Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 12

Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 12
Fimmtán ára útskriftar- árgangur Menntaskólans við Sund afhenti veglega bóka- gjöf þegar skólinn var settur síðastlið- ið haust. Bókagjöfin var til minning- ar um bekkjar- bróður þeirra, Friðrik Ásgeir Hermannsson, sem lést í september árið 2005. Við val á gjöf var litið til áhugasviðs Friðriks; hún var valin í anda hans. Móðir og fjölskylda Friðriks vilja koma á framfæri kærum þökkum fyrir þá virðingu og hlýju sem skólafélagar Friðriks sýna látnum vini með gjöfinni. Afhentu veg- lega bókagjöf Biðlistar eftir félags- legu húsnæði á vegum Félags- bústaða hafa lítið styst frá árinu 2005 þó að hundrað íbúðir hafi bæst í eignasafn Félagsbústaða í fyrra og teknar hafi verið upp sérstakar húsaleigubætur árið 2004. Tekjulitl- ir ráða illa við húsaleigu á almenn- um markaði. Leiga á almennum markaði hefur hækkað verulega undanfarið og því er ekki auðvelt fyrir fólk með lágar tekjur að standa undir því, að mati Sigurðar Friðrikssonar, fram- kvæmdastjóra Félagsbústaða. Hann segir að ekki auðveldi það tekjulitlu fólki að borga þrjá til fimm mánuði í leigu fyrirfram. Í janúar 2005 voru 772 menn á biðlista eftir félagslegu húsnæði á vegum Félagsbústaða. Í janúar í fyrra var biðlistinn kominn niður í 643 en í janúar í ár voru aftur 730 á biðlista þó að þjónustumiðstöðvar borgarinnar hafi byrjað að veita sérstakar húsaleigubætur árið 2004 og veita styrki til að fólk kæmist í leiguíbúð. Hjá Leigulistanum má sjá að leigan á tíu fermetra herbergi getur numið allt frá fimmtán þúsund krón- um fyrir herbergi í Hafnarfirði upp í fjörutíu þúsund krónur í 101 Reykjavík. Leigan á þriggja her- bergja íbúð kostar frá hundrað upp í 135 þúsund krónur. Leiga á fjögurra herbergja íbúð í nýju hverfi í Hafn- arfirði kostar um 140 þúsund krón- ur og fimm herbergja íbúð í 108 Reykjavík kostar 150 þúsund krón- ur. Þetta eru raunveruleg dæmi sem gefa þó ekki tæmandi mynd. „Fólk talar um að það sé mjög dýrt að leigja og að leiga fari hækk- andi auk þess sem það sé erfitt að fá íbúðir á markaðnum,“ segir Ingi- björg Sigurþórsdóttir, fram- kvæmdastjóri Þjónustumiðstöðvar Grafarvogs og Kjalarness, og telur ástandið erfitt, ekki sé mikið af íbúðum í boði sem geri það að verk- um að markaðsverðið hækki. Hún bendir á að fólk geti verið áfram á biðlista hjá Félagsbústöðum þótt það þiggi sérstakar húsaleigubæt- ur. Sigurður kannast við að leiga á almennum markaði hafi hækkað verulega og segir illgerlegt fyrir fólk með lágar tekjur að standa undir leigu. Hann segir að Félags- bústaðir kaupi hundrað íbúðir í ár og sama verði gert næstu árin. Félagsbústaðir eigi nú tæplega 1.700 íbúðir fyrir utan þjónustuíbúðir aldraðra. Bið eftir félagslegri íbúð styttist lítið Ökumaður sem handtekinn var á Akranesi um helgina er talinn hafa ekið undir áhrifum kannabisefna og kókaíns. Tæp tvö grömm af hassi fundust í bílnum þegar maður- inn var handtekinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Við yfirheyrslu sagði maður- inn að efnið sem fannst í bílnum hefði verið til einkaneyslu. Blóðsýni voru tekin úr honum til frekari rannsóknar, en prófanir lögreglu benda til þess að maðurinn hafi verið á kannabisefnum og kókaíni þegar hann keyrði bílinn. Ók um á kanna- bis og kókaíni Ban Ki-moon, sem í desember tók við af Kofi Annan sem framkvæmdastjóri Samein- uðu þjóðanna, lýsti í gær stuðn- ingi við tillögu Ítala um að efna til heimsátaks gegn dauðarefsing- um. Ban lét þessi orð falla í fyrstu heimsókn sinni í höfuðstöðvar Evrópusambandsins og Atlants- hafsbandalagsins í Brussel. Hann skoraði á alþjóðasamfélagið að „virða og hlíta öllum … alþjóðleg- um mannréttindalögum,“ einkum og sér í lagi að stöðva beitingu dauðarefsinga. „Mannhelgi hvers manns ber að virða og vernda,“ sagði hann á blaðamannafundi eftir viðræður við fulltrúa ESB. Fastlega er reiknað með að hin 26 ESB-ríkin muni fylkja sér að baki ítölsku tillögunni að heims- átaki gegn dauðarefsingum og að hún verði rædd á vettvangi SÞ næstu mánuði. Búast má við því að ráðamenn í Bandaríkjunum og Kína muni setja sig upp á móti til- lögunni en í báðum þessum lönd- um er fjöldi dauðadæmdra fanga líflátinn á ári hverju. Vill átak gegn dauðarefsingum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.