Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 32

Fréttablaðið - 25.01.2007, Side 32
Heimilin um landið hafa á löngum tíma komið sér upp einfaldri reglu um húsnæðismál: til langs tíma litið er betra að eiga en leigja. Átta af hverjum tíu íslenzkum fjölskyldum búa undir eigin þaki; hinar búa í leiguhús- næði. Almenn sátt ríkir um sjálfseignarstefnuna. Réttlæting hennar hvílir öðrum þræði á þeirri hugsun, að eigendur fari jafnan betur með húsnæði en leigjendur og haldi því betur við. Flestir kjósa með líku lagi að eiga bílana sína frekar en að leigja þá af öðrum nema í neyð. Í öðrum löndum er þeirri röksemd stundum bætt við, að húseigendur hafi eignarrétt að verja og séu að því leyti traustari ábúendur og síður líklegir en leigjendur til uppreisnar gegn ríkjandi þjóð- félagsskipan. Í nálægum löndum er leiguhúsnæði hlutfallslega algengara en hér, en almenna reglan er eigi að síður hin sama. Flesta leigjendur dreymir um að komast í eigið húsnæði. Líku máli gegnir um fyrirtæki. Ætli þau sér langa lífdaga eins og annað fólk yfirleitt, kjósa þau jafnan að starfa í eigin húsnæði, ef fjárhagurinn leyfir. Eigið húsnæði er jafnan ódýrara til langs tíma litið. Það er engin tilviljun, að bankar kjósa næstum alltaf að halda til í eigin húsnæði. Landsbankinn er að byggja yfir sig nýjar höfuðstöðvar í Reykja- vík. Sama regla á við um flesta innanstokksmuni á heimilum. Flestir vilja helzt eiga ísskápana sína sjálfir og uppþvottavélarnar. Það er jafnan hagfelldara og þægilegra en að leigja þessi heimilistæki. Sama máli gegnir um flest einkafyrirtæki og ríkisstofnanir. Þeim finnst yfirleitt auðveldast að eiga vinnuvélarnar sínar: faxtækin, fiskiskipin, færiböndin, innrétt- ingarnar, mjaltavélarnar, tölvurn- ar. Samt getur stundum verið hagkvæmt að leigja tæki og tól af öðrum til ýmissa íhlaupaverka, en það er annar handleggur. Almenna reglan er þessi: fólk og fyrirtæki telja jafnan bezt að búa og starfa í eigin húsnæði og eiga jafnframt flesta innanstokks- muni og rekstraráhöld. Þó eru til veigamiklar undantekningar frá þessari reglu. Flugfélög kjósa ýmist að eiga vélarnar sínar eða láta þær frá sér og leigja þær af öðrum. Þessi undantekning stafar einkum af því, að flugrekstur hefur víða verið erfiður mörg undangengin ár af ýmsum ástæðum. Nokkur stærstu flugfélög Bandaríkjanna hafa lengi rambað á barmi gjaldþrots; PanAm lagði upp laupana. Hin félögin eru sum í greiðslustöðvun sem kallað er; eitt þeirra, Continental, er nýsloppið fyrir horn. Flugleiðir, nú Icelandair, hafa undangengin ár ýmist átt eða leigt sínar vélar. Greiðslustöðvun veitir skuldunautum tímabundna lagavernd gegn lánardrottnum. Henni er ætlað að gefa skuldu- nautunum ráðrúm til að endur- skipuleggja reksturinn með því að aftra lánardrottnunum frá því að ganga að skuldunautunum og knýja þá í gjaldþrot. Þessi sjónarmið skipta máli, þegar mat er lagt á ástand og horfur sumra þeirra fyrirtækja, sem mikið hefur kveðið að hér heima undangengin ár. Þau hafa sum snúið gömlu reglunni við. Þau kaupa fyrirtæki, selja utan af þeim húsnæðið, taka það síðan á leigu til að geta haldið starfsem- inni áfram á sama stað og nota féð, sem þau losuðu með eigna- sölunni, til að kaupa ný fyrirtæki og bréf og þannig koll af kolli. Þetta er einföld leið til að taka lán og losa fé og getur verið