Fréttablaðið - 25.01.2007, Síða 63

Fréttablaðið - 25.01.2007, Síða 63
Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem framkvæmd var við Northwestern Univer- sity stendur valdhöfum alveg á sama um skoðanir annarra. Völd breyta fólki og hafa áhrif á hæfileika fólks til að setja sig í spor annarra að því er kemur fram á vefnum LiveScience. Fyrri rannsóknir hafa sýnt fram á að valdamikið fólk sem og þeir sem eru algjörlega vanmátt- ugir bregðast við á svipaðan hátt. Adam Galinsky, einn rannsókn- armanna sem tók þátt í verkefn- inu, notaðist við 57 nema sem var sagt að hugsa um atburð þar sem þeir hefðu haft vald yfir öðrum eða atburð þar sem þeir voru undir hælnum á öðrum aðila. Síðan var nemendunum sagt að skrifa bók- stafinn E á ennið á sér. Rannsókn- in virkar kannski kjánaleg en það sem vísindamennirnir reyndu að fá fram var að þeir sem skrifuðu bókstafinn speglaðan svo hann sneri rétt fyrir þá sjálfa en öfugt fyrir öðrum, hvorki láta sig aðra varða né létu sig máli skipta hvort aðrir sæju bókstafinn réttan. Nemendurnir sem skrifuðu bókstafinn réttan fyrir aðra höfðu þarfir annarra að leiðarljósi og vildu sýna tillitsemi. Þannig var bókstafurinn góð leið til að sjá hvað gekk á í höfðinu á tilraunadýrunum. Það kom á daginn að nemendur sem höfðu hugsað um atburði þar sem þeir höfðu völdin, voru þri- svar sinnum líklegri til að snúa bókstafnum rétt fyrir sjálfa sig. Tillitssemin fjarar út með auknu valdi Lyfið er sagt þrefalda líkur þeirra sem reyna að hætta að reykja. Lyfið kallast Varenicline og virkar á nikótínviðtaka á frumum líkamans. Reykingar eru ávanabindandi meðal annars vegna þess að nikótín sest í þessa við- taka og við það losnar dópamín, en dópamín veldur vellíðan. Er Varenicline binst viðtökunum kallar það fram einhverja losun dópamíns og vinnur þannig bug á fráhvarfseinkennum. Um leið hindrar það aðgang nikótíns að viðtökunum og dregur úr vellíðan sem fylgir reykingum. Rannsóknir sýna að notkun lyfsins þrefaldar lík- urnar á því að reykingamanninum takist að hætta. Miðað við þunglyndislyf sem gefin eru í sama til- gangi virkar Varenicline um 150 prósent betur. Nýtt reykingalyf á markað Hópur vísindamanna telur sig hafa fundið príón-prótein. Fundurinn vekur vonir um að hægt verði að lækna Creutz- feldt-Jacob sjúkdóminn. Príónur eru prótein sem geta fjölgað sér og valdið sjúkdómum líkt og veirur og bakteríur. Príón- ur hafa hins vegar ekkert DNA eða RNA og hafa hingað til verið ein helsta ráðgáta líffræðinnar. Nú hefur lið bandarískra vís- indamanna fundið eitt þeirra prót- eina sem nauðsynleg eru príónum ef þær eiga að valda sjúkdómum. Án próteinsins, sem kallast Hsp104, fjölga príónur sér ekki. Fundurinn vekur vonir um að einn daginn verði hægt að búa til lyf sem hindrar virkni Hsp104. Það ætti að stoppa framgöngu prí- ónu-sjúkdóma eins og Creutzfeldt- Jacobs, kúrú og riðu. Lyfið gæti einnig nýst Alzheimer- og Parkin- son-sjúklingum en margir telja þá sjúkdóma vera af völdum príóna. Príón-prótín fundið Forvarnir í styrktarþjálfun Námskeið Laugardaginn 3. febrúar kl. 09.00 – 17.00 Sunnudaginn 4. febrúar kl. 09.00 – 17.00 Verð 34.900 Leiðbeinendur: Haraldur Magnússon Osteópati B.Sc. (hons), NST Þerapisti, CFT ISSA, Golf Biomechanic, Body Intellicence Concept. Helgi Jónas Guðfinnsson CHEK Practitioner level 1, CHEK Exercise coach, NASM Performance Enhancement Specialist, NASM Certified Personal Trainer Advandced Metabolic typing Advisor, ISSA Certified Fitness Trainer, NASM Corrective Exercise Specialist. Skráning í síma 420 5500 og á akademian@akademian.is Ertu þú að þjálfa einhvern sem á við eymsli að stríða? Ertu að þjálfa einhvern sem þarf að bæta líkamsstöðu sína? Eða viltu koma í veg fyrir að viðskiptavinir þínir meiðist? Ef að svarið er JÁ við þessum spurningum þá er þetta námskeið fyrir þig. Rannsóknir hafa sýnt að það sé allt að 40% aukning á meiðslum þegar fólk byrjar styrktarþjálfun, hvort sem það æfir undir umsjón einkaþjálfara eður ei. Hvað veldur þessu? Rannsóknir eru nokkuð sammála um að hefðbundin styrktarþjálfun og teygjur hafa ekki fyrirbyggjandi áhrif á bakmeiðsl. Hver er þá lausnin? Þróun styrktarþjálfunnar erlendis seinustu ár hefur verið á þá vegu að leggja áherslu á meiðslaforvarnir með því að styrkja djúpu vöðvakerfi líkamans og tryggja rétta hreyfiferla. Styrktarþjálfarar og þjálfunarsamtök hafa í síauknum mæli tekið til sín það besta úr endurhæfingahugmynda-fræði og nýtt sér það til að koma í veg fyrir meiðsl. Áhersla verður lögð á bak-, hné og axlarvandamál. Það sem þú munt læra á þessu námskeiði er: • Fræðilegur grundvöllur meiðsla. • Hvernig vitneskja á tonic og phasic vöðvakerfum líkamans getur hjálpað þér að velja æfingar og teygjur til að leiðrétta rangar líkamsstöður og koma í veg fyrir meiðsl. • Hvernig á að aðlaga líkamsstöðu kúnna að æfingum. • Hvernig á að byggja upp æfingaáætlanir með meiðslaforvarnir í huga. • Hvernig margar algengustu æfingarnar valda meiðslum og hvernig hægt er að aðlaga þær til að forðast meiðsl. • Fjölda æfinga. Þar með talið æfingar til að virkja djúpu vöðvakerfin og fá þau til að virka í æfingum. Námskeiðið hentar sérstaklega vel fyrir þjálfara, íþróttakennara og einkaþjálfara. Athugaðu hvort stéttarfélagið þitt geti ekki endurgreitt námskeiðið.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.