Fréttablaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 46
 { húsbyggjandinn } 2 Sífellt er að aukast að fólk hiti upp hús sín með gólfhita í stað hins hefðbundna ofnakerfis. Gólfhitun hefur ýmsa kosti fram yfir ofna- kerfið. „Þú færð miklu betri hitanýt- ingu úr gólfhitanum með þessu móti. Þá minnkarðu orkukostnað- inn í gólfhitanum miðað við heita vatnið sem fer á ofnana um einhver sextíu prósent. Það sem gólfhitinn hefur aðallega fram yfir ofninn er að ofnarnir eru venjulega staðsettir við glugga. Svo myndast hringrás í herberginu, loftið er þá mun heit- ara í efsta hluta rýmis en hitastig- ið verður minna eftir því sem nær dregur gólfinu,“ segir Heimir Freyr Heimisson sem starfar hjá Vatni og hita sem er í eigu Vatnsvirkjans. „Manni er oft kalt á tánum í heimahúsum sem aðeins eru með ofnakerfi. Þegar maður hefur gólf- hita þá byrjar hitinn hins vegar augljóslega á gólfinu sem gerir það að verkum að varmagjöfin í hverju rými fyrir sig er alltaf jöfn og stöð- ug í öllum hlutum þess,“ sagði Heimir. Það er þó alls ekkert nýtt að verið sé að hita heimilin í gegnum gólfin. „Við komum með þetta fyrst á markaðinn fyrir átta árum eða svo og síðan hefur verið 60-80 prósenta aukning í þessum geira á hverju ári. Til að byrja með var gólfhiti tek- inn með ofnalagningu, en núna er gólfhitinn bara orðinn alls ráðandi. Kostnaðurinn við að fá hitakerfi í gólf er hlutfallslega meiri þegar maður er að byrja og er að koma þessu öllu í gang,“ „Þó að kostnaðurinn sé kannski 40 prósenta meiri þá skilar þetta sér á næstu árum þegar kemur að varmaleiðni. Svo fer þetta náttúru- lega eftir því hvernig þú verðleggur hlutina sjálfur. Án alls vafa þá má segja að þetta sé það sem er móð- ins í dag eins og unga fólkið orðar það,“ sagði Heimir sem segir að gólhitinn sé þegar almennt tekinn við af gamla ofnakerfinu. Gólfhitakerfi hafa komið hvað best út úr rannsóknum um þægindi hitakerfa en minna ryk er í loftinu á þeim heimilum sem hafa þannig kerfi. Iljarnar á fótunum eru mjög næmar og því finnur fólk oft fyrir miklum mun þegar skipt er yfir í gólfhita. Þá hefur sýnt sig að þetta kerfi er mjög endingargott. - egm Ofnarnir eru að hverfa af heimilum landsmanna Það hefur færst gríðarlega mikið í aukana síðustu ár að fólk láti leggja gólfhitakerfi í íbúð sína í stað ofnakerfis. Heimir Freyr Heimisson segir aukningu mikla milli ára. Í örfá ár þegar einfaldleikinn réði ríkjum og litagleði sjöunda og átt- unda áratugarins var víðs fjarri þótti veggfóður lítið smart. Annað er uppi á teningnum í dag. Vegg- fóður er aftur í tísku og úrvalið hefur sjaldan verið jafn mikið. Hvort sem einfalt munstur eða gróft er á óskalistanum þá er hægt að finna flott fóður á vegginn. Að ýmsu er þó að huga þegar veggfóður er valið, til dæmis hvernig það passar við húsgögn og aðra hluti á heimilinu. Flott getur verið að veggfóðra einung- is einn til tvo veggi í herbergi og mála hina. Afar smart er að velja gardínuefni í stíl við veggfóðrið. Fóðraðir veggir MARKAÐURINN Hafliði Helgason í hádegisfréttu Stöðvar 2 alla virka daga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.