vænleg með lækkandi vöxtum, en hún er vafasöm eins og nú háttar með hækkandi vöxtum. Þessi lausa- fjáröflunaraðferð þætti ekki heldur vænleg í venjulegum heim- ilisrekstri. Fæstir myndu selja húsið sitt upp úr þurru, taka það síðan á leigu til að geta búið þar áfram og festa féð, sem þeir losuðu við söluna, í álitlegum fyrirtækjum og hlutabréfum. Framsýnt fólk hættir helzt ekki meira fé en það hefur efni á að tapa. Fæstir hafa ráð á að missa húsið sitt, en þeir geta braskað með sumarbústaðinn eins og þeim sýnist. Bankar varast jafnan að veita þeim húsakaupalán, sem ætla sér að braska með lánsféð, enda eru veðin í húsunum þá ekki lengur til staðar. Hvers vegna lána bankar þá fyrirtækjum, sem stunda tvísýn verðbréfaviðskipti? Eru þeir þá ekki í reynd að veita lán til áhættusamra hlutabréfa- kaupa? Hvernig er veðum háttað í slíkum viðskiptum? Kannski eru þessi fyrirtæki bara að braska með fé, sem þau mega við að missa. Kannski ekki. Bankarnir mættu gera meira að því að upplýsa almenning um starfs- hætti sína. Þeir mættu byrja á að skýra fyrir viðskiptavinum sínum, hvers vegna gamla varúðarreglan um eignarhald á húsnæði fyrir- tækja er ekki lengur í fullu gildi. Eiga eða leigja? greinar@frettabladid.is Frumvarpið um ríkisútvarpið hefur nú verið samþykkt sem lög frá Alþingi. Umræðan um það er einhver sú lengsta sem um getur. Ég sat löngum stundum í forsetastól á Alþingi á síðkvöldum og hlustaði á málflutning þingmanna. Það mætti margt um þessa umræðu segja og þann plagsið sem virðist fara vaxandi með árunum að halda uppi maraþonum- ræðum um mál á öllum stigum þinghaldsins. Sú umræða bíður betri tíma, en skylt er að geta þess að stjórnarandstaðan tók þann skynsamlega kost að sameinast um að ljúka maraþonræðum. Það var mjög athyglisvert í þessari umræðu hvað stjórnarandstöðunni var uppsigað við Fram- sóknarmenn. Teknar voru langar lotur um sviksemi þeirra og flokksþingssamþykktir lesnar fram og aftur og aftur og fram. Það versta var að vitlausar og villandi ályktanir voru dregnar af öllu saman. Ég vil því koma mínum skilningi á málinu á framfæri í stuttu máli svo hann liggi fyrir. Árið 2005 var samþykkt á flokksþingi Fram- sóknarflokksins eftirfarandi um Ríkisútvarpið: „Mikilvægt er að ríkisútvarpið verði áfram í þjóðareign og sjálfstæði þess eflt. Hraða ber endur- skoðun laga þar sem m.a. stjórnskipulag stofnunarinnar verður endurskilgreint og mið tekið af nýju fjölmiðlaumhverfi. Skoðaðar verði leiðir til þess að standa undir rekstrarkostnaði. Uppbygginu og rekstri landshlutaútvarps verði haldið áfram og reksturinn tryggður. Rekstur Sinfóníuhljómsveitar Íslands verði skil- inn frá Ríkisútvarpinu.“ Í þessum anda hefur verið unnið og allt tal um svik er út í bláinn og eins það að vinna eigi eftir eldri samþykktum flokksins. Ríkisútvarpið verður áfram í þjóðareign og rekstur þess verður styrkari eftir breytinguna. Endurskoðunin tekur einfaldlega mið af þeim breytingum sem orðið hafa á fjölmiðlaum- hverfinu í landinu. Þessi törn stjórnarandstöðunnar á Framsóknar- flokknum er mjög athyglisverð, í ljósi þess að flest- ir töldu sig hafa mjög mikinn skilning á afstöðu Sjálfstæðisflokksins. Þetta er auðvitað gegnsætt. Enginn stjórnarandstöðuflokkurinn vill loka dyrum að stjórnarsamstarfi með Sjálfstæðisflokknum. Einfaldri spurningu minni hvort það mundi verða gert að skilyrði um samstarf með honum eftir kosn- ingar að afnema lögin var ekki svarað... Ég endurtek því spurninguna. Höfundur er alþingismaður. Eftir maraþonumræðu Bílabúð Benna - Vagnhöfða 23 Sími 590 2000 - www.benni.isSeltjarnarnesi MUDDER dekkin komin aftur. Þessi einu sönnu !! 