Fréttablaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 38
STERKAR NEGLUR Sterkar neglur, stöðugar neglur og neglur sem eru í jafnvægi glíma við eitt van- damál - þær geta orðið of harðar. NailSpa Manicure býður upp á öfluga meðferð fyrir allar gerðir af nöglum og einnig vernd við að halda náttúrule- gri fegurð naglanna. Ennfremur býður NailSpa Manicure upp á fullkominn grunn fyrir sterkar og stöðugar neglur sem skortir oft raka. BROTHÆTTAR NEGLUR Brothætt nögl er bitlaus og hefur oft glærar rákir lang- sum og táknrænan lóðréttan klofning sem aðskilur ólík lög naglarinnar. Náttúrulegt vax úr mangó og karite, rósavatn og nýr keratín rakagjafi úr sjónum dekra við neglurnar með ein- stakri samsetningu virkra innihaldsefna í nagla- snyrtivörum. Smooth Cuticle Remover Gel Gel sem fjarlægir naglabönd Ilmmeðferð með lótusblómi + aloe vera. Aloe vera heldur þeim mjúkum og sléttum og ver gegn ertingu og roða. Sugar Almond Nail Peeling Nærandi naglamaski. Ilmmeðferð með lótusblómi og möndlum. Gagnleg naglameðferð og fullkomin hreinsun samtímis: Fínustu kristallar möndlusykurs hreinsa neglur og naglabönd,hrein möndluolía veitir húð og nöglum vítamín og nærandi fitusýrur og skilur eftir frábæra marspanlykt. Er undanfari þeirrar meðferðar sem á eftir kemur. Naglalakkahreinsir Án acetone Nail Grow Cream Ilmmeðferð með rós + shea butter + ceramium + mangósmjöri + rósavatni. Virkt rakagefandi krem með feitu shea butter fyrir neglur undir álagi, brothættar neglur og þær sem klofna. Eykur teygjanleika naglanna og stuðlar að auknum vexti. Elskaðu neglurnar þínar Hátískusýningarnar hófust með látum á mánudag þegar tískuhús Christians Dior sýndi hönnun Johns Galliano sem nú fagnar tíu ára starfsafmæli sínu hjá Dior. Um leið er tískuhúsið sextíu ára. Stundum er talað um tískusýningar sem ferð eða tilraun til að láta áhorfendur dreyma og víst er að tískusýning Dior olli ekki vonbrigðum. Sýningin öll var japansk- ur draumur, ferð til horfins tíma. Ferill Gallianos er engu líkur. Þrátt fyrir það hefur hann ekki alltaf haft heiminn við fætur sér. Þessi 46 ára sonur ensks pípulagningamanns og spænskrar konu vann fyrir sér við að strauja leik- búninga í National Theatre meðan hann var við nám í Saint Martin´s School of Arts í Lundúnum. Útskrift- arhönnun hans seldist strax en hann var ekki ánægð- ur í Lundúnum og flutti til borgar hátískunnar 1993. Hann byrjað með tveimur aðstoðarmönnnum að hanna og sauma. Fyrstu tískusýningarnar einkennd- ust af vanefnum en tískupressan tók hann strax upp á arma sína. Árið 1995 kom eigandi LVMH (Louis Vuitton Moet Hennessy), Bernard Arnault, auga á þennan efnilega unga mann og fól honum fyrst list- ræna stjórnun Givenchy og síðan tók hann við tísku- húsi Dior 1996. Bernard Arnault er frægur fyrir að hafa viðskiptanef og hann hafði vissulega rétt fyrir sér þar sem Galliano var annars vegar. Velta Dior hefur fjórfaldast síðan John Galliano tók við hinum listrænu stjórnartaumum. Tískusýningar hans hafa verið stórfenglegar, hver annarri áhrifameiri og trúar leikhúsuppruna hönnuðarins. Hann hefur jafn- vel hneykslað, til dæmis með sýningunni árið 2000 sem byggði á rusli og klæðnaði heimilislausra. Hátískusýning Dior fyrir sumarið 2007 stóð undir nafni. Hún fór fram í stóru tjaldi í Boulogne-skógi fyrir utan París þar sem umgjörðin var eftirlíking af sölum tískuhúss Dior þar sem Christian Dior sjálfur sýndi við opnun hússins 1947. Boðsgestir voru ein- ungis 300 en oft hafa þeir verið nær þúsund. Hönn- unin var undir japönskum áhrifum með tónlist úr Madame Butterfly eftir Puccini og fyrirsæturnar með hvíta andlitsmálningu og hárauðar varir að hætti geisja. Skórnir eru fyrir vikið þykkbotna og hælarnir breiðir. Kjólarnir og jakkarnir eru með jap- önsku órigamí-fléttingum. Litirnir mjúkir, hvítt, ólífugrænt, lillablátt og fölbleikt. Dragt handsaumuð úr heilum krókódíl var nánast það eina sem ekki var úr silki. Hátíska sem aðeins er að finna hjá örfáum frönskum tískuhúsum þar sem tíska er list. bergthor.bjarnason@wanadoo.fr Græna kistan er ný vefverslun með fatnað á alla fjölskylduna sem framleiddur er með tilliti til umhverfisins og manneskj- unnar. Allar flíkurnar sem seldar eru á vef Grænu kistunnar eru búnar til úr lífrænni bómull sem þýðir að engin eiturefni eru notuð við framleiðslu hennar auk þess sem hún er handtínd. Lífræn bómull er talin mýkri, fallegri og anda meira en venjuleg bómull og hentar því til dæmis mjög vel í barnafatnað. Flíkurnar koma allar frá fyrirtækjum sem eru með starfsemi sína á svokölluð- um „fair trade“ svæðum sem þýðir að vinnuaflinu eru boðin sanngjörn kjör fyrir vinnu sína. Á heimasíðu Grænu kistunnar, www.graenakistan.is má skoða myndir af fatnaðinum sem er til sölu auk þess sem hægt er að panta tíma í heimakynningar og fyrirtækjakynningar. Barnvæn bómull
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.