Fréttablaðið - 25.01.2007, Síða 18

Fréttablaðið - 25.01.2007, Síða 18
Landspítalinn þarf á næstu árum aukið fjármagn til kaupa á nýjum lyfjum og tækja- búnaði. Tækniþróun innan lækn- isfræðinnar hefur fleygt svo hratt fram að á næstu árum þarf að hugsa fyrir stórauknum lyfja- kostnaði og endurnýjun tækja sem þegar eru komin í notkun erlendis. Einstök lyf geta kostað allt að tólf milljónir króna við meðferð eins sjúklings á ári. Jóhannes Gunnarsson, lækningaforstjóri Landspítalans, segir að árið 2000 hafi heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytið (HTR) ákveðið að Trygginga- stofnun hætti að greiða fyrir sjúkrahúsmerkt lyf (s-merkt lyf) og fjárveiting fyrir lyfjunum flutt til LSH. Það var gert með því fororði að HTR myndi beita sér fyrir því að nauðsynlegt fjár- magn fengist vegna þessa kostn- aðar og þeirrar aukaumsýslu sem fyrirkomulaginu fylgdi. „Hingað til hefur ekki verið sett í þetta fjármagn umfram verðlags- bætur á milli ára. Í rauninni höfum við flutt fjármagn úr ann- arri starfsemi til að mæta lyfja- kostnaði og því eru takmörk sett hvað hægt er að halda því lengi áfram.“ Jóhannes segir að spítal- inn sé vel í stakk búinn til að fara með lyfjamál. „En það þarf að vera sanngirni í því hvernig spítalinn er meðhöndlaður í tilliti til fjármuna til þessa mála- flokks.“ „Ekki má heldur gleyma að það sama á við um tækjabúnað. Þar er tækniþróunin jafn hröð og því þurfum við einnig að svara,“ segir Jóhannes, sem tekur dæmi af myndgreiningartæki sem hefur verið þróað á síðustu tíu árum. „Þetta er spurning um ákvörðun um að taka þetta upp en við erum að tala um fimm hundruð milljónir króna í tækja- búnaði og sérhannaða byggingu. Þetta er þó aðeins eitt dæmi.“ Sigurður B. Þorsteinsson, for- maður lyfjanefndar Land- spítalans, sér fyrir sér margföld- un á notkun nýrra líftæknilyfja. „Um 150 til 200 krabbameinslyf eru komin í klínískar rannsóknir og þá eru allir aðrir lyfjaflokkar ótaldir. Þau lyf sem enda á markaði munu kosta sitt. Ég fagna því að þessi umræða fari fram í þjóðfélaginu svo menn geri sér grein fyrir þeim upp- hæðum sem um er að ræða.“ Sig- urður segir að sum þessara lyfja gagnist fáum sjúklingum en ekki þurfi nema sjö til tíu sjúklinga til að ná hundrað milljónum í kostn- aði fyrir eitt lyf. „Það er mjög hröð þróun á lyfjum og öðru sem lýtur að lækningum og enginn vafi að það mun kosta umtals- verðar fjárhæðir að fylgja því eftir.“ En það þarf að vera sanngirni í því hvernig spítalinn er meðhöndlaður í tilliti til fjármuna til þessa málaflokks. Átta hjúkrunarfræðingar á hjartadeild háskólasjúkrahúss- ins í Haukeland í Noregi hafa verið greindir með krabbamein. Ástæðan er talin vera geislun á vinnustað. Haukeland-sjúkrahúsið er það stærsta og fullkomnasta í Noregi. Að mati sérfræðinga í vinnutengdum sjúkdómum við Háskólann í Björgvin bendir allt til að ófullnægjandi umgengni um geislun hafi haft þessar afleiðing- ar í för með sér fyrir starfsfólkið. Stjórnendur deildarinnar hafa alls skráð sextán tilfelli krabba- meina meðal starfsfólksins. Í skýrslu er því slegið föstu að fyrir átta þessara starfsmanna séu mestar líkur á að vinnuumhverfið á deildinni sé orsök sjúkdómsins. Þrír þeirra eru