38” MUDDER H ér er spurning: Hvað eiga svo ólík fyrirbrigði sem íslenska þjóðkirkjan, Ríkisútvarpið og sala ríkisins á bjór og léttvíni sameiginlegt? Svar: Um tveir þriðju þjóðarinnar vilja losa um tök hins opinbera á þessari starfsemi með einum eða öðrum hætti. Sem sagt, nánast upp á prósentustig vill sama hlutfall Íslend- inga aðskilnað ríkis og kirkju, að léttvín og bjór verði seld í mat- vöruverslunum og að Ríkisútvarpið hætti að keppa við einkarekin fyrirtæki á auglýsingamarkaði. Viðhorfið til þjóðkirkjunnar hefur komið fram ár eftir ár í könnunum Gallups, um afstöðu þjóðarinnar til meira frelsis í sölu áfengis má lesa í tæplega tveggja ára gamalli könnun sama fyrirtækis og álit landsmanna á samkeppni RÚV á auglýsingamarkaði kemur fram í skoðanakönnun sem Fréttablaðið gerði um síðustu helgi. Það er verðugt rannsóknarefni að komast að því hvort skoðanir fólks falli almennt í svipaðan eða sama farveg í þessum ólíku mála- flokkum. Ein vísbending í þá átt er að samkvæmt gögnum Gallups vill yngra fólk frekar en hinir eldri draga úr afskiptum ríkisins. Til dæmis eru um 75 prósent fólks á aldrinum 18 til 34 ára hlynnt sölu bjórs og léttvíns í matvöruverslunum og er enginn munur á þeirri afstöðu eftir stjórnmálaskoðun. Svipað gildir um viðhorf þjóðar- innar til kirkjunnar. Það eru engin tíðindi að yngra fólk sé frjálslyndara en þeir sem eldri eru. Það er hins vegar athyglisvert að meirihluti þjóðarinn- ar styður samdrátt á umfangi ríkisrekstrar á þessum sviðum óháð stjórnmálaskoðunum. Hver hefði til að mynda trúað því að óreyndu að fleiri stuðningsmenn Vinstri grænna vildu sjá Ríkisútvarpið hverfa af auglýsingamarkaði en stuðningsmenn Sjálfstæðisflokks, eins og kemur fram í könnun Fréttablaðsins? Neikvæð afstaða til ríkisafskipta er fylgifiskur breytinga sem eru að eiga sér stað á heimsvísu á lífsháttum og valda því að fólk lætur verr að stjórn en áður. Til dæmis er hægt að versla í matinn á nóttunni, raða sínum eigin fréttatíma saman á netinu og horfa þegar manni sýnist. Eigið val einstaklingsins skiptir þannig sífellt meira máli. Dr. Gunni, tónlistarmaður og bloggari, fangar þessa afstöðu í hnotskurn á vefsíðu sinni með þessum orðum: „...það er sífellt aug- ljósara, amk í mínu hlustunarmynsturstilfelli, að tími albúmsins er liðinn. Staðreyndin er þessi: Ég er hættur að hlusta á albúm! Ég hlusta bara á lög og eiginlega glætan að ég nenni að hlusta á 10-15 lög með sama listamanninum í röð.“ Á sama hátt og doktorinn hafnar miðstýringu plötufyrirtækj- anna og velur eigið safn laga með þeim tónlistarmönnum sem hann langar til að hlusta á er fólk almennt að verða afhuga því að aðrir en það sjálft ákveði hvað því er fyrir bestu. Hér með er ekki verið að spá endalokum samfélagsins en nútím- inn kallar á stjórnmálaafl sem er í takt við þennan nýjan veruleika. Eins og staðan er nú bendir margt til að þjóðin sé orðin mun frjáls- lyndari en stjórnmálamenn hennar. Gat á stjórnmála- markaðinum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.