria Sharapova unnu sína leiki í gær og mætast í undanúrslitum einliðaleiks kvenna. Nadal tapaði „Það er bara allt í gúddí og ekki hægt að kvarta yfir neinu,“ sagði landsliðsþjálfarinn Alfreð Gíslason kampakátur í leikslok. „Þetta voru tveir mjög ólíkir hálfleikir. Vörnin var hrika- lega léleg í fyrri hálfleik og varn- armennirnir voru eins og skóla- strákar. Það var alveg sama hvað ég prófaði. Lykillinn að þessari góðu vörn í síðari hálfleik var ekki bara breytingin á því að ég lét taka út miðjumanninn heldur að Ásgeir og Róbert komu frá- bærlega inn og leystu af stöður þar sem aðrir voru ekki að standa sína plikt.“ Alfreð var ekki nógu sáttur við sóknarleikinn í fyrri hálfleik sem honum fannst of hægur en hann sagði sóknarleikinn í síðari hálf- leik hafa verið frábæran. Vörnin er lykillinn að árangri liðsins segir Alfreð. „Ef við spilum ekki góðan varnarleik á móti Slóveníu þá vinnum við aldrei. Það er ekki möguleiki. Við þurfum sárlega á góðum varnarleik að halda og hann fleytir okkur ávallt áfram,“ sagði Alfreð, sem var orðinn frek- ar heitur á bekknum í fyrri hálf- leik er hann las yfir hausamótun- um á strákunum sínum. „Ég var orðinn alveg brjálaður enda vorum við heppnir að vera bara þrem mörkum undir í hálf- leik því Túnis hefði hæglega getað leitt með svona átta mörkum. Ég sagði síðan við strákana að ef við fengjum smá vörn í gang myndum við vinna með tíu mörkum,“ sagði Alfreð, sem er mjög feginn að liðið náði að fylgja eftir góðum sigur- leik með öðrum. „Það var gífurlega mikilvægt upp á sjálfstraustið, sem og að ná einhverjum takti. Það hefur loðað við íslensk landslið í gegnum tíð- ina að klikka eftir frábæra leiki og það var gott að brjóta þetta munst- ur upp og sýna að það sé engin regla. Ef liðið er ekki með sjálfs- traust núna þá veit ég ekki hvenær menn eigi að fá sjálfstraust. Press- an er engin nema frá leikmönnum sjálfum og það er frábært að sjá að breiddin er að aukast. Ég er ekki að hugsa of mikið um fram- haldið og ég legg áherslu á að strákarnir séu ekki heldur að gera það. Við eigum að njóta hvers leiks og hafa gaman af mótinu og sjá hvert það skilar okkur,“ sagði Alfreð Gíslason. Alfreð Gíslason var gríðarlega ánægður með að lið hans skyldi hafa fylgt Frakkaleiknum eftir með öðrum góðum sigri. Hann segir að leikmenn eigi fyrst og fremst að njóta sín og ekki hugsa of mikið um framhaldið. Alexander Petersson hefur hreinlega farið á kostum á HM og hann átti enn einn góðan leik í gær. Þessi hógværi leikmað- ur var samt ekki sáttur við eigin frammistöðu. „Þetta var ekki gott í dag hjá mér ef ég á að segja eins og er. Lappirnar voru eitthvað hægar í vörninni og ég fékk aðeins að hvíla mig í morgun,“ sagði Alexander, sem er tæpur í ökkla og svo er hann með sár á milli tánna sem hefur verið að angra hann. „Ég finn svo mikið til í tánni að ég finn ekkert fyrir ökklanum,“ sagði Alex og brosti breitt. Hann segir þetta mót vera mikið ævin- týri. „Það er frábært að spila í þess- ari höll en stemningin í Magde- burg var engu lík. Það var hrika- lega gaman,“ sagði Alexander, sem segist vera stoltur af því að spila fyrir Ísland en hann er fæddur og uppalinn í Lettlandi. „Ég er stoltur af því að spila fyrir Ísland og legg mig alltaf allan fram fyrir liðið. Ég vil sýna fólki að ég legg mig alltaf allan fram.“ Alex segir að liðið geti komist alla leið í undanúrslit. „Við getum það hæglega en núna einbeitum við okkur að því að komast í átta liða úrslit,“ sagði Alexander. Stoltur af því að spila fyrir Íslands hönd „Við þurfum ekkert að ræða karakterinn í þessu liði því hann er svo sannarlega til staðar. Við gefumst ekki upp,“ sagði leikstjórnandinn Snorri Steinn Guðjónsson, sem stýrði sóknar- leik Íslands af einstakri röggsemi. „Sóknin var fín en vörnin slök í fyrri hálfleik. Um leið og vörnin kom þá náðum við yfirhöndinni. Það er gríðarlega mikilvægt að fylgja Frakkaleiknum eftir og það var rætt fyrir leik hversu mikilvægt það væri að vinna þennan leik því hann er lykillinn að framhaldinu. Við erum búnir að galopna okkar möguleika núna. Erum með gott sjálfstraust og ef við höldum áfram að spila svona er ég bjartsýnn.“ Við gefumst aldrei upp Það vakti mikla kátínu Íslendinga sem fylgdust með leikjum Íslands í Magdeburg að hin klassíska íslenska perla „Traustur vinur“ var spiluð reglulega í Bördelandhalle. Íslensk tónlist er einnig í hávegum höfð í Dortmund en tónlist Mezzoforte fékk nokkuð að hljóma fyrir og í leik Íslands og Túnis. Traustur vinur spilaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.