þegar látnir. Hjúkrunarfræðingarnir sem greinst hafa með krabbamein unnu við röntgenrannsóknir á Haukeland-sjúkrahúsinu á tíma- bilinu 1980 til 1995. Tækjabúnaður sjúkrahússins hefur síðan verið endurnýjaður. Bente Slaatten, formaður Félags norskra hjúkrunarfræðinga, segir ábyrgð stjórnenda spítalans mikla og hjúkrunarfræðingar spyrja hvort tæki á norskum sjúkrastofn- unum séu fullnægjandi. Einnig er gagnrýnt að þrjú ár liðu frá því að grunur vaknaði fyrst á tengslum krabbameins við geislameðferð sjúkrahússins og þar til skýrsla um málið var birt. Veiktust vegna geislunar Kínverskur þjófur skilaði farsíma og þúsundum yuan sem hann hafði stolið frá konu, eftir að hún sendi honum 21 hjartnæmt SMS-smáskilaboð þar sem hún taldi hann á að skila þýfinu. Þetta kemur fram á fréttavef Reuters. Konan, sem er kennari, ætlaði fyrst að tilkynna þjófnaðinn til lögreglu en ákvað í staðinn að senda þjófnum skilaboð. „Þú hlýtur að eiga erfitt, ég áfellist þig ekki,“ var meðal þess sem konan, Pan Aying, skrifaði manninum. „Fyrirgefðu mér, ég gerði mistök. Ég mun bæta mig,“ stóð í bréfi sem hún fann ásamt hlutunum sem stolið var. Iðraðist eftir 21 SMS-skilaboð Jack McConnell, forseti skoska þingsins, var yfirheyrður af lögreglu í tengsl- um við rannsókn á fjáröflunar- málum breska Verkamanna- flokksins vegna gruns um að auðkýfingar hafi hlotið lávarðartign, og þar með sæti í lávarðadeild breska þingsins, í skiptum fyrir fjárstuðning við flokkinn. Fjórir menn hafa verið handteknir í tengslum við rannsóknina, nú í síðustu viku einn af nánustu aðstoðarmönnum Tony Blairs forsætisráðherra. Allir hafa þeir þó verið látnir lausir meðan rannsókn stendur yfir og enginn hefur verið ákærður. Þingforseti var yfirheyrður Stóraukið fé þarf í lyfja- og tækjakaup Stjórnvöld hafa ekki staðið við samninga við Land- spítala um aukið fjármagn til lyfjakaupa. Hundruð dýrra líftæknilyfja á markað á næstu árum. Endur- nýjun tækjabúnaðar mun kosta hundruð milljóna. Miele ryksugur á einstöku tilboðsverði Tilboð: Kr. 15.990 Fáanlegir fylgihlutir t.d.: AFSLÁTTUR 35% Kaup Íslandspósts hf. á Samskiptum ehf. voru til þess fall- in að hindra eðlilega samkeppni á prentmarkaði, sagði Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylk- ingarinnar, í fyrirspurnartíma á Alþingi í gær. Guðjón Ólafur Jónsson, þing- maður Framsóknarflokksins, spurði samgönguráðherra um kaupin, en Íslandspóstur er að fullu í eigu ríkisins. Fyrirspurn Guðjóns var í þrem- ur liðum; spurt var um tilganginn með kaupunum, kaupverðið og greiðslufyrirkomulag og hvort ríkið hygðist auka umsvif sín á prentmarkaði. Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra sagði í svari sínu að starf- semi Samskipta væri á sviði sem póstfyrirtæki í Evrópu og Bandaríkjunum færðu sig á í auknum mæli, en Samskipti starfa meðal annars við prent- un á ýmsu efni. Með kaupunum væri Íslandspóstur að mæta kröf- um viðskiptavina sinna um aukna þjónustu og hagræði í rekstri. Sturla sagði kaupverðið trúnaðar- mál, enda Íslandspóstur rekinn sem hlutafélag. Sturla sagði ríkið ekki stefna á auknar fjárfestingar á prentmarkaðinum. Hindra samkeppni á prentmarkaði
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.