Fréttablaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 25.01.2007, Blaðsíða 10
550 5000 AUGLÝSINGASÍMI Moshe Katsav, for- seti Ísraels, baðst í gær lausnar frá embætti um stundarsakir. Sífellt fleiri krefjast þess þó að hann segi einfaldlega af sér vegna ásakana fjögurra kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega og misnotað völd sín. Á þriðjudaginn tilkynnti Meni Mazuz, aðalsakóknari Ísraels, for- setanum það á þriðjudag að hann yrði ákærður fyrir nauðganir og fyrir að misnota völd sín. Ákæra verður þó ekki lögð fram fyrr en forsetinn hefur fengið tækifæri til að svara ásökunum á hendur sér. Hann hefur jafnan neitað sekt og sagt kærurnar lið í pólitísku sam- særi gegn sér. Katsav sagðist í gær ófær um að gegna embætti meðan mál hans væri fyrir dómstólum og bað þing- ið um að veita sér tímabundna lausn úr embætti, allt upp í þrjá mánuði. Fjórar konur sem allar hafa starfað hjá Katsav, ýmist eftir að hann varð forseti eða áður, þegar hann gegndi veigalitlu ráð- herraembætti, hafa kært hann fyrir nauðganir og kynferðislega áreitni. Tzipi Livni, utanríkis- og dóms- málaráðherra, bættist í gær í hóp þeirra sem krefjast þess að Katsav segi af sér. Í gær höfðu þrjátíu þingmenn undirritað beiðni til þingnefndar um að kanna hvort rétt væri að kæra hann til embættismissis, en alls þurfa 90 þingmenn að krefjast afsagnar forseta til þess að honum verði vikið úr embættinu. Livni sagði að vissulega teldist Katsav saklaus þangað til sekt sannaðist, en bætti við að „hann ætti ekki að berjast fyrir því að sanna sakleysi sitt frá forseta- skrifstofunni“. Ákærur kvennanna urðu fyrst heyrinkunnar síðastliðið sumar og Katsav hefur lítið komið fram opinberlega síðan. Sífellt fleiri vilja afsögn Forseti Ísraels bauðst í gær til að víkja tímabundið úr embætti meðan dómstólar fjalla um ákærumálin. Karlmaður á fer- tugsaldri var handtekinn á mánu- dag þegar hann sótti póstsend- ingu, stílaða á verslun í hans eigu, sem innihélt rúmlega 13.000 stera- töflur. Tollverðir í Reykjavík fundu töflurnar við reglubundið eftirlit síðastliðinn föstudag. Verslun mannsins er á Suðurnesj- um og því var lögregluembættinu þar falin umsjón með málinu. Að sögn Eyjólfs Kristjánsson- ar, fulltrúa lögreglustjórans á Suðurnesjum, var ákveðið að bíða með að handtaka manninn þar til eftir að maðurinn næði í sending- una, en töflurnar komu með pósti frá Taílandi. Eyjólfur segir að talið sé nokkuð víst að maðurinn hafi staðið einn að innflutningnum. Hann vildi ekki útiloka að maðurinn hefði áður flutt inn svona efni þar sem rannsókn málsins væri ekki lokið að fullu, en taldi það þó ekki líklegt. „Við erum að vinna í því að greina hvaða efni þetta eru í töflunum og styrkleika þeirra. En þetta er óvenjumikið magn. Ég man ekki eftir svona stóru steramáli í fljótu bragði. Það eru því líkur á því að þetta hafi verið ætlað til dreifingar.“ Til samanburðar lagði tollgæsl- an á Keflavíkurflugvelli hald á eina sendingu af sterum allt árið í fyrra og var þar um 700 töflur að ræða. 15% handbolta- afsláttur til 5. febrúar Fataskápar fyrir fötin þín, tilsniðnir eftir máli án aukakostnaðar. www.innval.is Hamraborg 1 Kópavogi s: 554 4011 Opið laugardag Rýmingarsala Kolbeinn Hreinsson, sem situr í atvinnumálanefnd sveitarfélagsins Voga, segir ekkert vera því til fyrirstöðu að dæla heitu vatni út í litla vík undir Stapanum og búa þar til útivistarparadís sem heitið gæti Paradísarvogur. Hugmynd Kolbeins var sett fram á síðasta fundi atvinnu- málanefndarinnar. Sagði Kolbeinn að við Stapa væri hægt að koma upp hernaðarminja- safni þar sem hersjúkrahúsið var áður. Á fundinum ræddi Jón Elíasson um að fá Vegagerðina til að malbika gamla þjóðveginnn um Vatnsleysuströnd frá Vogum yfir í Njarðvík og að nefna veginn Útsýnisveg. Einnig vill Jón að svæðið undir Vogastapa verði merkt á aðalskipulagi sem tjaldstæði og útivistarsvæði með ferðatengdri starfsemi. Heitt vatn í Paradísarvog
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.