Fréttablaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 24
fréttir og fróðleikur Auka um- burðarlyndi Um áramótin fjölgaði opin- berum tungum Evrópusam- bandsins í 23. Þessi mikli fjöldi tungumála íþyngir stjórnsýslu sambandsins og veldur stöðugri togstreitu. Þegar Evrópusambandið var stofnað fyrir fimmtíu árum voru opinber tungumál þess fjögur – franska, þýzka, hollenzka og ítalska. Aðalvinnutungumál ESB- stjórnsýslunnar var franska. Síðan Bretland bættist í raðir sambands- ins á fyrri hluta sjöunda áratugar- ins hefur enskan síðan rutt sér æ meir til rúms sem aðalvinnutung- an, á kostnað frönskunnar. Inn- ganga tíu nýrra aðildarríkja árið 2004 – átta fyrrverandi austan- tjaldslanda og Miðjarðarhafs- eyríkjanna Möltu og Kýpur – fjölg- aði opinberum tungum sambandsins úr ellefu í tuttugu og styrkti enn stöðu enskunnar sem aðalvinnumálsins. Nú um áramótin bættust síðan við rúmenska, búlgarska og írska. Fyrrnefndu málin tvö vegna inn- göngu Rúmeníu og Búlgaríu í sam- bandið, en um áramótin gekk líka í gildi samkomulag um að írska yrði eitt opinberra tungumála sam- bandsins sem öll plögg eru þýdd á. Ýmis vandamál fylgja þessari miklu fjölgun tungumála. Reiknað er með að þýðing á öllum skrifleg- um gögnum, þar með talið á 90.000 blaðsíðna lagasafni sambandsins, á tungur nýjustu aðildarríkjanna muni kosta sambandið 830 millj- ónir evra á ári, andvirði yfir 76 milljarða króna. Við þetta bætist túlkunarkostn- aður á fundum á vegum sambands- ins, en á bilinu 700-800 túlkar eru að öllu jöfnu að störfum í fundar- sölum Brussel og öðrum aðsetrum stofnana sambandsins (aðallega Lúxemborg og Strassborg). Við fjölgunina nú er gert ráð fyrir að túlkunarkostnaðurinn hækki í 238 milljónir evra, andvirði hátt í 22 milljarða króna. „Auðvitað verður kostnaðurinn meiri, en það er réttur hvers ESB- borgara að hafa aðgang að öllum gögnum á sínu eigin tungumáli,“ hefur AP eftir Frederic Vincent, talsmanni framkvæmdastjórnar ESB í Brussel. Sí og æ eru að koma upp mál í ESB- stjórnkerfinu sem rekja má til tungumálatogstreitunnar. Í síðustu viku kvartaði Franco Frattini, sem fer með dóms- og innanríkis- öryggismál í framkvæmdastjórn ESB og er jafnframt varaforseti hennar, opinberlega yfir því að þýðingarþjónustan stæði sig ekki í stykkinu að þýða hátíðarheimasíðu framkvæmdastjórnarinnar, þar sem 50 ára afmælis Rómarsátt- málans er minnzt, á ítölsku. Í fyrra lýsti forseti þýzka þings- ins áhyggjum af stöðu þýzkunnar í ESB-kerfinu. Hann skrifaði for- seta framkvæmdastjórnar ESB bréf þar sem hann tilkynnti að þýzka þingið myndi neita að taka til umræðu ESB-gögn, sem ekki lægju fyrir á þýzku, málinu sem þriðjungur allra ESB-borgara talar. Auk þess birtu þýzkir þing- menn, í félagi við þingmenn á franska þjóðþinginu, sameigin- lega ályktun um hina „óviðunandi þróun í átt að eintungukerfi“ í ESB, þar sem enskan tröllriði öllu. Þegar ljóst var að í það stefndi að opinberum tungum ESB fjölg- aði svona mikið kom upp sú hug- mynd um aldamótin að stefna að því að endurvekja latínu sem sam- eiginlegt vinnumál sambandsins. Þegar Finnar gegndu formennsk- unni í ESB seinni helming ársins 1999 riðu þeir á vaðið með því að birta vikulega samantekt á latínu af því sem helzt bar til tíðinda í sambandinu þá vikuna („conspect- us rerum latinus“). Fáum þykir þessi hugmynd þó raunhæf, þótt latína hafi um aldir verið það mál sem menntamenn úr allri álfunni notuðu í samskiptum sínum og skrifum. Samkvæmt nýlegri Eurobarometer- viðhorfskönnun segist hátt í helm- ingur borgara ESB, 44 prósent, aðeins kunna sitt eigið móðurmál. Þetta eru ráðamönnum aðildarríkj- anna vonbrigði, enda settu þeir sér það markmið á „Ári tungumálanna í Evrópu“ árið 2001 að helzt allir fullorðnir borgarar sambandsins kynnu að minnsta kosti eitt annað tungumál en sitt eigið fyrir árið 2010. Þýðingarþjónusta ESB snaraði á árinu 2005 um 1,3 milljónum blaðsíðna á þáverandi 20 tungur sambandsins. Fjöltyngin veldur Evrópusam- bandinu fjölbreyttum vanda © GRAPHIC NEWS Babelsturn Evrópusambandsins Um áramótin bættust rúmenska, búlgarska og írska/gel- íska í hóp opinberra tungumála Evrópusambandsins, sem þar með eru orðin 23 talsins. Sumir segja fjöltyngið endurspegla jákvæða fjölbreytni sameinaðrar Evrópu en aðrir halda því fram að stjórnsýslan í Brussel sé orðin að Babels- turni þar sem fjöltyngið stendur ákvarðanatöku fyrir þrifum. 1 2 3 6 7 5 8 9 4 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 22 21 23 Opinber tungumál ESB 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Minnihlutamál* enska franska þýska ítalska 21 Frá 1. janúar 2007 22 23 írska (gelíska) rúmenska búlgarska spænska hollenska danska sænska finnska gríska 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 portúgalska eistneska lettneska litháska pólska tékkneska slóvakíska ungverska slóvenska maltverska velska katalónska korníska próvens- alska galíska baskneska sardínska korsíska Occitan (frönsk mállýska) retó- rómanska samíska bretónska lúxemborgíska sorbíska frísneska skosk-gelíska Meðal annarra mála sem töluð eru innan ESB: albanska hvítrússneska makedónska rússneska romani (sígaunamál) serbneska / króatía tyrkneska úkraínska kasjúbíska Heimild ESB *tekur ekki til mála nýbúa Flatir pakkar frá Ingvari Kamprad 11. hve r vinnur ! Sendu SMS BTC ABF á númerið 1900 og þú gætir unnið DVD myndina! Vinningar eru Antbully á DVD, DVD myndir Og margt fleira KemurÍ VERSLANIR25. janúar Viltu eintak? Vin nin ga rv er ða af he nd ir h já BT Sm ár ali nd . K óp av og i. M eð þv í a ð t ak a þ át t e rtu ko m inn í S MS kl úb b. 14 9 k r/s ke yti ð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.