Fréttablaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 30
[Hlutabréf] H im in n o g h af /S ÍA Birt með fyrirvara um texta- og myndabrengl. Daxara 107, ver› áður 43.900 kr. á Dax ara-k errum Nú 32.900 kr. Daxara 147, ver› áður 79.900 kr. Nú 59.900 kr. Daxara 127, ver› áður 59.900 kr. Nú 44.900 kr. Daxara 158, ver› áður 98.900 kr. Nú 73.900 kr. Daxara 198, ver› áður 159.900 kr. Nú 119.900 kr. Daxara 218, ver› áður 197.900 kr. Nú 147.900 kr. Risaú Stærstu bankar Norðurlanda eru of hátt verðmetnir um þessar mundir að mati Morgan Stanley og hefur hækkun þeirra verið keyrð áfram af auknum umsvif- um í fjármálalífinu og getgátum um frekari samþjöppun í geiran- um. Sérfræðingar Morgan Stanley telja að þótt rými sé fyrir frekari hækkun á gengi bankanna, ef væntanleg uppgjör þeirra reyn- ast umfram væntingar, styðja afkomuspár á næstu misserum ekki við núverandi verðmæti bankanna. Bandaríski fjárfestingarbank- inn, sem nýlega gat út jákvæða greiningu á Kaupþingi þar sem kom fram að bankinn muni taka þátt í samrunaferlinu, segir að vel horfi til fyrir afkomu Kaup- þings á fjórða ársfjórðungi þó að kostnaður hafi aukist. Er Kaup- þingi spáð 13.825 milljóna króna hagnaði á síðasta ársfjórðungi. Þóknunartekjur hafi vaxið hratt með aukinni markaðshlutdeild, einkum í Danmörku, og þá hafi stórir eignarhlutir bankans í Sampo og Storebrand hækkað hressilega á fjórðungnum: Sampo um fjórðung en Storebrand um fimmtán prósent. Stjórnendur Kaupþings hafa ekki greint frá því opinberlega að bankinn eigi bréf í finnska fjár- málafyrirtækinu Sampo. Norrænir bankar metnir í hærra lagi Kaupþing græðir á talsverðum hlut í Sampo. Heimsmarkaðsverð á hráolíu fór niður fyrir 55 Bandaríkjadali á tunnu á helstu fjármálamörkuðum í gær eftir um 5 prósenta hækkun á þriðjudag. Ástæðan var vænt- ingar um að olíubirgðir hefðu auk- ist á milli vikna í Bandaríkjunum vegna minni eftirspurnar. Ástæðan fyrir hækkuninni á þriðjudag var tilkynning banda- ríska orkumálaráðuneytisins þess efnis að stjórnvöld vestanhafs ætl- uðu að auka olíubirgðir landsins um 100.000 olíutunnur á dag í vor. Hráolíuverðið lækkaði um 55 sent á markaði í Bandaríkjunum og fór í 54,67 dali á tunnu á meðan verð á Norðursjávarolíu fór niður um 43 sent og endaði í 54,67 dölum á tunnu á markaði í Lundúnum í Bretlandi. Olían lækkarPeningaskápurinn... Líklegt má telja að tillaga um að færa allt hlutafé Straums- Burðaráss Fjárfestingarbanka úr krónum yfir í evrur verði lögð fyrir hluthafa á aðalfundi bankans sem haldinn verður í febrúarlok eða byrjun mars. Á morgunverðarfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræð- inga um gjaldmiðilsmál á Nordica hóteli í gær kom fram í máli Frið- riks Jóhannssonar, forstjóra Straums-Burðaráss, að evruskrán- ing hlutabréfa kynni að vera eðli- legt skref í framhaldi af því að bankinn hefur fært eigið fé sitt yfir í evrur og hætt að gera upp í krónum. Breyting í þessa veru segir Friðrik að myndi styrkja bankann á alþjóðlegum fjármála- mörkuðum, enda séu lánveitendur þar vanir evrum en ekki krónum og telur að þeir kunni að horfa á krónuna sem áhættuþátt. „Það er ljóst að þetta eykur mjög líkurnar á því að við getum laðað að erlenda fjárfesta auk þess sem það eykur möguleika á sameiningum við erlend fyrirtæki að vera í evrum.“ Vísar hann meðal annars til þess möguleika að greiða fyrir smærri fyrirtæki með hlutabréfum í Straumi-Burðarási. „Með því tengjum við svo vel hagsmuni okkar og hagsmuni þeirra sem við erum að fá til liðs við okkur.“ Friðrik áréttar hins vegar að ákvörðunin um að fara þá leið að færa hlutabréf bankans í evrur sé í höndum hluthafa bankans og verði ekki tekin nema á fundi þeirra. „Og ég reikna með því að þetta verði borið upp á aðal- fundi.“ Friðrik segist telja að í breyt- ingunni felist einnig ávinningur fyrir smærri hluthafa, jafnvel þótt viðskiptakostnaður geti fylgt því að skipta í evrur, enda muni breytingin efla bankann, auk þess sem hluthafar geti fjármagnað bréf sín í evrum og losnað þar með við gjaldeyrisáhættu vegna skammtímasveiflna. Evruhlutabréf eru rökrétt skref
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.